Bíldudalur

Nú er loksins að rætast draumur margra að Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er tekin til starfa og ætti að vera bjart framundan.  En ólíkt því sem margir héldu verður kalkþörungurinn aðeins þurrkaður á Bíldudal og síðan fluttur út til Írlands til frekari vinnslu og einnig verður haldið áfram að flytja óunnin kalþörung til Írlands.  Verða störfin í verksmiðjunni því ekki 10-15 heldur aðeins 5 og það allt láglaunastörf.  Ég sá eitt sinn í fréttum að þetta yrði stóriðja Bíldudals og var í því sambandi nefnd a.m.k. 10-15 störf + önnur störf sem rekstur verksmiðjunnar myndi skapa.  En staðreyndin er sú að hinir írsku aðilar sem standa að þessari verksmiðju voru búnir að fullnýta sínar námur á Írlandi og duttu þarna í lukkupottinn.  Þeir hafa heimild til að dæla upp úr Arnarfirði 10 þús. tonnum næstu fimmtíu ár og þurfa ekki að greiða krónu fyrir.   Hvergi á Íslandi er efnistaka heimil nema gegn gjaldi svo kostnaður hinna írsku aðila er sáralítill þótt þeir hafi reist þarn stóra stálgrindarskemmu og sett í hana gamall og notað dót til að geta þurrkað hráefnið.  Aftur á móti er þetta búið að kosta Vestur-byggð mikla peninga, bæði með hafnarmannvirkjum og gerð lóðar og ekki get ég séð hvernig þeir peningar muni koma til baka.  Ekki verða hafnargjöld eða útsvarstekjur miklar upphæðir á ári.  Annað er að ske í atvinnumálum á Bíldudal en það er að Oddi hf. á Patreksfirði er búinn að kaupa frystihúsið og er að koma þar fyrir aðstöðu til að vinna fisk sem senda á ferskan á markað með flugi.  Er ekki nema gott um það að segja en enginn frysting á að verða í húsinu eða kælir fyrir hráefni, heldur á að aka fiski á hverjum morgni frá Patreksfirði og sækja svo afurðirnar eftir að vinnu lýkur.  Engum afla verður því landað á Bíldudal og samkvæmt mínum heimildum mun Oddi hf. fá allan byggðakvóta sem kemur í hlut Bíldudals um 300 tonn og mun sennilega Byggðastofnun koma með fjármagn til kvótakaupa til að hægt verði að tvö- eða þrefalda þetta magn, en fyrirhugað er að vinna þarna um 1.000 tonn á ári.  Fær Oddi því aflakvóta um 600-900 tonn sem verða veidd af skipum félagsins sem gerð eru út frá Patreksfirði.  En hver verður framtíðin með þessa vinnslu, kemur ekki að því að hagkvæmar verður að vinna þetta svona á Patreksfirði og aka þá fólkinu á milli í stað þess að aka fiskinum en dæmið snýst ekki um það heldur hitt að það verður að byrja svona til að fá þennan aflakvóta.  Oddi hf. er nokkuð sterkt fyrirtæki og vel rekið og Jón Magnússon á heiður skilið fyrir þá aðgerð að grípa inní þegar hann yfirtók frystihúsið á Patreksfirði á sínum tíma og nánast bjargaði atvinnumálum á Patreksfirði Jón Magnússon er landsfrægur aflamaður og ég veit ekki hvað mörg þúsund tonn hann er búinn að landa á Patreksfirði.  Hann hélt lífinu í Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar hf. á sínum tíma með sínum mikla afla og þekkingu á útgerð en uppúr 1960 skildu leiðir vegna þess að forráða menn fyrirtækisins vildu ekki fara eftir ráðum Jóns varðandi útgerð.  En það er nú einu sinni gömul saga og ný að ekki hugsa allir eins og Jón sumir hugsa aðeins um peninga og aftur peninga.  Jón Magnússon er nú að nálgast áttræðisaldur og er enn í fullu fjöri en menn lifa ekki endalaust og að því hlýtur að koma að hann fellur frá.  Hvað gera þá afkomendur hans og án þess að ég vilji gera lítið úr hans börnum, þá er spurning hvort þau hugsi eins og hann eða freistingin um að fá í vasan nokkur hundruð milljónir sterkari en tilfinningar til atvinnulífs á Patreksfirði.   Ég vona ekki.

Jakob Kristinsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert er að lesa skrif þín um framtíðarhorfur þíns gamla byggðarlags. Í ljósi þess hversu ítarlega þú fjallar um málefni er standa mér nærri, þá tel ég rétt að fram komi að pistill þinn er fullur af rangfærslum og ósannindum !

Ég hvet þig til að hafa samband ef þú hefur áhuga á að kynna þér starfsemi Kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Virðingarfyllst,

Guðmundur V. Magnússon

Verksmiðjustjóri.

Guðmundur Valgeir Magnússon 28.3.2007 kl. 14:14

2 identicon

Ég tel mig hafa góðar heimildir fyrir því sem ég er að skrifa um og ég veit ekki hvað oft ég hef lesið fréttir þar sem haft er eftir Guðmundi V. Magnússyni margt um að þessa verksmiðju og síðan hefur tíminn leitt í ljós að megnið af því hefur ekki staðist, ég veit ekki hvort ég á að kalla það rangfærslur eða ósannindi því getur þú einn svarað Guðmundur.  En tíminn mun leiða í ljós hvor okkar hefur rétt fyrir sér.  Ég er búinn að fá yfir mig nóg af blaðrinu í þér ofl. um þessa verksmiðju og ég held að þú hafir ekki hugmynd um hvernig þessi mál eiga eftir að þróast og þess vegna hef ég orðið að leita upplýsinga hjá aðilum sem vita meira en þú virðist gera Hr. VERKSMIÐJUSTJÓRI.  Það er auðvelt að fullyrða að minn pistill sé fullur af rangfærslum og ósannindum og nefn ekki eitt atriði sem ekki er rétt.  Margur heldur mig sig.

Jakob Kristinsson

Jakob Kristinsson 29.3.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband