Ekkert lát er á hinni miklu þorskgengd

Enn heldur þorskurinn að berast í miklu magni í öllum höfnum hér á Suðurnesjum og víðar.  Í blaðinu Víkurfréttum sem gefið er út í Reykjanesbæ og kom út 29.3. sl. er sagt frá eftirfarandi:

Aflabrögð síðustu daga hafa verið hreint ævintýraleg.  Reyndir skipsstjórar tala um að ástandið í sjónum hafi ekki verið svona gott í 3-4 áratugi.  Hvar sem net er sett út eða lína lögð fyllist allt af fiski.  Netabátar hafa lent í vandræðum og þeir sem róa með línu hafa jafnvel þurft að skilja eftir hluta af lögninni og fara aftur út til að draga restina.  Bræðurnir á Gunnari Hámundarsyni GK frá Garði hafa verið í þægilegu fiskeríi síðustu daga.  Þeir hafa verið að koma með örfá tonn á land um miðjan dag og gert sjálfir að aflanum.  Markmiðið hefur verið að ráða við dagsverkið, auk þess sem hinn eiginlegi kvóti er löngu búinn og því hefur útgerðin þurft að leigja kvóta á bátinn.  Síðasti þriðjudagur varð hinsvegar mjög frábrugðinn síðustu dögum, því þegar netin voru dregin út af Garðskaga reyndust vera um 30 tonn af vænum þorski í netunum.  Það var því ekki komið að landi fyrr en á tíunda tímanum á þriðjudagskvöld og bjuggu skipverjar sig undir andvökunótt í aðgerðinni út í Garði.  Báturinn var kjaftfullur af fiski þannig að lestin tók ekki við meiru og talsvert af fiski ofan þilja.  Gunnar Hámundarson GK er með um 111 þorskígildistonn í kvóta og því hefði veiðiferðin þýtt að um þriðjungur af aflaheimildunum hafi veiðst á einum degi.  Kvótinn er hinsvegar löngu búinn og því þarf að leigja  kvóta fyrir ævintýri eins og þessu.  Þegar ljóst var hvert stefndi var tekið upp og ekki róið í gær.   Einnig segir í sama blaði "Bátarnir koma inn á nösunum, drekkhlaðnir."  Síðan segir Feiknagóð aflabrögð hafa verið upp á síðkastið þegar gefið hefur á sjó hjá Suðurnesjabátum og muna reyndir sjómenn vart eftir öðrum eins landburði af þorski.  Sagt er að línubáturinn Diddi sem er 7,5 tonn að stærð hafi komið í land smekkfullur af þorski og varð samt að skilja eftir í sjó sjö bala af 24 sem taka varð í næstu ferð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband