Ekkert má gera

Sonur minn sem er starfandi sjómaður og býr á Bíldudal fór einn góðviðrisdaginn á sjó með fjórum börnunum sínum á 6 tonna trillu sem hann átti.  Hann ætlaði að sýna þeim hvernig fiskur væri veiddur svo þau skildu betur hans starf.  Hann beitti einn línubala  og fór út á Arnarfjörð og lagði balann og dró hann svo skömmu síðar.  Aflinn var ekki mikill, nokkrir þorskar og ýsur.  Börnin fylgdust spennt með þegar línan var dreginn og ráku upp fagnaðaróp í hvert skipti þegar fiskur kom um borð.  Síðan var gert að aflanum og börnin röðuðu fiskunum í kassa og höfðu skemmt sér vel.  Þá var haldið í land pabbinn lyfti kassanum uppá bryggju en þar beið mamma þeirra á bíl til að taka á móti þeim.  En þegar setja átti kassann í bílinn kom hafnarvörðurinn sem jafnframt var viktarmaður hlaupandi og var greinilega mjög reiður og sagði að samkvæmt skýrum fyrirmælum frá Fiskistofu yrði að vigta aflann og skrá.  Ef það yrði ekki gert yrði málið kært.  Það sem upphaflega átti að vera skemmtiferð fyrir börnin breyttist nú í hálfgerðan harmleik, því nú upphófst mikið rifrildi milli viktarmannsins og pabbans sem hótað að sturta úr kassanum í sjóinn.  En þú verð þá kærður fyrir það sagði viktarmaðurinn.  Var það því úr að ekið var með kassann á hafnarvogina þar sem hann var viktaður og skráður og leigja varð kvóta fyrir þessum fiskum.  Börnin horfðu undrandi á og spurðu í sakleysi sínu "Á ein hver þennan fisk sem við veiddum".  Hvað heldur nú fólk að þessi börn hugsi um starf föður þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta er góður pistill. Má ég setja hann á vef Frjálslynda flokksins www.xf.is?

Magnús Þór Hafsteinsson, 18.4.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sjálfsagt Magnús, þú mátt setja alla þá pistla sem ég skrifi inni ef þú telur að eitthvað vit sé í þeim.

Jakob Falur Kristinsson, 19.4.2007 kl. 06:51

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þetta er með hreinum endemum .Þetta á sko erindi til fólksins og meira sem þú hefur skrifað.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 11:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg ótrúlegt.  Hversu lengi á að þaga þetta fáránlega kerfi í hel og allt það óréttlæti sem því fylgir.  Nei hingað og ekki lengra kæru vinir.  það er komið nóg.  Og menn verða að vita hverja á að kjósa til að breyta þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 13:06

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Skelfilegt kerfi.

Georg Eiður Arnarson, 19.4.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jakob. En ætli börnin hans Jóns Páls viti að eignir foreldra þeirra á Bíldudal séu einskyns virði vegna ráðstöfunar ríkisstjórnarinnar á fiskimiðunum og þar með búið að ræna þau öllum föðurarfinum sem varð til kynslóð fram af kynslóð ykkar feðgana og forfeðra foreldra barnanna ?

Níels A. Ársælsson., 20.4.2007 kl. 14:02

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Níels börnin eru of ung til að átta sig á því en hinsvegar finnst þeim sjálfsagt skrýtið hvað börn eru orðin fá á Bíldudal.

Jakob Falur Kristinsson, 21.4.2007 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband