Suðurnesjamann á þing

Það hafa verið nokkuð háværar raddir hér á Suðurnesjum að Suðurnes þyrftu að fá mann inná þing.  Og nú er það loksins orðin raunhæfur möguleiki því að af öllum listum sem bjóða fram í Suðurkjördæmi er aðeins einn Suðurnesjamaður sem leiðir lista en það er Grétar Mar Jónsson hinn mikli aflamaður og skipstjóri í Sandgerði sem skipar efsta sæti á lista Frjálslynda Flokksins í Suðurkjördæmi og á góða möguleika á að ná kjöri á Alþingi í kosningunum í maí.   Ég er ekki búinn að búa í Sandgerði nema í eitt og hálft ár og þekki því ekki marga, en með störfum mínum á kosningaskrifstofu Frjálslynda Flokksins hef ég kynnst mörgum góðu fólki.  Grétar Mar er hörkuduglegur og fylgir því fast eftir sem hann ætlar sér og mun örugglega verða alltaf í mjög góðu sambandi við sínar kjósendur ofl.   Ég þekki það mjög vel frá því að ég bjó á Bíldudal hve mikilvægt það var að þekkja vel sína þingmenn og það gekk oft þvert á allar flokkslínur þegar þingmenn voru að vinna fyrir sitt kjördæmi.  Grétar Mar hefur staðið sig vel í þeim sjónvarpsþáttum sem hann hefur tekið þátt í og yfirleitt alltaf verið sá aðili sem hefur þorað að ræða sjávarútvegsmál, en þar er hann á heimavelli og gjörþekkir sjávarútveginn út og inn.  Enda er hann einn af aðalhöfundum þeirra stefnu í sjávarútvegsmálum sem Frjálslyndi Flokkurinn er að berjast fyrir.  Við þá sem er annt um framgang Suðurnesja vil ég segja þetta: "Hvar í flokki sem þið hafið staðið, kjósið þið núna Grétar Mar í kosningunum 12. maí n.k.  Þið eruð ekki að kjósa persónuna Grétar Mar heldur þann málstað sem hann er að berjast fyrir og mun koma öllum sjávarbyggðum í kjördæminu til góða.   Verum eigingjörn sem Suðurnesjamenn og fáum heimamann inn á Alþingi því það er öruggt að hann mun vinna fyrir okkur öll hvar í flokki sem við erum."

Viljum við hafa hlutina á eftirfarandi hátt:

1.  Misskipting tekna haldi áfram í óbreyttri mynd?

2.   Eiga kjör aldraðra og öryrkja að vera óbreytt?

3.   Samgöngumálin óbreytt?

4.   Menntamálin óbreytt?

5.   Láta erlent fólk flæða óheft inn í okkar litla samfélag okkar sem gæti þýtt að ef niðursveifla kæmi væri hætta á að okkar velferðarkerfi hryndi.  Viljum við taka þá áhættu?

6.   Ætlum við að láta stöðva alla stóriðju t.d. Helguvík?

7.   Viljum við færa auðlyndina í hafinu örfáum aðilum til eignar?

8.    Er sanngjarnt að menn fái úthlutað aflakvóta sem þeir ætla ekki að veiða?

9.    Er fólk sammála því að sumir fá úthlutað svo miklum kvóta að þeir geta ekki veitt hann?

10.  Er sanngjarnt að ákveðnir aðilar eigi allt vatn í landinu?

11.  Er sanngjarnt að mikið af fólki greiðir einungis fjármagnstekjuskatt og þar af leiðandi ekkert til þess bæjarfélags sem það býr í og nýtir alla þjónustu sem er í boði?

12.  Er réttlátt að LÍÚ-menn sitji í stjórn Hafró og erum við á réttri leið með stjórn fiskveiða?

Þótt fólk geti ekki sagt já við nema einni af þessum 12 spurningum er strax komin ástæða til að kjósa Grétar Mar og sýna þannig stuðning við málstað Frjálslynda Flokksins.

        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei við viljum ekki hafa þetta svona.  Og Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra og vel afmarkaða stefnu í sjávarútvegsmálum.  Viðl verðum því að komast í næstu ríkisstjórn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Og Grétar verður að komast inn, Sjómenn verða að eiga fulltrúa sinn á þingi.

Georg Eiður Arnarson, 28.4.2007 kl. 13:33

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Alþingi má ekki fyllast af eintómu háskólaliði sem er ekki í neinum tengslum við þjóðina og veit ekkert um lífið fyrir utan 101 Reykjavík og gleymir algerlega hverjir það voru sem breyttu þjóðfélaginu úr fátækt og vesöld í velmegun.  En þar fóru íslenskir sjómenn fremstir í flokki.

Jakob Falur Kristinsson, 28.4.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Einar Ben

Heyr heyr.

Engin spurning að Grétar Mar hreinlega verður að komast inn, ég tek algjörlega undir með þér Jakob og skora á alla suðurnesja menna að setja x við F og fá þar með SINN mann á þing.

Við sjáum að eyjamenn virðast ætla sér að koma Árna Johnsen, sínum manni inn aftur, því miður

Ég skora á kjósendur suður með sjó að koma sínum manni að, þeim eina sem á raunhæfan möguleika af suðurnesjunum, Grétari Mar. 

kv. af skaga.

Einar Ben, 28.4.2007 kl. 23:11

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála hópnum hér á undan

Ólafur Ragnarsson, 29.4.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband