Sandgerðisbréf 2

Ég átti von á því að ný ríkisstjórn yrði til í gær og erum við félagar, ég, Styrmir og Hannes Hólmsteinn eins og konan sem var nauðgað þrisvar í verbúðinni hjá mér forðum daga, en hún sagði "Ég á ekki til eitt einasta orð".   En hvað kom uppá?   Ekki veit sá sem spyr.  Í stað frétta um nýja stjórn kom frétt um að bara væri hlé gert á viðræðum og brostu þau bæði út að eyrum, Geir og Ingibjörg þegar þau voru spurð hvort uppi væri ágreiningur í einhverjum málum og bæði svöruðu brosandi nei,nei, það er enginn ágreiningur aðeins að smá hlé á viðræðum og ekki vildu þau segja frá hvenær næsti fundur yrði.  Nei það þýðir ekkert að svara svona.  Geir er búinn að fara til Forseta Íslands og tilkynna honum að hann hafi að baki sér sterkan meirihluta til að mynda nýja stjórn.  Jón Sigurðsson var búinn að tilkynna sitt pólitíska andlát eins og kom fram í kvöldfréttum en lifnaði við aftur í fréttum á RÚV kl. 22 og gat þess í leiðinni að þetta hefði verið mistök því hér væri ekki komin ný stjórn og því væri hann ráðherra enn og sennilega fær hann sér góðan sundsprett í lauginni góðu í dag.  Mitt mat er að Ingibjörg Sólrún sé hætt við en hefur fyrst látið Geir og félaga samþykkja að stefna Samfylkingar sé að mestu sú rétta.  Meira segja Einar Oddur sagði í þættinum Ísland í dag í gærkvöld að stefnan sem hér hefur verið í vaxta- og gengismálum væri kolvitlaus og vel gæti farið svo að Ísland neyddist til að hrökklast í EB og taka upp Evru sem gjaldmiðil einnig gagnrýndi hann að hluta kvótakerfið og sagði að frjálsa framsalið á veiðiheimildum virkaði ekki sem skyldi og hann taldi næsta öruggt að á næsta þingi yrði að endurskoða í heild lög um stjórn fiskveiða, jafnframt gagnrýndi hann Hafró sem vildu ekki hleypa fleirum aðilum að í mati á stærð og ástandi fiskistofna hér við land og skapa hér vísindalega umræðu.  Þetta sagði Einar Oddur þegar rætt var við hann um ástandið á Flateyri.  Nú er ekki nema tvennt í stöðunni sem er:

1.   Sjálfstæðisflokkur og Framsókn haldi áfram og fái Frjálslynda með sér til að auka þingstyrk sinn.

2.   VG+Samfylking+Framsókn.

Þykir mér fyrri kosturinn mun sennilegri.  Seinni kosturinn væri óframkvæmanlegur nema Jón Sigurðsson yrði forsætisráðherra og á ég nú eftir að sjá Ingibjörgu og Steingrím J. kyngja því. eða þeirra þingmenn og finnst mér það sem Einar Oddur sagði í gær styðja mína kenningu.  Ef seinni kosturinn væri valinn gerðu þau Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J.  Framsókn að sigurvegara kosninganna þrátt fyrir af sá flokkur byði afhroð í þeim.  Einnig væru þau að taka þá ágættu að þeirra fylgi hryndi í næstu kosningum.  Jón Sigurðsson er ekki eins vitlaus og maður hélt og gerir nánast kraftaverk að vera með flokk til að stýra sem þjóðin vildi greinilega ekki sjá í kosningum, allt í einu kominn í lykilstöðu um hverjir verða í næstu stjórn.  Kæmi mér ekki á óvart að Davíð gripi nú inní málinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband