Meira um þorskinn

Í hádegisviðtali á Stöð 2 í gær var athyglisvert viðtal við Kristinn H. Gunnarsson alþm. um niðurskurðinn á þorskkvótanum og kom þar margt athyglisvert fram.  Kristinn gaf lítið fyrir hinar svokölluðu mótvægisaðgerðir stjórnvald en sagði samt að þær væru þó til góða svo langt sem þær næðu en benti réttilega á að þrátt fyrir þessar aðgerðir vantaði samt það sem mestu máli skipti en það væri atvinna handa þeim fjölda sem missa myndi vinnuna, því á atvinnu og tekna heimilanna væri fólki flestar bjargir bannaðar.  Hann benti einnig á fjölda atriða í skýrslu Hafró sem stönguðust á og gæti ekki verið traustur vísindalegur grunnur til að byggja á svona mikilsverða ákvörðun.  Einnig að ekki gengi lengur að ein ríkisstofnun gæfi út hin eina og sanna sannleika um fiskinn í sjónum, fleiri þyrftu að koma til.  Kristinn kom ekki bara með gagnrýni heldur einnig tillögur sem eru athyglisverðar en hann benti á að skipta mætti miðunum í ákveðin svæði sem lægju best við gjöfulum fiskimiðum og ákveða afla á hverju svæði en setja sen skilyrði að afla á hverju svæði væri landað í þeim höfnum sem styðst er til og vinna hann þar.  T.d. tók hann Breiðafjörð sem dæmi og sagði að auðvitað gætu skip frá öðrum landshlutum veitt þar en yrðu að landa afla sínum í höfnum í Snæfellsbæ og skapa þar atvinnu.  Með þessu fengju sjávarbyggðirnar að njóta nálægðar sinnar við fiskimiðin, en það er einmitt þessi nálægð við góð fiskimið sem urðu til þess að þessar byggðir við sjávarsíðuna urðu til.  Þessar skoðanir Kristins H. eru í samræmi við það sem kemur fram í mjög góðri grein Stefáns Þórarinssonar ráðgjafa sem hann skrifaði í Mbl. sl. sunnudag en Stefán var einn af þeim sem komu að þeirri vinnu að móta kvótakerfið á sínum tíma og hefur fengist við ráðgjöf um fiskveiðar víða um heim og þekkir þessi mál mjög vel.   Einnig var í Kastljósi í gær viðtal við Grím Atlason bæjarstjóra í Bolungarvík og kom fram hjá honum að hann vissi ekki enn um hvað þessar aðgerðir ríkisstjórnar þýddu í raun og hefði ekki fengið nánari útskýringar á þeim, nema að það ætti að auka fjármagn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til aðstoðar sveitarfélögunum.  Það er augljóst að sveitarfélögin verða fyrir miklu tekjutapi og stóðu nú ekki mörg vel fyrir svo staða þeirra verður slæm.  Grímur benti líka á að á Vestfjörðum störfuðu mörg minni fyrirtæki sem þyrfti að styðja við, en ekkert slíkt er inni í þeim tillögum sem hafa verið kynntar.  Athygli vekur að lítið heyrist frá stóru fyrirtækjunum í sjávarútvegi enda vitað að þau eru flest með miklar veiðiheimildir í loðnu, síld og kolmunna og eiga sjálfsagt auðveldara með að þola þessa skerðingu og fá aðstoð hjá sínum viðskiptabönkum.  Reyndar var viðtal við forstjóra Samherja hf. í fréttum í gær sem skýrði frá því hvað hans fyrirtæki yrði fyrir mikilli tekjuskerðingu en líka kom fram að Samherji hefur um 70% af sínum tekjum af erlendri starfsemi og þolir þar af leiðandi nokkur áföll hér heima.  Hinsvegar benti Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. á atriði sem lítið hefur verið bent á en það er að mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur tekist að koma sér upp traustum viðskiptasamböndum erlendis t.d. með ferskum fiski í flugi og komist þannig nær neytandanum og fengið hærri verð.  Þetta hefur byggst á því að fyrirtækin hafa til þessa getað staðið við að afhenda vöruna eftir óskum kaupanda sem verður mun erfiðara nú.  Ef ferskur fiskur frá Íslandi hverfur úr smásöluverslun erlendis mun eitthvað annað koma þar í staðinn og ekki verður auðvelt að ætla að stökkva þar inn aftur þegar okkur hentar, aðrir verða komnir þar í okkar stað t.d. Noregur.  Það er búið að eyða óhemju fjármunum í þessa markaðssetningu og þegar og ef við getum aukið þorskkvótann aftur þarf að byggja þessa markaðssetningu alla upp aftur við verðum aftur á upphafsreit.  Ég hef ekki trú á því sem sjávarútvegsráðherra segir að þetta breyti engu vegna þess að kaupendur vilji eingöngu kaupa þorsk sem veiddur er úr sjálfbærum stofni og veiðunum stýrt eins og Ísland hefur gert, en kaupandinn er að kaupa sér þorsk til að borða hann og mun ekki lifa á hugsjónum.  Þetta hljómar eins og brandari við höfum síðan 1984 verið að stýra veiðunum til að byggja upp þorskstofninn og hver er árangurinn eftir rúm 20 ár með þessa frábæru veiðistjórnun.  Árangurinn er slíkur að stjórnvöld ættu að skammast sín fyrir að segja frá því, vegna þess að árangurinn er sá að þorskstofninn er að hruni kominn samkvæmt upplýsingum frá Hafró.  Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir hvað það er erfitt og kostnaðarsamt að komast inná smásölumarkað erlendis en staðreyndin er sú að eftir því sem hægt er að komast nær neytandanum þeim mun meira er greitt fyrir vöruna.  Halda menn virkilega að smásali í Englandi sem kominn er með þorsk frá Noregi í sína verslun skrúfi þar fyrir ef íslendingar tilkynna eftir nokkur ár að nú getum við komið með þorsk.  Nei góð viðskiptasambönd þarf að rækta og sinna vel og smásalinn erlendis getur ekki sagt við sína viðskiptavini "því miður enginn þorskur til sölu næstu 4-6 árin", hann leitar einfaldlega annað eftir þorski.  Það er vitað að mörg fyrirtæki greiða stórfé til að koma vörum sínum í smásöluverslanir og lögmálið er alltaf það sama, varan verður að vera til þegar kaupandinn vill kaupa hana og afsakanir um frábæra veiðistjórnun gilda lítið í þessum viðskiptum.  Loka orðið er alltaf hjá hinum endanlega kaupanda.  Ég nefndi hér áður að lítið hefði heyrst frá stóru fyrirtækjunum í greininni og er ástæðan sennilega sú að þeir vita sem er að hrun verður í greininni og fjöldagjaldþrot blasa við og bankarnir munu eignast stóran flota og mikinn kvóta sem auðvelt verður fyrir þessa stóru að eignast á útsölu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband