Barnaníðingar

Þeir sem heyra eða lesa þetta orð BARNANÍÐINGAR dettur flestum í hug kynferðisleg misnotkun á börnum, en svo þar ekki að vera því hægt er að fara illa með börn á fleiri sviðum og þá oft í algeru hugsana- og tillitsleysi.

Fyrir nokkrum árum þ.e. áður en ég slasaðist og varð fatlaður öryrki, var ég staddur í mínum viðskiptabanka sem þá hét KB-banki en nú Kaupþing þetta var í útibúi bankans í Grafarvogi og er til húsa í verslunarmiðstöð við Hverafold.  Þannig háttar til að þegar maður er á leið í útibúið er komið inn í anddyri og er bankinn á vinstri hönd en hægra megin er sjoppa og vídeóleiga.  Þegar ég hafði lokið erindi mínu í bankanum og kem fram í anddyrið sé ég litla stúlku 5-6 ára sem stendur grátandi í einu horninu og heldur á hvítum poka í hendinni.  Ég geng að stúlkunni og spyr hana hvað sé að en hún svarar á móti, heyrðu manni viltu kaupa þessa styttu fyrir þrjú hundruð krónur og sýnir mér í pokann og sá þar þessa fallegu glerstyttu af fíl.  Ég hafði verið að taka út peninga í bankanum og átti ekki minna en kr. 500 og kr. 1.000 í vasanum og spurði stúlkuna afhverju styttan ætti að kosta kr. 300 væri ekki í lagi að hún kostaði 500 eða 1.000 ég ætti ekkert smærra í peningum, en mig vantar bara 300 sagði barnið og ef þú borgar mér 500 eða 1.000 get ég ekki gefið þér til baka.  Ég spurði þá barnið afhverju hún hefði verið að gráta og hún sagði að maðurinn sem væri að afgreiða í sjoppunni hefði orðið brjálaður þegar hún var þar inni áðan og rekið sig út og sagt að hún væri betlari og spurði mig síðan hvað það væri að vera betlari.  En hvað ætlar þú að gera við 300 krónur spurði ég.  Ég ætlaði að kaupa mér eitthvað að borða sagði barnið því ég er svo svöng og það kostar 300 krónur.  Hvar áttu heima spurði ég og hún benti á blokk rétt fyrir ofan og sagði það er þessi blokk, en afhverju borðar þú ekki heima hjá þér spurði ég og hún svaraði, það var ekkert til og allir voru að drekka vín og þegar ég bað um pening sagði mamma að þeir væru ekki til, þó átti pabbi nóg af pening þegar hann lét manninn sem er í heimsókn hafa til að fara og kaupa sígarettur og þá tók ég þessa styttu úr hillu í stofunni til að reyna að selja svo ég gæti keypt mér eitthvað því ég er svo svöng, en maðurinn sem er að afgreiða í sjoppunni vildi ekki kaupa hana og þegar ég fór að tala við fólk sem kom inn varð karlinn alveg brjálaður og rak mig út.  Ég sagði þá við barnið að ég skildi kaupa styttuna en fyrst ætlaði ég að gefa henni að borða.  Þá sagði barnið en ég þori varla aftur þarna inn, karlinn verður örugglega brjálaður aftur ef hann sér mig, ég sagði henni að það yrði allt í lagi ef ég færi með henni og fórum við síðan inn í sjoppuna.  Það reyndist því miður rétt sem barnið hafði sagt, því þegar við komum inn kom afgreiðslumaðurinn æðandi á móti okkur og stillti sér upp fyrir framan barnið og sagði reiðilega, út með þig, ég er margoft búinn að segja þér að vera út.  Ég brást reiður við og sagði við manninn, hvað gengur eiginlega á ertu eitthvað skrýtinn og er þessi sjoppa lokuð fyrir börnum og ef svo er skaltu auglýsa það á hurðinni.  Þetta barn er jafn rétthátt hér inni og hver annar kúnni og þú ert hér á launum við að afgreiða kúnnana en ekki til þess að vera með skammir og læti og er hægt að fá afgreiðslu hér án þess að þurfa að hlusta á þig ryðja út úr þér dónaskap og tók í öxlina á manninum og ýtti honum inn fyrirafgreiðsluborðið og sagði honum að steinþegja.  Ég spurði barnið síðan hvað það væri sem hún hefði ætlað að kaupa sér og benti hún á þá hluti og passaði sig á að það kostaði ekki meira en kr. 300 og þegar ég spurði hana hvort hún vildi ekki meira sagði hún nei takk og horfði með hræðslusvip á afgreiðslumanninn.  Ég sagði henni að setjast við ákveðið borð og ég kæmi bráðum og bað um einn bolla af kaffi sem kostaði 200 og borgaði ég hann og þá spurði afgreiðslumaðurinn, en ætlar þú ekki að borga það sem barnið fékk.  Nei sagði ég þú borgar það sem bætur fyrir allan dónaskapinn og fór og settist hjá barninu og sagðist nú vilja kaupa styttuna á kr. 1.000 og rétti henni seðilinn og þegar hún sagðist ekki þurfa að nota þessa peninga sagði ég henni að hún skyldi bara geyma þá og gæti þá keypt sér eitthvað að borða seinna.  Þegar barnið var búið að borða og ég búinn með kaffið stóðum við upp og á leiðinni út sagði ég við afgreiðslumanninn, ég held að þú ættir að leita þér að annarri vinnu því hérna ertu bæði sjálfum þér og eigendum til skammar og mundu að börn eru framtíðarviðskipavinir og þú skalt hafa það í huga í þínum störfum.  Ég efast um að þetta barn komi til með að halda mikið uppá þessa sjoppu þegar það verður stærra og verður örugglega ekki góð auglýsing fyrir þig í samskiptum sínum við önnur börn.  Síðan kvaddi ég manninn með þeim orðum að hann væri vitleysingur og ég vonaði að ég þyrfti ekki að sjá hann aftur og hef ég staðið við það þótt ég hafi oft síðan átt erindi í áðurnefnt bankaútibú.  En styttuna góðu á ég enn til minningar um þennan atburð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband