Grátur hjá LÍÚ

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ kvartar mikið þessa dagana og telur að ríkisstjórnin vilji lítið gera fyrir sína félagsmenn en hugsi bara um einyrkja og smærri fyrirtæki á landsbyggðinni á meðan þeir sé skildir eftir í miklum vanda.  Ef Friðrik er virkilega að meina það sem hann hefur verið að segja undanfarið get ég bent honum á leið til að létta undir með sínum félagsmönnum;

Samkvæmt lögum nr. 24 1986 og síðan útfært nánar í reglugerð nr. 147 5. mars 1998, kemur fram að af öllu heildaraflaverðmæti allra íslenskra skipa greiðast 6% til LÍÚ og er ætlað að greiða fyrir útgerðina tryggingaiðgjöld sinna skipa.  Í stað þess að greiða þetta strax til viðkomandi tryggingafélags eru þessir peningar lagðir inná bankareikning hjá LÍÚ sem síðan greiðir tryggingarfélögunum 3-4 sinnum á ári.  Þar sem þetta eru gríðarlegir fjármunir á hverju ári og fær LÍÚ nokkur hundruð milljónir í vaxtatekjur af því að varðveita þessa fjármuni og með árunum hefur LÍÚ komið sér upp risavöxnum sjóðum sem byggjast á þessum tekjum og til að átta sig aðeins betur á hvað um er að ræða mikla peninga munaði LÍÚ ekkert um að greiða fyrir smíði hins nýja hafrannsóknarskips Árna Friðrikssonar RE-200 sem kostaði einhverja milljarða, það sá lítið á sjóðnum eftir það.  Ennig kemur fram í áðurnefndri reglugerð að hún kveður á um vissa prósentu til LÍÚ og notast til að greiða félagsgjöld félaga þessara samtaka.  Einnig má benda á að LÍÚ fær árlega styrk úr ríkissjóði eins og flestöll hagsmunasamtök atvinnulífsins, ekki veit ég hvað sá styrkur er hár en hann er örugglega nokkur hundruð milljónir.   Á einum af þeim síðustu aðalfundum LÍÚ sem ég sat kom fram tillaga um að breyta þessu fyrirkomulagi hvað varðar greiðslu tryggingariðgjalda skip og reyna að ná fram í samningum við tryggingarfélögin um lækkun á iðgjöldum ef þau félög fengju greitt til sín strax og peningar kæmu inn í þennan vátryggingarsjóð LÍÚ og á það bent að það væri ekki eðlilegt að svona hagsmunasamtök væru að koma sér upp sjóðum upp á marga milljarða.  Kristján Ragnarsson sem þá var bæði formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ talaði gegn þessari tillögu og lagði til að hún yrði felld.  Það einkennilega lýðræði er í þessum samtökum er að atkvæði eru ekki miðuð við hverja útgerð eða fjölda skipa heldur hefur hvert stærðartonn atkvæði, þannig að sá sem á 1000 tonna skip hefur 10 sinnum fleiri atkvæði er sá sem á skip sem er 100 tonn.  Þetta er svipað og ef atkvæði fólks í kosningum færi ekki eftir fjölda heldur þyngd og því hefði feitt fólk fleiri atkvæði en grannt.  Þegar þessi tilaga og umræðum um hana var lokið, var gert kaffihlé á fundinum.  Það var greinilegt á tali manna að þessi tillagan hafði talsverðan stuðning meðal fundarmanna.  Mér er sérstaklega mynnisstætt að í kaffinu voru við sama borð og ég tveir framkvæmdastjórar hjá einu stæðsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtækis landsins á þeim tíma.  Annar var eldri maður og hafði stýrt þessu fyrirtæki í 20-30 ár og oft í gegnum mikinn ólgusjó, en hinn var mun yngri og var nýbyrjaðu í sínu starfi og þeir voru eins og svo margri aðrir að ræða þessa tillögu og sá yngri var að reyna að sannfæra félaga sinn um hvað þetta hefði jákvæð áhrif á þeirra rekstur því þeir væru með svo marga stóra togara í rekstri og hefðu einnig svo mörg attkvæði.  sá eldri hlustaði rólegur á og sagði síðan og lagði þunga áherslu á orð sín;  "G...... þetta er nú fyrsti aðalfundur sem þú situr og ég ætla að segja þér eitt, að aldrei greiða menn hér atkvæði með tillögum sem Kristján Ragnarsson er á móti"  Eftir kaffihlé og byrjaði fundurinn aftur og það fyrsta sem fundarstjóri kynnti var að komin væri fram breytingartillaga frá Kristjáni Ragnarssyni um að fyrri tillögunni yrði vísað frá.  Og samkvæmt fundarsköpum á alltaf að bera breytingartillögur upp á undan aðaltillögunni og var þá gengið til atkvæða.  Auðvitað fór það þannig að tillaga Kristjáns var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og þar með var hin fyrri dottin dauð niður og þurfti ekki að ræða frekar um hana og því hélt fundurinn áfram samkvæmt dagskrá.  Nú væri tækifæri fyrir Friðrik J. Arngrímsson að bæta hag sinna félagsmanna með því að fá þær breytingar fram sem ég hef sagt frá hér að ofan.  Því sá sem ekki vill bjarga sér sjálfur á ekki skilið að aðrir geri það.  Þetta mun á engan hátt veikja LÍÚ, því nú þegar eiga þeir sjóði uppá marga milljarða.   Þessa reglugerð má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband