Sjófuglar ofl.

Norrænir sérfræðingar segja, að víðtækar umhverfisbreytingar, sem rekja megi til breytinga á loftslagi, hafi raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum.  Síðust ár hafi fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eigi erfitt með að koma ungum á legg.

Þetta höfum við íslendingar orðið rækilega varir við en hér á landi á þetta einkum við um fýl, ritu, kríu, langvíu og lunda.  Þetta er nákvæmlega sú staða sem við könnumst svo vel við úr hafinu að ekki er til næg fæða fyrir lífríkið þar og á sama tíma drögum við úr fiskveiðum sem eykur enn frekar á vandræðin.  Það getur aldrei gengið upp að ætla að byggja upp fiskistofna þegar ekki er næg fæða fyrir alla.  Hvað gerir bóndinn sem sér að hann á að hausti ekki nægjanlegt hey fyrir sínar skepnur?  Hann slátrar auðvitað meira af sínu fé.  Er eitthvað betra að láta þorskinn t.d. drepast úr hungri en að veiða hann?  Einnig er alveg fáránlegt að veiða ekki hval í stórum stíl, því hann er nú ansi stórtækur á fæðuna í hafinu og engu máli á að skipta hvort markaður er fyrir hvalafurðir eða ekki.  Ég veit ekki betur en við drepum mink og ref án þessa að hugsa um hvort einhver markaður sé fyrir skinnin af þessum dýrum.  Við íslendingar höfum tekið þátt í því að drepa hvali eingöngu til að drepa hann en það var á árunum milli 1950-1960 þegar ákveðin hvalategund olli miklum skemmdum á veiðarfærum reknetabáta sem voru að veiða síld í Faxaflóa og til að gera þetta almennilega var leitað aðstoðar hjá ameríska hernum á Miðnesheiði og tugir báta mannaði hermönnum fóru á miðinn og drápu þessa hvali svo skipti hundruðum og ekki einn einasti var hirtur, heldur sukku til botns og urðu þar með fæða fyrir hinar ýmsu lífverur hafsins.


mbl.is Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband