Skrifað frá eigin brjósti

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um hina miklu vanlíðan og ömurleika sem við öryrkjar fáum um hver mánaðarmót, þegar við erum rækilega minnt á hvað okkar báborgnu kjör eru. En nú ætla ég að skrifa um þann hrylling sem er í mínu tilfelli framundan, en þar á ég við um jólamánuðinn að vísu fáum við svokallaða desemberuppbót sem var síðast kr. 30.000,- og á ég ekki von á að sú upphæð verði hækkuð.  Frá þessari upphæð er síðan dreginn skattur 35,72% eða kr. 10.716,oo og er þá eftir aðeins kr. 19.284,oo, sem er sú upphæð sem okkur er ætluð til að kaupa jólagjafir fyrir börn og barnabörn auk þess jólamatinn, sem við verðum oftast að nálgast hjá einhverjum hjálparstarfssamtökum sem aðstoða fátækt fólk og þar þarf maður að bíða og bíða í langri röð og svo getur farið að þegar maður er kannski að nálgast dyrnar, þá er öllu lokað því tíminn fyrir úthlutunina er liðinn.  Núna verða þriðju jólin hjá mér eftir að ég flutti til Sandgerðis og þótt ég hafi vissulega eignast hér vini og kunningja á ég hér enga ættingja mínir vinir og kunningjar dvelja að sjálfsögðu hjá sínum ættingjum.  Elst sonur minn býr í New York, elsta dóttir mín býr í Edinborg í Skotlandi, hin börnin mín tvö búa vestur á Bíldudal og þótt ég vildi heimsækja eitthvað minna barna um jólin þá dugar þessi desemberuppbót ekki einu sinni fyrir flugfarinu, gæti kannski dugað fyrir flugfari til Bíldudals en þá væri ekki eftir neitt til að kaupa jólagjafir.  Í því húsi sem ég bý í er hægt að fá mat keyptan í hádeginu á virkum dögum og um jólin er öllu lokað.  Ég hef því liðna aðfangadagar horft á hvern bílinn eftir annan koma hér að húsinu til að sækja ættingja í jólaboð.  Þar sem ég bý einn og er með vinstri hendi lamaða, get ég þó eldað mat þótt slíkt sé ekki auðvelt, enda starfaði ég á sínum tíma sem kokkur á sjó, þá er það alltaf jafnt ömurlegt að setjast einn til borðs á aðfangadagskvöldi og þótt ég kveiki á einu kerti nær það ekki til að birta til í mínum huga.  Yfir mig færist mikill einmannaleiki og ég spyr hvað hef ég gert af mér til vera dæmdur í slík örlög.  Eftir matinn og uppvaskið fer ég síðan og opna þá fáu jólapakka sem ég hef fengið og ekki eru þeir undir neinu jólatré, því slíkt set ég aldrei upp eftir að ég varð einn og ekkert skraut sem minna á jólin og í huganum rifjast upp þegar ég var giftur og átti mína fjölskyldu og raunveruleg "Gleðileg Jól" síðan eru lesin jólakortin og ef ég hef fengið bók í jólagjöf þá er hún tekinn, farið í rúmið og lesið þar til ég sofna, næstu dagar fara síðan í sjónvarpsgláp og lestur í biblíunni og græt örlög mín.  Um áramót endurtekur svo sig sama sagan.  Desember er hjá mér einn versti tími ársins því allstaðar er maður minntur á jólin og gleðina sem ég get engan vegin fundið fyrir.  Er ég því þeirri stundu fegnastur þegar þetta er allt afstaðið of hið daglega líf tekur við aftur í janúar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Æ Kobbi minn! ( kallaði þig Kobba hér í denn manstu)  jólin geta verið alerfiðast tími ársins, því miður.  Hef sjálf mátt berja mig áfram til að halda jól vegna þunglyndios sem hertók mig eitt árið. Hefði ekki haldið jól nema af því að ég átti ungan dreng sem varð að fá sín jól :)

Hugsa til þín og sendi þér hlýja strauma. Hugsaðu vel um sjálfan þig.

Kær kveðja frá  gömlum granna og fyrrum meðdjammara hehehehe

þá var fjör á Bíldó

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.11.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er ekki mjög gleðileg lýsing á þínum desember og því er nú ver og miður, að ég veit að þú ert ekki einn í þessari aðstöðu....

Við verðum í Noregi um jólin hjá dóttir minni og fjölskyldu, en að mér heilum og lifandi skal verða hugsað til þín á jólum...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.11.2007 kl. 13:00

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Fátækt einangrar fólk sem þyggur lægstu laun og félagslegar bætur..ríks velgerðarkerfis okkar íslendinga...Stór hluti þjóðarinnar er fátækt fólk..Láglaunafólk, öryrkjar og aldraðir... Aldraðir hafa í áratugi verið einir af þeim lægstl aunuðustu sem eru orðnir svo fátækir og févana að þeir hvorki hafa efni á að gefa niðjum sínum litlar jólagjafir eða heimsækja þá á stórhátiðum..

Láglaunafólk má teljast heppið ef það á fyrir húsaleigu næsta mánaðar, en húsaleiga á Stór-Reykjavíkursvæðinu er orðin hærri en útborguð laun láglaunafólksins...Þá á eftir að kaupa í matinn... Félagslegar úrbætur í húsnæðismálunum virðast ekki vera í sjónmáli, þar sem um 800 einstaklingar eru á biðlista í Borginni.

Að eiga "Gleðileg Jól", er ekki sjálfsögð réttindi fátækra hérna á landi...Hvernig verða Jólin hjá þeim sem hafa ekkert húsaskjól...Vonandi að Jólin verði Rauð og hlýtt á landinu.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 19:38

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er alveg sammála þér Guðrún, það hafa það margir verra en ég, því ég á þó alla veganna heimili og "Gleðileg Jól" eru ekki sjálfsögð réttindi fátækra, en samt finnst mér þetta mikið óréttlæti en sjálfsagt á maður bara að vera auðmjúkur og þakka fyrir það litla sem maður hefur.  Kyssa á tær þeirra ríku og biðjast afsökunar á að vera til.

Jakob Falur Kristinsson, 27.11.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta reddast ! Þú verður kominn vestur áður en þú veist af og málið dautt.

Ísland þúsund ár !

Níels A. Ársælsson., 28.11.2007 kl. 01:12

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Það er sorglegt að lesa þetta, en svona er það að vera öryrki. Við fórum í dag að hitta Jóhönnu Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra með undirskriftarlista, þar sem við mótmælum kjörum öryrkja og aldraðra. Við hópurinn sem köllum okkur FJÖRYRKJAR höldum baráttunni áfam. Ég grét þegar ég las pistinn þinn.

Ég mun hugsa til þín og vona svo sannarlega að það rætist úr Jólahátíðinni hjá þér. Ég mun hvetja alla til að lesa þetta

Kveðja Ingunn 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.11.2007 kl. 16:52

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er ekki margt hægt að segja annað en

Ég vona og bið að þú fáir að hafa betri jól þetta árið. Ég mun hugsa til þín um aðventuna og jólin, vonandi að þú hafir stað til að vera á með góðu fólki yfir hátíðarnar.

Bestu kveðjur

Ragga  

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.11.2007 kl. 17:46

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Jakob. Mér var bent á pistlinn þinn. Þetta er erfitt þetta blessaða líf oft á tíðum. Þú átt samúð mína, erfitt að hafa ekki börnin sín hjá sér. VIð hjónin njótum mikils barnaláns og þó aðeins eitt þeirra komist ekki heim um jólin þá eru 6 önnur hér í nánd við okkur og 4 barnabörn.  VIð erum bæði öryrkjar og jólagjöfum og öðru er haldið í lágmarki til að geta gladda alla eitthvað. Þau eru reyndar ekki vön að mokað sé undir þau og kunna að njóta þess sem þau hafa.  Vona að desember verði bærilegur, ég hugsa til þín. Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 12:32

9 identicon

Kæri Jakob. Langt síðan ég skrifaði athugasemd hjá þér en hef annað slagið verið að lesa bloggið þitt og svo sá ég athugasemd frá þér hjá Höllu Rut eða Jenný. Þar talaðir þú um að þú gætir alveg þegið fáeina gullmola.  Mér fannst athugasemdin þín virkilega fyndið og gott að við getum gert að gamni okkar þó að fjárhagurinn sé lélegur og heilsan slæm.  Og svo allir fordómarnir og oft á tíðum finnst mér eins og fólk haldi að ég sé að ljúga til um veikindi. Ég las bloggið þitt núna og ég er bæði reið og sorgmædd. Hvers vegna í ósköpunum þarf þetta að vera svona í þessu góðærislandi. En góðærið hefur ekki bankað á dyr almúgans það er á hreinu og þess vegna getur fokið í mann þegar maður heyrir þetta kjaftæði aftur og aftur. Ég þarf að fara að skrifa þingmönnum aftur og skamma þá. Þeir hafa fengið smá frí frá mér. ég fór inná althingi.is og fann netföngin þeirra. Ég mun hugsa til þín. Sendi þér hlýjar kveðjur þvert yfir landið okkar en það gagnast samt lítið. Kær kveðja/Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði.

Rósa Aðalsteinsdóttir 1.12.2007 kl. 22:55

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 16:54

11 Smámynd: Linda

Sæll átakanleg skrif ég verð bara að fá að knúsa þig úr fjarlægði, ég veit að ég gæti verið á sama stað og þú, sakir þess að ég er öryrki, en móður mín og pabbi eru enn á lífi svo ég verð hjá þeim, annars væri ég sjálfsagt ein.  Guð blessi þig og varðveiti.

Linda, 12.12.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband