Jólin

Frá Vendome-torgini í París.

Miklar breytingar hafa orðið á jólahaldi Dana á undanförnum árum. Sífellt fleiri Danir velja að halda jól með óhefðbundnum hætti og er ástæðan m.a. sögð sú að jólin séu ekki lengur sá hápunktur hátíðar og veisluhalda sem þau hafi verið áður fyrr. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Bent er á að jólahaldið standi nú meira og minna yfir í allan desember og því finnist fólki það ekki missa af jólunum þótt það fari í burtu eða velji að gera eitthvað annað yfir sjálfa hátíðina.

Fram kemur í blaðinu Kristeligt Dagblad að það sé vinsæl nýjung að sækja námskeið yfir jólin. Þá bjóði nú mun fleiri en áður sig fram til sjálfboðaliðastarfa. Aðrir velji hins vegar að endurnæra sig einir með sjálfum sér og enn aðrir sæki í sólina í suðlægum löndum.

Else Marie Kofod, sérfræðingur í jólasiðum þjóðfræðistofnunarinnar Dansk Folkemindesamling, segir aðra ástæðu vera þá að fólk sé farið að endurskoða merkingu jólanna. Nú til dags hafi flestir efni á að kaupa sér og gefa sínum nánustu það sem þeir hafi þörf fyrir og því hafi hefðbundnar gjafir t.d. misst merkingu sína. Fólk leiti því annarra leiða til að finna og túlka anda jólanna

Samkvæmt heimildum blaðsins munu 1.000 Danir sækja námskeið yfir jóladagana. Þá munu 40.000 Danir halda jól á fjarlægum og framandi slóðum en 25% aukning hefur orðið á sölu ævintýraferða um jól frá því fyrir þremur til fjórum árum.

Er þetta ekki líka að ske á Íslandi, því sífellt fleiri íslendingar fara í svokallaðar jólaferðir hjá ferðaskrifstofunum og dveljast erlendis yfir jól of áramót.  Ég er nú svo íhaldssamur að ég tel ekki vera nein jól ef maður er ekki heima hjá sér.  Því heima er jú alltaf best.


mbl.is Andi jólanna endurskoðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband