Slæmt ástand

„Ég veit ekkert hvar sonur minn er núna, en ég veit að hann er í mjög slæmu ástandi og ég óttast að hann geri eitthvað hræðilegt af sér." Þetta segir móðir geðsjúklings sem tvisvar hefur framið ofbeldisverk í geðsturlunarástandi.

Þetta segir móðir geðsjúklings sem tvisvar hefur framið ofbeldisverk í geðsturlunarástandi. Í fyrra skiptið reif hana konu út úr bíl á Hringbraut og ók á brott. Þá réðst hann á gest á hóteli Hjálpræðishersins og gekk í skrokk á honum. Í gær rændi hann veski af vegfaranda, sem hefur kært málið til lögreglu.

„Hann er svo veikur. Hann heldur að allir séu að njósna um sig og ætli að ráða hann af dögum. Hver sem er getur orðið fyrir barðinu á honum þegar hann er í þessu sturlunarástandi," segir móðir hans. Maðurinn hefur ekki hlotið dóm fyrir árásirnar þar sem hann telst ósakhæfur, en hann greindist með geðklofa árið 2005. Hann byrjaði ungur að árum í fíkniefnaneyslu en hann er 26 ára.

Konan hefur um árabil reynt að finna syni sínum stað innan heilbrigðiskerfisins og vill að honum verði tryggð framtíðarlausn. "Ég hef þurft að berjast fyrir því að koma honum inn á geðdeildina hjá Landspítalanum, en þar hafa honum verið gefin lyf og svo sleppt. Hann hefur verið sendur á meðferðarheimili en þar er starfið svo ómarkvisst að eina verslunarmannahelgina var honum hleypt í helgarfrí. Hvernig er hægt að hleypa geðsjúklingi sem er fíkill í helgarfrí?" spyr móðir mannsins.

Er nem að aumingja konan spyrji spurninga.  Því þetta er ljótur blettur á okkar samfélagi og furðulegt að arðstandur fólks í svona tilfellum þurfi að berjast með kjafti og klóm til að fá viðunandi úræðiæði úr heilbrigðiskerfin fyrir svona sjúklinga, er hreinlega til skammar, og að gefa sjúkum fíkli á meðferðarheimili, helgarfrí er nú bara hlutur sem ég ekki skil.  Er ekki nýbúið að halda á lofti að Ísland sé nr. 1. á lista yfir þær þjóðir, sem allt er best og best að búa.  Saga þessarar konu sannar að sú fullyrðing að á Íslandi sé allt best, er röng.  En stundum er sagt "Að betra sé að veifa röngu tré, en öngvu."


mbl.is Óttast hvað sonur minn gerir næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Manni líður illa þegar maður les svona og minnir mann á að ekki eiga allir gleðileg jól en við verðum að reyna okkar besta og senda fólki sem á um sárt að binda góðar hugsanir, ég veit að góðar hugsanir gera ekki hlutina algóða aftur en þær geta ekki skaðað og kannski verður lífið aðeins bærilegra fyrir það fólk sem þær eru til litla stund.

Jakob minn ég óska þér gleðilegrar hátíðar og bestu þakkir fyrir árið sem er að líða.

Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt Jóhann, að manni líður illa að sjá svona fréttir.

Jakob Falur Kristinsson, 22.12.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei, það er ekki allt í lagi á Íslandi. Eigðu gleðileg jól

Hólmdís Hjartardóttir, 22.12.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband