FL CROUP

 Stór hlutur í FL Group skipti um eigendur í morgun. Um er að ræða hlut sem svarar til 5,6% af heildarhlutafé. Viðskiptin voru á genginu 9,50 og viðskiptaverðið var rúmir 7,2 milljarðar króna. Gengi bréfa FL Group er nú skráð 9,15 í Kauphöll Íslands. Ekki hefur borist tilkynning til kauphallarinnar um hverjir áttu þessi viðskipti.

Mikið verður maður nú ánægður þegar hægt verður að búa á frjálsum Vestfjörðum.  Endalega laus við allt þetta hlutabréfa rugl, þar sem verðlausir pappírar ganga kaupum og sölum fyrir stórfé.  Það kom svolítið skrýtið upp, á aðalfundi FL Croup, sem haldinn var fyrir stuttu.  En þar var upplýst að Hannes Smárason fyrrverandi forstjóri félagsins hefði átt inn hjá félaginu um síðustu áramót nokkra tugi milljóna vegna leigu til félagsins á einkaþotu sinni.  Hver ætli hafi nú verið farþeginn í þotunni?  Það mun hafa verið forstjóri FL Croup sem þá var maður sem heitir Hannes Smárason.  Einnig var upplýst á sama fund að Þorsteinn M. Jónsson kókframleiðandi og kóksali, hefði skuldað nokkra tugi milljón hjá FL Croup vegna ferða sinna á sömu einkaþotu.  Í þessum upplýsingum er eitthvað sem ekki passar saman, því að ef Hannes átti inni vegna einkaþotunnar, þá hlaut hann að hafa um leið verið eigandi hennar.  En fyrst að Þorsteinn var í skuld við FL Croup vegna sinna nota  á þessari sömu þotu þá hlýtur FL Croup að eiga þotuna.  Það kom einnig fram að Þorsteinn hefði greitt sína skuld í lok janúar og sú skýring gefin að það hefði ekki verið hægt að greiða þetta fyrir áramót, því þá hefði ekki verið tími til að skrifa reikning þann sem Þorsteinn átti að greiða.  Það er stórfurðulegt að þar sem stórnunnakostnaður FL Croup var ekki nema um sex miljarðar á sl. ári, skuli ekki hafa verið til starfsmaður, sem gat búið til einn reikning á Þorstein M. Jónsson, Kók-karl.  Þetta eru sko pappírskarlar, sem kunna til verka og velta sér upp úr ímynduðum milljónum í formi verðlausra pappíra.  Ég ætla að vona að þessir höfðingjar kunni að skrifa nafnið sitt, þótt þeir kunni ekki að búa til einn reikning.


mbl.is 5,6% hlutur í FL Group skiptir um eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn. Þú ert mikill dugnaðarforkur að skrifa. Mikið vildi ég hafa tærnar þar sem þú hefur hælana í skrifum.

Þetta er nú meira ruglliðið og tilhlökkun þegar við getum sagt bless við þá. Mögnuð setning hjá þér: "Mikið verður maður nú ánægður þegar hægt verður að búa á frjálsum Vestfjörðum."

Baráttukveðjur fyrir Fríríkinu á Vestfjörðum. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef nú verið að gera ýmislegt fleira en skrifa Rósa.  Ég er búinn að senda upplýsingar um BBV-samtökin til DV, Fréttablaðið og 24 stundir.  Á morgun ætla ég síðan að betla út fríar auglýsingar hjá RÚV-Sjónvarp og Stöð 2.

Jakob Falur Kristinsson, 13.3.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur. Ég er mjög hreinskilin manneskja og mörgum svíður þegar ég opna munninn sem er fyrir neðan nefið á mér  

ÉG ER MJÖG STOLT AF ÞÉR.

Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:53

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú óþarfi Rósa mín að vera stoltur af mér.  Ég er nú bara fatlaður öryrki eftir alvarlegt slys á sjó, þegar ég var starfandi vélstjóri.  En það sem ég tek mér fyrir hendur, það geri ég af fullri alvöru og hætti ekki fyrr en viðkomandi mál er í höfn.

Jakob Falur Kristinsson, 16.3.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jakob minn má til að setja smá ofaní þig, sko þú segir: ,,Ég er "bara",
fatlaður öryrki. Jakob þú ert öryrki eftir slys og getur ekkert að því gert, þú ert hörkuduglegur, vinnur að því sem þú villt að komi fram.
Ekki segja ég er bara fatlaður öryrki.
Fyrirgefðu stjórnsemina Jakob minn, en ég er víst bara svona.
Annars ætlaði ég að senda þér Páskakveðju og hafðu það sem best um þessa daga sem og alla aðra.

 Bunny Hatched Hatched HatchedKnús Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 10:15

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir þetta Milla mín, þetta var klaufalega orðað að segja bara fatlaður öryrki og það er ekkert að fyrirgefa og sjálfsagt að manni sé bent á svona mistök.  Ég er öryrki og fatlaður og skammast mín eekkert fyrir það.  Ég valdi ekki sjálfur að verða öryrki, þetta var slys og verður ekki breytt úr því sem komið er.  Hins vegar eru til stórir hópar í okkar þjóðfélag, sem telja að öryrkjar vilji það sjálfir og nenni ekki að vinna.  Það eina sem ég get í því gert er að vorkenna slíku fólki og glaður myndi ég skipta um hlutverk við hvern sem er, ef slíkt væri mögulegt.  Þrátt fyrir mína fötlun stunda ég mína vinnu sem bókari hjá togaraútgerð í Keflavík og gengur bara mjög vel.  En það þarf vissulega að hafa fyrir hlutunum, það þýðir ekkert að sitja bara heima og gera ekki neitt.  Ég sótti stöðugt um vinnu örugglega nokkur hundruð skipti en var alltaf hafnað vegna minnar fötlunar, en ALDREIdatt mér í hug að gefast upp og loksins fékk ég þetta starf sem hentar mér mjög vel.

Jakob Falur Kristinsson, 21.3.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband