Þá hrundi allt

Nýleg lækkun á íslensku krónunni og fall flestra hlutabréfa hafa valdi miklum óróa á Íslandi, svo það er best að kljúfa sig frá því sem fyrst.  Í ljós hefur komið að Davíð Oddson hætti ekki í stjórnmálum, þótt hann settist í stól Seðlabanka Íslands.  Hann hefur leynt og ljós stjórnað með harðri hendi á bak við tjöldin og það nýjasta sem honum datt í hug er að þjóðnýta íslenska bankakerfið.  Þetta er sama aðferðarfræðin og Pútín Rússlandsforseti gerði.  Þar voru ríkisfyrirtæki fyrst einkavædd og svo þjóðnýtt á eftir.  Annað sem Davíð er að koma í gegn núna, er það, að ef hina íslensku banka vantar fjármagn, sem þeir hafa hingað til sótt erlendis, en nú verður allt að fara í gegnum Seðlabanka Íslands.  Það verður svolítið skrýtið að sjá á biðstofubekknum í Seðlabankanum, þá Björgólfsfeðga, yfirmenn Kaupþings, stjórn *Glitnis, ofl. að bíða eftir að Davíð skammti þeim lausafé.  Öll útrás hins íslenska fjármálakerfis verður slátrað með einu pennastriki, sem Davíð Oddson dregur.  Við förum 40-50 ár aftur í tímann.  Ekki veit ég hvort þeir Davíð og Pútín eru miklir vinir eða frændur, en vinnubrögðin eru þau sömu.  Það má vissulega segja að bankarnir hafi farið of geyst í útlánum til einstaklinga og ekki gætt nógu vel af því hvort viðkomandi gæti greitt öll lánin til baka.  Ef maður fer inn á heimasíðu Glitnis-Fjármögnunar er svipað og fara inn á ebay-síðunna.  Þar er nú til sölu allt frá reiðhjólum og upp í einkaþotur og allt þar á milli.  Þetta eru allt hlutir sem Glitnir-Fjármögnun hefur tekið upp í skuldir sinna viðskiptavina.  Það virðist hafa verið hægt að fá lán út á hvað sem er.  Svo ræður fólk ekkert við að greiða af þessu og þess vegna er þessi útsala núna.

Nú er mælirinn fullur og komið nóg af allri vitleysunni og ekkert að bíða lengur með að stofna Frí-ríkið Vestfirðir, svo geta þeir sem eftir verað á fastalandinu dansað eftir því hvað Davíð og Pútín þóknast í hvert sinn.  Við verðum frjáls í okkar ríki og fylgjumst brosandi með allri vitleysunni á Íslandi. Og þar sem Vestfirðir verða svo auðug þjóð munum við getað hjálpað íslensku bönkunum undan oki Davíðs Oddsonar og félaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn. Ég er alveg sammála að það er komið nóg. Ég hef aldrei getað þolað framkomu Davíðs. Hann var algjör einræðisherra.

Svo finnst mér fáránlegt að uppgjafa ráðherrar og þingmenn séu gerðir að bankastjórum í Seðlabankanum. Þessir menn hafa kannski aldrei verið að vinna í fjármálageiranum beint, heldur látið undirmenn sína sjá um rekstur ráðuneyta sinna. Ég vil sjá vel menntað fólk í viðskiptum og fjármálum til að gegna þessum embættum.

Ein pirrar það mig þegar uppgjafa ráðherrar og þingmenn fá sendiráðsstöðu. Þá þiggja þeir laun þar sem þeir hafa lokið störfum sem þingmenn, biðlaun og þá sama tíma er mulið undir sendiherrana með góðum launum og allskyns bitlingum.

Og fyrst ég fór nú að tala um sendiráð. Ætli Ingibjörg með slæðuna láti byggja sendiráð í Afganistan og eins í Gíneu???

Það er komið nóg af ranglæti.

það er komið nóg af spillingu og eyðslu fjármála þjóðarinnar í snobb fyrir einhverja útvalda menn að þeirra áliti.

Baráttukveðjur fyrir Frí-ríkinu á Vestfjörðum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband