Vestfirðir

Ég hef lítið hugsað um annað undanfarið en að sjá Vestfirði, sem sjálfstætt ríki.  Þetta þarf auðvitað að undirbúa vel og gera enga vitleysu.  Ég hef undanfarið verið í sambandi við marga erlenda aðila, sem eru tilbúnir að taka þátt í að byggja Vestfirði upp og koma með fjöldan allan af störfum og miljarða í peningum.  Ég hef reynt að svara öllum þessum aðilum eftir bestu getu, en það er takmarkað hvað einn maður kemst yfir í sínum frítíma.

Nú verðum við að fara að huga að því að stofna BBV-Samtökin og setja mikinn kraft í þetta verkefni og gefa ekkert eftir.  Við þurfum að láta undirskriftalista berast um Vestfirði og ná nokkur þúsund manns í samtökin bæði á Vestfjörðum of líka alla þá sem vilja styðja málið.  Rósa á Vopnafirði kom með þá hugmynd að setja svona lista upp hér á blogginu og væri það mjög gott.  En ég verð að viðurkenna að ég kann það ekki og vona að einhver geti leyst það vandamál fyrir okkur.

Við þurfum líka að safna peningum til að geta ráðið þjóðréttarfræðing í vinnu til að undirbúa þetta og líka mann til að sjá um samskiptin við hina erlendu aðila og opna skrifstofu og hafa blaðafulltrúa ofl.

Við verðum að vera búinn með alla okkar heimavinnu ekki seinna en þegar Alþingi kemur sama í haust og þá látum við höggin dynja á þingmönnum og ráðherrum og sjálfstæðir Vestfirðir verða að veruleika ekki seinna en næsta sumar.

Nú sýnum við hvað í okkur býr og við getum ef við stöndum saman og við skulum aldrei efast.  Bara stefna í eina átt sem er að skapa

Frírikið Vestfirði.

Og áfram nú.....................................................................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband