Kjaftæði

Nú hafa sumir á Vestfjörðum lagst svo lágt að kalla okkur sem erum í undirbúningshópnum dópista og frá okkur komi ekkert nema draumórar og við sitjum og dópum og höfum það næs.  Nú er það svo að í hópnum eru undirritaður sem bý í Sandgerði, Rósa býr á Vopnafirði og Ásthildur býr á Ísafirði.  Hvað á svona málflutningur að þýða? og hvaða tilgangi á hann að þjóna?  Ég veit ekki betur en að við þrjú höfum lagt á okkur mikla vinnu til að efla Vestfirði og fáum síðan svona kveðjur frá Vestfjörðum.

Er vonleysið og uppgjöfin orðin svo mikil að fólk trúir því ekki lengur að hægt sé að breyta núverandi ástandi á Vestfjörðum.

Ég segi bar við þetta fólk "Þið ættuð að skammast ykkar" ef þið kunnið það og hætta svona kjaftæði.

Og ég spyr á móti hver andskotann tók sá aðili inn af vímuefnum, sem lét sér detta í hug að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum?.  Það hefur verið góður skammtur og miðað við viðbrögð Vestfirðinga hefur hann gefið nokkuð mörgum að smakka með sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Þetta passar nú ekki. Ég t.d. er bindindiskona og hef alltaf verið.  Það er nú ekki hægt annað en að hlægja af þessu manni sem skrifar svona.

Baráttukveðjur/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hver var að skrifa þetta?
Annars er alltaf best að elta ekki ólar við vitleysuna, þetta eru bara hálfvitar sem blogga svona rugl.
                                     Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki séð þetta, en bara hlæ að svona kjánaskap, eða á maður að segja rökþrotum.  Ef þú hefur ekkert á andstæðingin reyndu þá að ata hann auri.  Baráttukveðjur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er þér sammála Milla að það tekur því ekki að ergja sig á svona rugli og Ásthildur þetta var skrifað sem athugasemd við fréttina um BBV-Samtökin og birtist í BB fyrir stuttu.

Jakob Falur Kristinsson, 2.4.2008 kl. 17:37

5 identicon

Mér finnst svona skrif,

 JA, Á MAÐUR AÐ KALLAÐ ÞETTA SKRIF,   nei púðurreyk.

þetta er svona nokkurs konar" BOOMERANG".

Þórarinn Þ Gíslason 3.4.2008 kl. 05:50

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ein af kenningu Hitlers var sú að ef lygin yrði sögð nógu oft, þá breyttist hún í sannleika.  En hver kærir sig um að lifa í dag eftir hans speki og kenningum?

Jakob Falur Kristinsson, 3.4.2008 kl. 16:26

7 Smámynd: Halla Rut

Ef aðferðir sem notaðar eru í baráttu virka ekki þá þarf að reyna nýjar. Get ekki betur séð að þið séuð þau einu sem komið hafa með eitthvað nýtt í áratug. Gangi ykkur vel.

Halla Rut , 4.4.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er alveg rétt hjá ég Halla Rut.  Fyrir Vestfirði hefur ekki verið gert neitt svo áratugum skiptir og auðvitað hrekkur fólk við þegar við komum með okkar róttæku tillögur.  Samt átti ég nú frekar vona á að íbúar Vestfjarða tækju þessu fagnandi en það virðist vera búið að traðka svo mikið á þeim að þeir eru orðnir samdauna ástandinu og ef eitthvað á að gera er farið að gera grín að hlutunum og finna þeim allt til foráttu.  En að leggjast svona lágt til að viðhalda núverandi ástandi og bera upp á okkur vímuefnaneyslu er nú of mikið af því góða.

Jakob Falur Kristinsson, 12.4.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband