Laugardagur 4. nóvember 2006

Héðan úr Sandgerði er allt gott að frétta en veðrið hefur verið frekar leiðinlegt oft rok og rigning.  Í morgun þegar ég fór á fætur var hinsvegar ágætis veður, þurrt og logn en það verður víst ekki lengi því samkvæmt veðurspánni á að hvessa síðdegis og verða rok og mikil rigning allt að 25 metrar á sek.  Hinsvegar á að hægja á morgun og verða komið ágætisveður á mánudag.  Ég hef verið latur við að skrifa undanfarið og ekki kveikt á tölvunni dögum saman, nenni varla stundum að lesa dagblöðin, þetta er einhver leiði sem fylgir skammdeginu og ég losna ekki við.  Líka ákveðið sjokk eftir að ég missti vinnuna en þann 20.10. þegar ég var í vinnu hjá BM-ráðgjöf bað sú sem stjórnar þarna mig að tala við sig og tilkynnti mér að verkefnum væri að fækka og við sem væru búin að vera styðst yrðum látin hætta og vorum við fjögur sem hættum.   Ég á tíma hjá Snorra Ingimarssyni geðlæknir sem ég hef verið hjá 14.11. og vonandi hressir hann mig eitthvað upp.  Á mánudaginn á ég að mæta hjá Ragnari Jónssyni yfirtannlæknir TR og tekur hann þá úr alla saumana sem eftir eru í sambandi við tannviðgerðirnar en síðast þegar ég var hjá honum þurfti að skera upp meira af tannholdinu og var það vinstra meginn og er þá búið að skera og hreinsa báðum meginn.  Ég held svo áfram hjá Inga tannlæknir í Keflavík þann 14.11. og vonandi klárast þetta fyrir jól en nú er farið að styttast í þau.  Ég fór sl. laugardag í heimsókn á Landsspítalann til mömmu sem var flutt þangað.  Mér brá mikið þegar ég sá hana því hún var svo mikið veik, hrædd og kvíðin, var lítið hægt að tala við hana vegna þess að hún gerði lítið nema gráta.  Þar hitti ég bræður mína þá Ásgeir og Hadda, en Haddi átti að fara á sjó daginn eftir en hann er á togarunum Venus og áttu þeir að fara í Barentshafið og landa í Noregi og koma ekki heim fyrr en um jól.   Ég fór svo aftur í heimsókn til mömmu á miðvikudaginn og þá var hún miklu hressari og leið greinilega mun betur.  Helga systir var hjá henni þegar ég kom og var þá alveg hægt að ræða við hana og talaði hún mikið um að vonandi fengi hún fljótlega að fara aftur í Hveragerði.  Svo frétti ég í gær að hún hefði verið flutt á sjúkrahúsið á Selfossi sem ég tel nú ekki betra fyrir hana því þá verða miklu færri heimsóknir sem hún fær en vonandi hressist hún meira og getur farið heim.   En góðu fréttirnar eru þó þær að bindindið hjá mér gengur bara vel.  Ég get lifað ágætlega án áfengis og með sjúkraþjálfunni finn ég hvernig maður styrkist, en ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara unga konu sem leggur aðal áherslu á að þjálfa hendina og er ég farinn að geta rétt meira úr fingrunum og gengur betur að halda á hlutum í vinstri hendi.  Læt þetta duga að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband