Aumingja Sjálfstæðisflokkurinn

Nú virðist vera komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki verið í ríkisstjórn nema með flokki sem hann getur traðkað á og farið með eins og þeim sýnist.  Allt fram að þessu hefur samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn fengið á sig áföllin ef mistök hafa verið gerð og fylgi hrunið af viðkomandi flokki á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eykur sitt fylgi.  Þetta skeði í Viðreisnarstjórninni þar sem engu mátti muna að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út og síðan aftur í samstarfi við Framsókn 1995-2007, þar sem fylgið hrundi af Framsókn og litlu munaði að hann næði ekki manni á þing.  Nú sýna skoðanakannanir að fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar stöðugt á meðan samstarfsflokkurinn Samfylkingin bætir stöðugt við sig og á landsvísu eru þessir flokkar orðnir nánast jafn stórir og í Reykjavík er staðan þannig að ef kosið yrði núna þá fengi Samfylkingin hreinan meirihluta í borginni.

Hvað þessu veldur veit ég ekki, en Sjálfstæðismenn hljóta að hafa af þessu miklar áhyggjur.  Það virðist vera að flokkurinn geti ekki verið í ríkisstjórn nema geta alltaf valtað yfir samstarfsflokkinn og það er einmitt sem honum tekst ekki í dag.  Þótt ég sé ekki alltof hrifin af þessari ríkisstjórn verð ég að viðurkenna að  það er af hinu góða að komin sé flokkur sem getur skákað Sjálfstæðisflokknum.  Það er ekki eðlilegt lýðræði ef Sjálfstæðisflokkurinn verður of stór og er sjálfskipaður í ríkisstjórn eftir hverjar kosningar og geti alltaf valið hvern hann tekur með sér í samstarf.  Ég tala nú ekki um hryllinginn ef flokkurinn yrði það stór að hann fengi einn meirihluta.  Þá værum við að nálgast einræði og gætum gleymt lýðræðinu.  Því fagna ég þessari þróun sem er fylgisaukning Samfylkingar á kostnað Sjálfstæðisflokks.  Að vísu hafa sumir Sjálfstæðismenn verið með þá kenningu að fylgisaukning Samfylkingarinnar komi frá Vinstri Grænum.  Ef það er rétt þá vaknar sú spurning hvert fer allt það fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa?  Nei Sjálfstæðismenn verða að bíta í það súra epli að þeir eru að missa fylgi til Samfylkingarinnar og best fyrir flokkinn að viðurkenna það sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Jakob

Ég er auðvitað ekki sammála þér varðandi ummælin um Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar er skilgreining þín á fylgistapi Sjálfstæðisflokksins hárrétt og hef ég um margra mánaða skeið spáð þessu á heimasíðu minni. Auðvitað höfum við sjálfstæðismenn áhyggjur af þessu - skárra væri það nú!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Það er nú alveg tími til kominn að Sjálfstæðisflokkurinn fengi aðhald. Ég var að vona það þegar þessir flokkar færu saman í eina sæng að þeir mynd aðeins taka öfgaoddana af hvor öðrum en mér finnst samt Sjálfstæðisflokkurinn ennþá vaða yfir samstarfsflokk sinn en aftur á móti erum við öll að opna augun og ef ekkert almennilegt verður í boði í næstu kosningum held ég að margir skili auðu. Allavega eru margir búnir að fá upp í kok af allri þessari ósanngirni sem boðið er uppá

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.6.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Samstiilling eða öllu heldur ósamstilling þessarra stjórnmálaafla til handa landi og þjóð er birtingamynd tveggja flokka kerfis sem ekki virkar að mínu viti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 03:17

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veit ekki hvað er að en greinilega mun Sjálfstæðisflokkur fara illa út úr þessu stjórnarsamstarfi og þegar síðan bætist við allur vandræðagangurinn í borgarstjórn, er ekki von á góðu.

Jakob Falur Kristinsson, 29.6.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband