Listaháskóli

Vegfarendur skoða sýningu á tillögum að nýju húsi Listaháskólans. Allt er nú óvíst um byggingu nýs Listaháskóla við Laugaveg. Verðlaunatillaga um húsið rúmaðist ekki innan gildandi deiliskipulags, sem borgarstjóri og Magnús Skúlason, verðandi fulltrúi hans í skipulagsráði, vilja fylgja út í æsar til að varðveita 19. aldar götumynd Reykjavíkur.

Til hvers var verið að  láta arkitekta leggja mikla vinnu í að teikna nýjan Listaháskóla við Laugarveg ef aldrei var meiningin að hann yrði við þá götu.  Magnús Skúlason hefur látið út úr sér að nemendur við þennan skóla ættu ekkert erindi á Laugarveginn, því sú gata væri verslunargata, auk þess sé þessi bygging ljót.   Það vekur líka furðu að Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs, fullyrðir að komin sé lausn á þessu máli eftir fund hennar með stjórnendum skólans og byggingin verði við Laugarveg.  Nú verður Hanna Birna að éta þessi orð ofan í sig, því bæði Ólafur borgarstjóri og fulltrúi hans í Skipulagsráði hafa ákveðið annað, því auðvitað láta sjálfstæðismenn Ólaf kúga sig í þessu eins og öllu öðru.

Þetta eru líka svik Reykjavíkurborgar við þá arkitekta sem unnu að þessum tillögum.  Því það var efnt til samkeppni um nýja byggingu fyrir Listaháskólann og hann ætti að vera við Laugarveg og eftir því var unnið.  Það var ALDREI mynnst á að þessi bygging ætti að vera í 19. aldar stíl eða vera byggð annars staðar en við Laugarveg á svo kölluðum Frakkastígsreit.  Það er augljóst að arkitektar munu aldrei taka þátt aftur í að teikna hús fyrir Reykjavíkurborg eftir þessa reynslu.

Ólafur F, Magnússon hefur gefið út þá lýsingu á sinni persónu að hann sé manna heiðarlegastur og standi við allt sem hann segir.  Samt er það upplýst að mánuði áður en hann rak Ólöfu Valdimarsdóttur úr Skipulagsráði, var hann byrjaður að ræða við Magnús Skúlason um að Magnús tæki sæti Ólafar í Skipulagsráði.  Kann maðurinn ekki mun á réttu og röngu.  Nú er komin upp sú skrýtna staða að sjálfstæðismenn í borgarráði verða að kjósa Magnús í Skipulagsráð því Ólafur á þar ekki sæti eða fulltrúa.  Hann er aðeins varamaður í borgarráði og þá vaknar sú spurning varamaður hvers er Ólafur?

Ég ætla að vona að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vit á því að losa sig við þennan geðveika mann áður en meiri skaði hlýst af hans störfum í Reykjavík.  Það er komið nóg af allri hans vitleysu og rugli.


mbl.is Vaxandi óvissa um Listaháskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband