Flóttafólk

Palestínsku flóttafjölskyldurnar á Akranesi fengu á miðvikudag kærkomna gjöf frá félaginu Ísland-Palestína og Félagi múslima á Íslandi.

Á meðan þessir flóttafólk fær allt upp í hendurnar er verið að gera húsleit í flóttamannabúðunum í Njaðvík og af því fólki hirt öll vegabréf og allir peningar.  Hvað er eiginlega hér í gangi?  Er það ekki tákn um fyrirhyggju að sumt af þessu flóttafólki hafði með sér peninga til að byrja nýtt líf í nýju landi.

Hvað er síðan með líðan þess fólks á Akranesi sem er að bíða eftir félagslegu húsnæði og horfir á þetta flóttafólk fá allt upp í hendurnar frítt.  Ætli það fólk hafi tekið þátt í gleðilátunum á miðvikudaginn?


mbl.is Flóttafólkið fékk gervihnattadisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Má Palestínumannanna á Akranesi er annars eðlis en þeirra á Suðurnesjum, en ég er sammála þér að þau á Suðurnesjum ættu líka að fá lausn sinna mála.

Vésteinn Valgarðsson, 26.9.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Eini munurinn sem ég get séð er að annar hópurinn var boðið til landsins en hinir leituðu hingað sjálfir.  Flóttafólkið í Njarðvík er ekki að fara fram á að því verði útvegað húsnæði eða neitt annað frá ríkinu.  Það vill bara fá leyfi til að setjast hér að og fá að vinna og sjá um sig sjálft.

Jakob Falur Kristinsson, 26.9.2008 kl. 08:35

3 identicon

Það er til háborinnar skammar hvað málsmeðferð þeirra tekur langann tíma.

Það gerir engum manni gott að þurfa að dúsa og gera ekki neitt.  

Þessum málum á að taka á strax.

Arnar Geir Kárason 26.9.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er rétt, þau á Suðurnesjum komu sér hingað af eigin rammleik en hinum var veitt aðstoð við að komast hingað. Sá er munurinn. Það sem báðir hópar eiga sameiginlegt er að vera fólk, og það á að koma fram við þau eins og fólk.

Vésteinn Valgarðsson, 26.9.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála Vésteinn.

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband