Fáránlegt

Þegar ríkið tók yfir bankanna þrjá og sett voru neyðarlög á Alþingi, var Fjármálaeftirlitinu veitt mjög mikið vald.  Engar breytingar voru gerðar á mönnun þessarar stofnunar.  Nú sitja þar sömu menn og hafa yfirvald á öllu bankakerfi landsins og eiga að passa að allt sé gert rétt.  Þetta eru sömu menn og áttu að hafa eftirlit með bönkunum áður en gerðu ekki neitt heldur horfðu á bakakerfið þenjast út og verða stærra en 12 föld þjóðarframleiðsla Íslands.  Er nokkur ástæða til að ætla að þessir menn standi sig eitthvað betur í dag?  Ég held varla.  Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að flýta sínum landsfundi fram til lok janúar 2009.  Þetta er sagt vera gert til að auðvelda stefnumótun flokksins og sagt að yfir 1000 manns muni koma á þennan fund og þá fái rödd þjóðarinnar að heyrast og taka þátt í stefnumótun flokksins á breyttum tímum.  Þess má geta að á mótmælafundum á Austurvelli sl. laugardaga hafa mætt 5-8 þúsund manns.  Ekki er tekið mikið mark á þeim mótmælum og sagt að þetta sé ekki rödd þjóðarinnar.  Það er sem sagt álit forustu Sjálfstæðisflokksins að rödd þjóðarinnar komi bara frá fólki sem er með flokkskýrteini í þeim flokki.  Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni að fylgi þessa flokks er innan við 25% kjósenda og nokkuð víst að stór hluti þeirra 1000 sem mæta á landsfundin muni ekki kjósa flokkinn næst þegar kosið verður.  Svo er líka stór spurning hverjir hafa til þess vald að ákveða hvað sé rödd þjóðarinnar og hvað ekki.  Það mun ekki koma í ljós fyrr en að kosningar verða.  Ég tel ekki rétt að kjósa núna við þær aðstæður sem nú eru, en um leið og rofar til á ný verður að kjósa t.d. næsta vor.  Það er líka stórskrýtið að þeir aðilar sem mesta ábyrgð bera á að hafa komið okkur í þessi vandræði eigi núna að leiða það starf að koma okkur út úr þeim og þar á ég við stjórnendur Fjármálaeftirlitsins, bankastjórn Seðlabankans ofl.  Það vekur einnig furðu að með skilanefndunum sem voru skipaðaðar yfir hverjum banka þá starfar Lárus Welding fv. bankastjóri Glitnis með skilanefnd Glitnis og Sigurjón Árnason fv. bankastjóri Landsbankans, starfar með skilanefnd Landsbankans.  Í hinu nýja Kaupþing eru yfirmannsstöður að stórum hluta skipaðar sömu mönnum og var í gamla Kaupþingi og svipað mun víst vera í hinum bönkunum.  Sem sagt sama fólkið á að leiða starf hinna nýju banka og áttu þátt í hruni hinna gömlu.  Því er borið við að þetta hafi verið nauðsynlegt til að starfsemin héldist eðlileg og á sama tíma eru hundruðir vel menntaðs fólks að leita sér að vinnu.  Þannig að það hefði verið auðvelt að fá nýtt starfsfólk í þessa nýju banka án þess að sækja það til gömlu bankanna.  Það eru enginn ofurlaun í Glitnir í dag sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri en samt eru laun hennar 1.750 þúsund á mánuði og fyrir venjulegan launamann eru það ofurlaun, en siðblinda þess fólks sem starfaði í gömlu bönkunum er slík t.d. Birnu að þetta þykir ósköp eðlilegt, einnig þykir það ósköp eðlilegt að hlutabréfakaup Birnu Einarsdóttur í Glitnir fyrir 180 milljónir gufuðu upp og ekkert er gert nema að Fjármálaeftirlitið á að skoða það mál sérstaklega og allir vita nú hver verður niðurstaðan í þeirri skoðun.  Því hvernig á að vera hægt að skoða eitthverja pappíra um þessi kaup sem ekki eru til lengur.  Nei þetta er spilling og aftur spilling.  Og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband