Davíð Oddsson

Það gekk mikið á hjá Davíð Oddssyni í ræðu sem hann hélt á fundi hjá Viðskiptaráði í gær.  Þetta var eins og framboðsræða stjórnmálamanns.  Það var höggvið í allar áttir, hann fullyrti að hann hefði margoft varað ríkisstjórnina við að hætta væri á hruni bankanna, en ekkert hefði verið á hann hlustað.  Einnig gagnrýndi hann Fjármálaeftirlitið fyrir að hafa brugðist skyldu sinni.  Ríkisstjórnin fékk líka sinn skammt af skömmum og hann sagði að með því að taka Fjármálaeftirlitið frá Seðlabankanum hefði bankinn ekki haft nein tök á að grípa inní ástandið einnig ásakaði hann fjölmiðla um ástandið. 

Það var sem sagt öllum öðrum um að kenna en Seðlabankanum um hvernig komið er.  En Davíð var ekki að nefna að aðskilnaður Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins var ákveðin af honum sem forsætisráðherra á sínum tíma.  Einnig sleppti hann alveg að ræða um þá hluti sem Seðlabankinn getur beitt til að bankakerfið þenjist ekki svona mikið út, en það er aukinn bindiskylda bankanna hjá Seðlabankanum og einnig getur bankinn gert auknar kröfur um aukið lausafé bankanna.  Ég fer að halda að bankastjórar Seðlabankans tali ekkert saman því einn af stjórnarmönnum í Fjármálaeftirlitinu er einn af bankastjórum Seðlabankans.  Davíð nefndi ekki einu einasta orði um hvað væri fram undan, heldur skammaðist útí allt og alla.  Allir gerðu mistök nema Seðlabankinn og hann kallaði eftir erlendri rannsókn á viðbrögðum Seðlabankans við núverandi fjármálakreppu og sagði að ekki þyrfti að reka sig því ef slík rannsókn leiddi í ljós að ekki hafi verið brugðist rétt við, þá myndi hann hætta og ganga út.  Hann nefndi ekki heldur að það regluverk sem bankarnir störfuðu eftir var mótað af honum sjálfum á sínum tíma.

Ég held að Davíð þurfi ekki að bíða eftir neinni rannsókn, heldur geti bara farið að pakka saman strax og forða sér úr bankanum.  Því nú þurfa Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið að vinna mjög náið saman á næstu mánuðum og það verður ekki hægt meðan Davíð er í Seðlabankanum, því allt traust er farið og ræða hans í gær var sennilega síðasti naglinn í líkkistu Davíðs sem Seðlabankastjóra.

Annar held ég að þessi ræða hafi verið til þess að boða endurkomu Davíðs í stjórnmálin.  Því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok janúar á að móta stefnu flokksins í Evrópumálum og hugsanlega aðild að ESB en Davíð er harður andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og er hann líklega að  vona að flokkurinn klofni í kjölfar landsfundarins og þá komi hann til forustu í þeim armi sem ekki vill aðild að ESB en hvort einhverjir þingmenn þora að fylgja honum dreg ég í efa.  Einnig veit ég ekki hvar Davíð ætti að fá fylgi við nýjan flokk eftir allt sitt rugl og vitleysu.  Í öllum þeim óróleika sem nú skekur íslenskt samfélag er ekki ábætandi að fá einn vitleysingin í viðbót til að hræra í þeim málum.

Davíð Oddsson verður að átta sig á því að hans tími er liðinn bæði sem bankastjóri og stjórnmálamanns.  Fólk er búið að fá yfir sig nóg af þessari fígúru sem allt ætlar að bæta með lélegum bröndurum á neyðarstund.  Nei því miður Davíð þú ert búinn að gera nóg af þér í bili.  Og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Vit í þessu Jakob minn.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.11.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Ómar Ingi

Það er bara ekki rétt

Ómar Ingi, 19.11.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillingarliðið.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:47

4 Smámynd: egvania

Rétt er skítlegt eðli.

Kveðja Ásgerður.

egvania, 20.11.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við erum þátttakendur í grátbroslegu leikriti, komitrakideu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 20.11.2008 kl. 22:55

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Við erum búin að fá nóg af spillingu.

Nýtt fólk fyrir nýtt Ísland.

Guð veri með þér og þínum. 

Baráttukveðjur/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:27

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Burt með spillingarliðið.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.11.2008 kl. 17:16

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Nú er búið að biðja um að "skila" Geir í fjölmiðlum, getum við ekki bara "skilað" Dabba í leiðinni?

Sigríður Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband