Ný ríkisstjórn

Krafan um að núverandi ríkisstjórn segi af sér verður sífellt háværari og að gengið yrði til kosninga nú.  Forustumenn stjórnarflokkanna benda á að við núverandi aðstæður væru kosningar til þess eins að landið yrði stjórnlaust í nokkra mánuði og þær björgunaraðgerðir sem nú standa fyrir dyrum færu í uppnám.

Ég get verið sammála báðum þessum sjónarmiðum, því fólkið í landinu treystir ekki ríkisstjórninni til að leiða þjóðina út úr þeim erfiðleikum sem þessi stjórn hefur komið Íslandi í með sínu aðgerðarleysi undanfarin ár.  En það er hægt að skipta um ríkisstjórn án kosninga.  Þar á ég ekki við að núverandi stjórnarandstaða taki við, því hún er jafn ónýt og ríkisstjórnin og væri ekki líkleg til neinna stórræða af viti.  Það er mjög eðlilegt að fólk treysti ekki ríkisstjórninni til að leiða Ísland út úr þeim erfiðleikum sem þessi sama stjórn kom okkur í.  Því það er eins og Illugi Jökulsson sagði á útifundi í gær á Austurvelli, svipað og að fela morðingja rannsókn á sínu eigin morðmáli.

Nú á að kalla til okkar bestu sérfræðinga í efnahagsmálum og skipa utanþingsstjórn með þeim aðilum.  Þetta yrði nokkurskonar neyðarstjórn.  Einnig á að flytja Fjármálaeftirlitið aftur til Seðlabankans of skipta þar út öllum stjórnendum og fá í staðinn fagmenn sem hafa vit á stjórn peningamála.  Með þessu yrði komið til móts við kröfur fólksins í landinu án þess að hafa landið nánast stjórnlaust í nokkra mánuði vegna kosninga.  Jafnhliða yrði ákveðið að kjósa næsta vor eða næsta sumar.  Það er auðvitað erfitt fyrir utanþingsstjórn að koma lagabreytingum í gegn á Alþingi ef þingmenn vilja leggjast svo lágt að hindra störf hennar.  Þetta mætti leysa með því að aftengja Alþingi tímabundið og að utanþingsstjórnin heyrði beint undir forseta Íslands.  Slíka breytingu mætti fá samþykkta í þjóðaratkvæðisgreiðslu sem yrði strax í byrjun næsta árs.  Síðan þarf að taka til hendinni og byggja upp nýtt Ísland, sem sátt verður um.

Sjálfur er ég hrifinn af tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar að forsætisráðherra yrði kosin beinni kosningu og síðan veldi hann sér ráðherra, hvort þeir eru á þingi eður ei og tekin yrðu upp einmenningskjördæmi en til þess þarf breytingu á stjórnarskránni.  En til að missa ekki tíma mætti vel hugsa sér að völd núverandi forseta yrðu aukin.  Hann er jú kosinn beinni kosningu af þjóðinni og er í raun eini valdhafinn sem þjóðin valdi sjálf.  Í síðustu kosningum völdum við kjósendur ekki núverandi ríkisstjórn og þar sem skoðanakannanir sýna að aðeins 30% kjósenda styðja þessa stjórn verður hún að víkja.  Ef núverandi ríkisstjórn þrjóskast mikið lengur við, þá er hætt við að alvarlega sjóði upp úr og mótmælin verði mun alvarlegri en áður hefur skeð á Íslandi.

Mér fannst fundurinn í Háskólabíói mjög góður og sérstaklega fannst mér athyglisvert þegar Ingibjörg Sólrún sagði að ekki væri hægt að líta á að 1.500 manns sem voru á fundinum gætu talað í umboði þjóðarinnar.  En hvernig geta þá 63 þingmenn talað í umboði þjóðarinnar á Alþingi.  Nei þetta svar hennar var bara staðfesting á þeim hroka og eigingirni sem þessi ríkisstjórn hefur tamið sér og virðist ætla að sitja eins lengi og hægt er með allt niður um sig á flestum sviðum.  Þótt málpípa íhaldsins Agnes Bragadóttir vilji gera lítið úr þessum fundi í Morgunblaðinu í dag er það eina röddin sem styður alla þessa vitleysu og rugl.

Ég segi því ;  Burt með þessa ríkisstjórn og yfirstjórn Seðlabankans, því fyrr því betra og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband