Nýtt nafn

Nún er Þjóðskrá búin að afgreiða erindi mitt um að taka upp millinafn og frá og með 1. desember er ég skráður í Þjóðskrá undir nafninu Jakob Falur Kristinsson.  Mér varð það á sl. sumar að byrja að nota þetta nafn áður en Þjóðskrá hafði breytt því og urðu af því smá leiðindi.  En ég ætla að vona að þótt ég sé kominn með þetta nafn, þá fari fólk ekki að rugla mér sama við frænda minn sem heitir sama nafni en hann er Garðarsson en ég er Kristinsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu falur Jakob ?  Hvert er verðið ??

Arnar Geir Kárason 2.12.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Ómar Ingi

Falur það má nú gera grín að því nafni , en ekki það að nokkur ætti nú að gera slíkt

Ómar Ingi, 2.12.2008 kl. 19:37

3 identicon

Arnar Geir Kárason 2.12.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með þennan áfanga

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 01:34

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með nýja nafnið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:35

6 Smámynd: egvania

Jakob ég óska þér til hamingju með nafnið þitt mér finnst það fallegt.

Kveðja Ásgerður

egvania, 5.12.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Vona að þú sért ekki að plata okkur eins og síðast, you remember.

Ertu falur spyr Arnar Geir? Þá verður hann nú að skrifa pistill og segja okkur stelpunum frá því.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:54

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jakob. Þetta er fallegt nafn en samt skrýtið að fara að taka upp millinafn á miðjum aldri. Í minni sveit var stelpa sem sagði sjálf nafnið sitt þegar hún var skírð 8 eða 8 ára gömul. Ég ætla að heita Sigga litla og svo Sigríður þegar ég er orðin fullorðin og Sigga gamla þegar ég er orðin gömul. Þú átt kannski eftir að breyta í Jakob Svalur  þegar þú ferð á elliheimilið... ertu ekki bara að grínast annars. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.12.2008 kl. 09:52

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei ég er ekkert að grínast, Kolla og mér stendur alveg á sama þótt einhverjir hafi ánægju af því að gera grín að þessu nýja millinafni mínu.  Þeir sem það gera skulu bara njóta þeirrar ánægju sem það veitir þeim.  Mér er alveg sama um hvað hverjum og einu finnst um þetta nafn mitt.  Falur, sem var langafi minn var skipasmiður og bjó í Barðsvík á Hornströndum en seinna í Bolungarvík.  Þar sem ég er nú í viðræðum við Landbúnaðarráðuneytið  um leigu á jörðinni Barðsvík, þar sem ég ætla að byggja mér hús og flytja á jörðina og eiga þar heima, þá fannst mér upplagt að að taka upp millinafnið Falur.  Svo er skammstöfun á nafninu heimsfræg eða JFK.

Jakob Falur Kristinsson, 10.12.2008 kl. 11:04

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jakob Falur. Það hlaut að vera einhver skýring á þessu uppátæki þínu. Skammstöfunin er kunnugleg og var sá mikill leiðtogi og kvennamaður.  Kannski fylgir það  þessari skammstöfun . Svo þú ætlar að flytja vestur Einhverjum mun þykja það skrýtið. En til hamingju með nafngiftina og gangi þér vel fyrir vestan. Bestu kveðjur Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.12.2008 kl. 13:47

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég ætla að vona að skammstöfunin dugi mér eitthvað til að ná mér í konu, því það verður ekkert gaman að vera aleinn á Hornströndum um hávetur.

Jakob Falur Kristinsson, 10.12.2008 kl. 17:03

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég verð að viðurkenna það Jakob Falur að ekki gæti ég hugsað mér að dvelja á Hornströndum um hávetur, ekki þó ég hefði bæði Brad Pitt og Harrison Ford með mér en gangi þér vel í kvenmannsleitinni ágæti bloggfélagi. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.12.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband