Nú er lag til að innkalla kvótann

Talsmenn L.ÍÚ hafa fullyrt að ef ætti að innkalla allar veiðiheimildir væri verið að brjóta á fyrirtækjum því yfir 90% af öllum veiðiheimildum hafi núverandi handhafar þeirra þurft að kaupa af öðrum og efast ég ekki um að það sé rétt.  En veiðiheimildirnar voru ekki keyptar fyrir eigið fé heldur er mest allar þessar heimildi keyptar fyrir lánsfé hjá bönkum og eina veðið eru veiðiheimildirnar sjálfar.  Nú þegar þrír stærstu bankarnir eru komnir í eigu ríkisins og þar með öll kvótalánin, þá væri auðvelt fyrir ríkið að innkalla allar veiðiheimildir og afskrifa á móti lánin.  Þannig yrði enginn af núverandi handhöfum kvótans fyrir fjárhagslegu tjóni.  Til að bæta tjón ríkisins vegna afskrifta á lánum yrðu þessar veiðiheimildir leigðar út á hverju ári.  ALDREI  yrði aftur úthlutað varanlegum aflaheimildum á skip og þar sem við erum nú í miklum erfiðleikum með efnahagsmálin þá væri rétt að auka aflakvótann verulega og leigja síðan út þeim sem vildu.  Til að allir stæðu jafnt yrði leigan t.d. 10-20% af aflaverðmæti og skilyrði að allur afli yrði seldur á fiskmörkuðum, einnig yrði frysting út á sjó bönnuð til að skapa sem mesta atvinnu í landinu. Þannig yrði ríkið fljótt að fá til baka hin afskrifuðu lán og síðan yrðu þetta stöðugar tekjur í ríkissjóð á komandi árum sem myndu skipta hundruðum milljarða.  Með þessu yrðum við fljót að greiða niður allar þær lántökur sem við erum nú að taka vegna hruns bankanna og innan fárra ára yrði ríkissjóður skuldlaus á ný.  Með því að hafa leiguna sem hlutfall af aflaverðmæti yrði ekkert brottkast og ávinningur allra á að koma með allan afla að landi.  Einnig hefði Hafrannsóknarstofnun betri upplýsingar í höndunum við ákvörðun á heildarafla.  Þessi auðlynd okkar í hafinu er sameign þjóðarinnar og því á þjóðin að fá að njóta alls arðs af henni sem hún hefur ekki gert hingað til.  Einnig yrði miklu meiri skynsemi í stjórn veiðanna og þær gerðar á sem hagkvæmastan hátt.  Hvaða vit hefur t.d. verið í því að síldveiðiskip sem eru að veiða síld í Breiðafirði sigli alla leið austur á firði með aflann bara vegna þess að þar eiga handhafar síldarkvótans vinnslustöðvar.  En bæði á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum eru til fyrirtæki sem geta auðveldlega fryst alla þá síld sem er veidd í Breiðafirði.  Núverandi fyrirkomulag er bara bruðl á olíu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Mér finnst þú færa góð rök fyrir máli þínu.  Núverandi kvótadellu verður að ljúka. Hún er til skammar á allan hátt.  Skil ekki alveg hvers vegna þeir sem keyptu kvóta mega engu tapa.     Eru ekki fórnarlömb verðtryggingar og okurvaxta að tapa ALEIGUNNI sem þeir lögðu fram við húsnæðiskaup - og vel það,   - meðan útgerðir geta oft "bara" farið á hausinn án þess að eigendurnir missi allt sitt einkagóss?! Fræddu mig um þetta,  ef getur.

Hlédís, 10.12.2008 kl. 18:00

2 identicon

Þurfum ekki að innkalla kvótann því að ESB ófögnuðurinn nær honum sennilega fljótlega.

Gummi 10.12.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það þekkist ekki lengur eins og áður var að þeir sem fóru í útgerð legðu allar eigur sínar að veði og urðu að haga sér samkvæmt því.  Í dag eru það bara hlutafélög sem fara á hausinn en hluthafar tapa engu nema því sem þeir lögðu fram, sem oft er bara nafnið sitt og það glatast aldrei.

Jakob Falur Kristinsson, 10.12.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Hlédís

Rétt!    Nöfn fólksins eru ekki glötuð - og mannorðið virðist litlu skipta, sé hægt að raka til sín fé í löglegum kennitölu-"leik".

Hlédís, 11.12.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband