Ađ verđa ríkur af engu

Nú er mér loksins ađ takast ađ verđa milljarđamćringur og ţađ var auđvelt.

Ég á einkahlutafélagiđ Pétursvör ehf. sem er útgerđarfyrirtćki ţar sem eigiđ fé er kr: 500 ţúsund (Allt hlutaféđ).  Nú lagđi ég tölvuna mína inn í félagiđ fyrir 1 milljón, lyklaborđiđ fyrir kr 500 ţúsund, prentarann fyrir 500 ţúsund og varđ ţá eigiđ fé orđiđ 2,5 milljónir.  Síđan stofnađi ég einkahlutafélagiđ JFK ehf. međ hlutafé fyrir 500 ţúsund.  Ţá seldi Pétursvör JFK ehf. allan tölvubúnađinn fyrir kr. 4 milljónir og var ţá eigiđ fé ţess félags orđiđ kr. 4.500 ţúsund.  Ţá keypt ég eignirnar aftur af JFK ehf. fyrir 100 milljónir og seldi skömmu síđar allt aftur í félagiđ Pétursvör ehf. fyrir 200 milljónir, sem fljótlega seldi ţćr til JFK ehf. fyrir 500 milljónir.  Ţá gaf ég út skuldabréf fyrir einn milljarđ og lagđi inn í Pétursvör ehf. sem seldi bréfiđ til JFK ehf. fyrir tvo milljarđa.  Bréfiđ var síđan selt Pétursvör ehf. fyrir 5 milljarđa,  JFK ehf. seldi síđan bréfiđ aftur á 10 milljarđa til  félagsins Pétursvör ehf. og er eigiđ fé hjá Pétursvör orđiđ rúmir 12,5 milljarđur og eigiđ fé hjá JFK ehf. er kr. rúmir 5 milljarđar.  Síđan sameinađi ég bćđi félögin undir nafninu JFK ehf. sem er ţá međ kr. 14,5 milljarđa í eigiđ fé.  Áđur en allir stóru bankarnir hrundu var ţađ algild regla ađ lána félögum 6 falt eigiđ fé og ćtti ţví JFK ehf. möguleika á láni ađ fjárhćđ kr. 87 milljarđa.  Ég gćfi ţá út skuldabréf fyrir 100 milljarđa og leggiđ inn til JFK ehf. sem hefđi ţá getu til fjárfestinga í hinum ýmsu fyrirtćkjum fyrir rúma 200 milljarđa.  Ţađ eina sem skyggir á í ţessu hjá mér er ađ ef bankinn fćri eitthvađ ađ hrćra í ţessu.  Ţá vćri ég í raun í skuld viđ ţessi félög sem nemur skuldabréfunum eđa rúma 100 milljarđa og bankanum 87 milljarđa en samt ćtti ég hreina eign ađ fjárhćđ kr: 13 milljarđa í félaginu JFK ehf.  Ţetta er auđveldur bissness ef rétt er á málum haldiđ.


mbl.is Sterling-flétta FL Group og Fons
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćll og blessađur

Bara búinn ađ lćra af Útrásarvíkingunum. Ţetta var akkurat ţeirra ađferđ. Veđsetja pappíra og kaupa ný fyrirtćki sem voru bara til á pappírum og svo voru ţau veđsett og keypt fleiri og fleiri fyrirtćki.

Ţessu átti ţjóđin ađ lifa á. Ţađ var orđinn algjör óţarfi ađ veiđa fisk og flytja út. 

Gangi ţér vel nýmilljónamćringur.

Vertu Guđi falinn

Kćr kveđja/Rósa

Rósa Ađalsteinsdóttir, 15.12.2008 kl. 09:52

2 identicon

Ţetta stunduđu menn í gríđ og erg.  Áttu meira ađ segja bankana sem ađ lánuđu ţeim og fólk er fúllt út í ríkisstjórnina fyrir ađ klúđra málunum ???

Afhverju hefur engum dottiđ í hug ađ mótmála út á Arnarnesi eins og niđri á Austurvelli ?

Arnar Geir Kárason 15.12.2008 kl. 16:04

3 identicon

Vegna ţess ađ viđ héldum ađ ţađ vćri í verkahring ríkisstjórnar ađ sjá til ţess ađ varnirnar halda? Barnaleg stađhćfing Hr. Arnar.

Sigurđur Atlason 15.12.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

  Ţú ert efnilegur í útrásarbaróna hópinn. 

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 16.12.2008 kl. 01:01

5 identicon

Ţá er ţađ bara ađ gera upp viđ skattinn.

LAS 20.12.2008 kl. 17:52

6 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Ţetta er einmitt leikurinn sem var í gangi og nú virđist vera sem ađ ríkisstjórnin sé ađ láta sömu ađila fá nýja spilapeninga á okkar kostnađ.

Sigurjón Ţórđarson, 21.12.2008 kl. 15:31

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleđileg jól

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 14:06

8 Smámynd: Tiger

Innilegar óskir um gleđilega hátíđ. Megi guđ og gćfa fylgja ţér og ţínum um ókomna tíđ.

Tiger, 24.12.2008 kl. 22:26

9 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Guđ gefi ţér og ţínum Gleđileg Jól og farsćlt komandi ár.

Vertu Guđi falinn

Kćr kveđja/Rósa

Rósa Ađalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 01:30

10 Smámynd: Heiđur Helgadóttir

Kveđja

Heiđur Helgadóttir, 26.12.2008 kl. 21:08

11 Smámynd: Guđrún Jónína Eiríksdóttir

Gott ađ lćra  hvernig á ađ haga sér. Gleđilegt ár hafđu ţađ gott á komandi ári,.

Guđrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 02:05

12 Smámynd: Sigríđur Sigurđardóttir

  Ţetta er ljóta svínaríđi, ţessi "pappírsfyrirtćki", og verra ađ ţetta stunduđu menn grimmt.

  Nýjarskveđjur til ţín og ţinna.

Sigríđur Sigurđardóttir, 8.1.2009 kl. 08:48

13 Smámynd: egvania

Gleđilegt ár ţetta er einmitt ţađ sem mig vantađi, skelli mér á krafti út í ţetta ţakka ţér kćrlega fyrir.

Kveđja Ásgerđur

egvania, 13.1.2009 kl. 11:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband