Kastljós

Hann er ekki kjarklaus maður hann Davíð Oddsson að ætla í viðtal hjá Kastljósi í kvöld.  Ég verð að fylgjast með því viðtali.  Það er nokkuð víst að þar mun hann ausa skömmum og svívirðingum yfir marga, eins og honum einum er lagið.  En hvort það verður honum til einhvers framdráttar efast ég um.  Davíð er alltaf Davíð og verður aldrei annað.  Ég gæti alveg trúað að hann gæfi yfirlýsingu um að hann væri á leið í stjórnmálinn aftur bara til að ergja fólk, sem er búið að fá yfir sig nóg af þessum manni.
mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er ORÐLAUS!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 20:11

2 identicon

Davíð - þú skalt berjast áfram.  Þú átt greinilega meira erindi þarna inni en öll þessi stjórn sem nú situr!  Láttu ekki bugast!

Ég stend með þér og veit að það gera flestir sem ég hef rætt við.  Mun fleiri en styðja þessa ríkisstjórn.  Við skulum ekki láta óábyrgar netkannanir hrekja það... hvað þá eitthvað sem Baugur lætur framkvæma!

Freyr 24.2.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvaða vitleysinga hefur þú verið að ræða við Freyr sem standa með Davíð?

Jakob Falur Kristinsson, 24.2.2009 kl. 20:25

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Freyr má allavega vel ræða við mig og ég stend með Davíð, kannski ekki rétt orðað, en ég bara sé ekki hvað í ósköpunum maðurinn á að hafa gert rangt sem hann sýndi einmitt vel fram á í kvöld og hafði gögn til að sanna það. Hvernig hefur verið vegið að hans persónu og perónufriðar hans og hans fjölskyldu er með öllu væagst sagt ógeðfellt!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 24.2.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Verði ykkur að góðu Freyr og Elín.  Það sem hefur verið vegið að hans persónu er bara vegna þess hvernig maðurinn hefur látið.  Hann er búinn að vera við stjórn efnahagsmála á Íslandi í 18 ár og allt í rúst og komandi kynslóðir þurfa að moka burt skítnum eftir þennan mann.  Mín vegna getið þið hyllt hann og dýrkað eins og skurðgoð en ég geri það ekki.

Jakob Falur Kristinsson, 24.2.2009 kl. 20:36

6 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Já þú hefur væntanlega soltið þessi 18 ár, ekki að spyrja að því...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 24.2.2009 kl. 20:39

7 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Davíð Oddsson kom sterkur inn í Kastljósið í Kvöld og enn sterkari gekk hann frá borði að viðtalinu loknu. Svaraði af rökfest margtuggnum spurningum um bindisskylduna, stækkun gjaldeyrisforðans og þátt Seðlabankans í setningu hryðjuverkalaganna í Bretlandi. Davíð Oddsson er sannur sómamaður og stendur sig hetjulega í erfiðri stöðu sinni gegn voldugu bandalagi vinstri manna, krata og fjölmiðla.

Óttar Felix Hauksson, 24.2.2009 kl. 20:41

8 identicon

Sýnist þú vera einn um þína skoðun Jakob?!...

Freyr 24.2.2009 kl. 20:44

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Margrét ég hef ekki soltið þessi 18 ár en það er ekki Davíð að þakka.  Það má vel vera að ég sé einn um þessa skoðun Freyr en mér er alveg sama ég breyti henni ekki.  Hvaða volduga bandalag vinstri manna ert þú að tala um Óttar?  Er Davíð ekki bara að berjast við vindmyllur eins og einn frægur kappi gerði forðum.

Jakob Falur Kristinsson, 24.2.2009 kl. 20:53

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Allt sem fyrrum forsætisráðherra segir og gerir og núverandi seðlabankastjóri...er beint frá guði!

Er svo hissa að nokkrir (örfáir) íslendingar hafi ekki enn áttað sig á þessum STAÐREYNDUM!???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.2.2009 kl. 00:02

11 Smámynd: Gló Magnaða

Það er ekki hægt að blekkja mig með því að grenja. Er ekki svo einföld.

Gló Magnaða, 25.2.2009 kl. 00:20

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Miðað við viðtalið við Davíð Oddsson mætti ætla að hann væri Jesú Kristur endurborinn.  Þvílíkt kjaftæði og bull sem getur oltið út úr kjaftinum á einum manni og halda því fram að hann sé eini maðurinn á Íslandi sem fólk treystir og allt viti og muni alltaf vita.

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband