Borgarahreyfingin

Birgitta Jónsdóttir, efsti maður á lista... Birgitta Jónsdóttir, efsti maður á lista Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, mætti upp úr klukkan 10 í Hagaskóla til að greiða atkvæði.

Þótt ótrúlegt sé þá virðis þessari hreyfingu ætla að takast að fá 4 menn á þing og þá tekur alvaran við.

Einu sinni bauð fram í Alþingiskosningum, flokkur sem kallaði sig Sólskinsflokkurinn og hafði aðeins eitt mál á dagskrá sem var að hér á landi yrði sól og blíða alla daga ársins nema á jólum átti að vera snjór en samt logn.  Það munaði sáralitlu að sá flokkur næði mönnum inn á þing.  Nær allir sem voru í framboði fyrir þennan flokk voru nemendur í Háskóla Íslands.  Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að ræða í matarboði við einn af þessum frambjóðendum, sem þá var orðin virðulegur læknir í Reykjavík.  Hann sagði mér að þetta hefði allt verið gert í gríni og þeirra flokkur fékk sömu umfjöllum í fjölmiðlum eins og önnur framboð.  Læknirinn sagði mér að þegar farið var að telja atkvæðin og allt virtist stefna í að þeir næðu manni á þing.  Þá hefði gripið um sig mikil hræðsla innan hópsins, því auðvitað ætlaði engin þeirra að fara á þing.  Þetta var bara grín og sýnir okkur hvað hægt er að spila á kjósendur. 

Ég er ekki að fullyrða að Borgarahreyfingin sé eitthvað í ætt við Sólskinsflokkinn, en eitthvað er við þessa hreyfingu sem hrífur fólk.


mbl.is Birgitta kaus í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

við erum alla vega ekki að spila á eða með kjósendur svo mikið er víst:)

Birgitta Jónsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta "eitthvað sem hrífur", Jakbob, er stefnan og fólkið.

Þess vegna er það til marks um alvarlegan dómgreindarskort þinn og jafnvel skort á ýmsu öðru að skilja þetta ekki og meira að segja ganga svo langt að setja skoðanakönnun á bloggsíðu þína þar sem þú SLEPPIR því viljandi að hafa X-O sem valkost. Og hefur þú þó Ástþór þarna og Frjálslynda eins og ekkert sé. Hvað er að vinur - vildir þú fá fyrsta sæti hjá X-O en var hafnað?

Það er ekki fylgi við X-O sem er skrítið, heldur að fólk eins og þú skulir hafa fundið ástæðu til að hata hreyfinguna, sem þó hefur ekkert gert af sér annað en bjóða fram!

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 11:44

3 identicon

Þeir sem kjósa Borgarahreyfinguna kjósa með hjartanu og eru sáttir við hvernig þeir vörðu atkvæði sínu.

Þorsteinn Úlfar Björnsson 25.4.2009 kl. 12:59

4 identicon

Jóhann Gunnar 25.4.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband