Hættuleg forvitni

Það mun hafa verið um 1950 sem tveir aldraðir sjómenn á Neskaupsstað stunduðu grásleppuveiðar og lögðu net sín utarlega í Norðfjarðarflóa.  Þegar þeir voru að draga netin í einni veiðiferðinni kom í ljós að tundurdufl hafði flækst í netin, sá sem yngri var eða um 70 ára vildi endilega að þeir færu með duflið í land og opnuðu það til að sjá hvernig það liti út að innan.  Varð það úr að þeir settu enda í duflið eftir að hafa losað það úr netinu og lögðu af stað til Norðfjarðar.  Þegar þangað kom fóru þeir að einum löndunarkrananum fyrir smábáta og ætluðu að hífa duflið upp á pallbíl sem þeir áttu og fara með það í veiðarfærageymslu sína og opna duflið.  Við fyrstu sýn þótti þeim það ekki flókið aðeins þyrfti meitil og hamar til verksins.  Þegar þeir eru að baksa við að útbúa bönd til að hífa duflið, kemur lögreglan brunandi á bryggjuna og harðbannar þeim að hífa duflið upp á bílinn því ef það rækist einhversstaðar í gæti það sprungið.  Nú þyrfti að kalla til sprengjusérfræðing frá Gæslunni til að gera duflið óvirkt.  Þetta þótti nú gömlu mönnunum óþarfa hræðsla hjá lögreglunni og ákváðu að draga duflið yfir Norðfjörð og að eyri sem þar er og þar ætluðu þeir síðan að opna duflið og skoða innihaldið.  Duflið hafði nokkrum sinnum rekist utan í bátinn og ekkert skeð svo þeir töldu að ekkert væri að óttast.  Vonuðust þeir til að inn í duflinu gæti verið einhverjir nýtilegir hlutir.  Talsverð alda var á Norðfjarðarflóa þegar þeir lögðu af stað með duflið og þegar þeir nálguðust fyrirhugaðan áfangastað slitnaði endinn sem bundin var í duflið og þrátt fyrir margar tilraunir til að koma endanum á duflið á ný tókst það ekki og rak duflið því upp í grýtta fjöruna og veltist þar um í stórgrýti.  Eftir smá stund varð þessi rosalega sprenging og svo mikil að hús í Neskaupsstað nötruðu og margar rúður brotnuðu.  Einnig kom lítilsháttar flóðbylgja á bát þeirra félaga og varð þeim þá að orði; "Að sennilega hefði lögreglan haft rétt fyrir sér og þetta hefði verið stórhættulegur andskoti þetta dufl."  Flýttu þeir félaga sér því í land og hugsuðu ekki meira um tundurduflið að sinni.  En samt sat það í þeim talsverð kergja að hafa ekki getað opnað duflið og vonuðu að fá aftur annað dul í netin en ekki varð þeim að þeirri ósk sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband