Kennitöluflakk

Á næsta hluthafafundi Eimskipafélags Íslands, sem verður haldinn 8. september nk., verður lagt til að breyta nafni félagsins í A1988 hf. Þetta er tillaga stjórnar félagsins.

Þetta mun vera liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem í raun er gjaldþrota, en fékk samþykkta nauðasamninga.  Fyrst hét félagið Atlanta, en síðan var nafninu breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands og síðar í Eimskipafélag Íslands ehf. og um tíma hét það L1003 og nú er framtíðarnafnið fundið og það verður A1988

A1988 er glæsilegt nafn á fyrrum óskabarni þjóðarinnar.


mbl.is Nafni Eimskips verði breytt í A1988
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega er gaman að sjá hversu margir bloggarar lesa bara fyrirsögn fréttar og blogga svo án þess að lesa sjálfa greinina.

Þar kemur glöggt í ljós að Eimskip (skipareksturinn) er ekki að fara að skipta um nafn. það er bara Hf Eimskipafélag Íslands (eignarhaldsfélagið) sem er að skipta um nafn áður en það fer í gjaldþrot.

En þú varðst sem sagt að lesa greinina til að sjá það.

Sigvaldi Eggertsson 1.9.2009 kl. 18:35

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Fúlt hvernig er búið að spila spilunum síðustu árin í fyrirtækjum sem voru þokkalega stæð fyrir örfáum árum.

Hörður Halldórsson, 1.9.2009 kl. 19:18

3 identicon

Sæll Jakob - mig langar aðeins að gera smá athugasemd við færslu Sigvalda hér að ofan.

Í greininni segir

"Hluthafafundur Hf. Eimskipafélags Íslands haldinn 8. september 2009 staðfestir heimild til stjórnar um að framselja allar eigur félagsins til skiparekstrar til Eimskip Ísland ehf. og hækka þannig hlutafé þess félags og fá sem gagngjald hluti í Eimskip Ísland ehf.

Þetta segir mér að eignahaldsfélagið sé að koma undan eignum áður en það fer í gjaldþrot og skilji eingöngu eftir skuldir sem væntanlega fellur fyrir rest á almenning.

 "Jafnframt staðfestir fundurinn heimild til stjórnar félagsins að framselja framangreinda hluti í Eimskip Ísland ehf., ásamt öllum öðrum eignum félagsins að frátöldum 51% hlut í Eimskip Tango ehf., til félagsins L1003 ehf. gegn afhendingu hluta í L1003 ehf."

 þarna sýnist mér vera á ferðinni gjörningur til að koma eignunum ennþá lengra í burtu frá skattmann.

"Í samningum sem gerðir voru í tengslum við nauðasamningsfrumvarp félagsins var gert ráð fyrir að skiparekstur félagsins yrði færður til nýs félags, L1003 ehf. (sem síðar mun fá nafnið Eimskipafélag Íslands ehf.)."

Semsagt eignirnar sem voru upphaflega færðar úr Eimskipafélagi Íslands, hafa farið í ferðalag til tveggja fyrirtækja, en upphaflega fyrirtækið er bara skírt uppá nýtt (A 1988) og á bara skuldir, er sett í þrot.

Ég held að ég sé alveg sammála þér Jakob - ef þetta er ekki kennitöluflakk, þá veit ég ekki hvað kennitöluflakk er.

góðar stundir

Eyþór Örn Óskarsson 1.9.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sigvaldi ég las alla greinina áður en ég skrifaði um þetta kennitöluflakk, sem virðist eins og Eyþór bendir réttilega á er bara gert til að koma eignum undan og skilja eftir skuldir í gamla félaginu.

Jakob Falur Kristinsson, 2.9.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband