Lúkas

Fyrsta málið vegna hins svokallaða Lúkasarmáls verður þingfest fyrir héraðsdómi í næstu viku. Málið kom upp 2007 en þá var rétt rúmlega tvítugum pilti hótað öllu illu á netinu en hann lá undir grun um að hafa misþyrmt til dauða hundinum Lúkasi. Hundurinn fannst á lífi stuttu eftir fjölmennar minningarathafnir á Akureyri og í Reykjavík.

Það gekk mikið á vegna þessa hunds á sínum tíma og tvítugum pilti á Akureyri var kennt um að hafa drepið hundinn.  *Nú hefur pilturinn boðið um 50 aðilum, sem sendu honum tölvupóst með hótunum, sátt í málinu, en ekki munu allir hafa þegið það og þess vegna fer hann í mál við hina til að hreinsa mannorð sitt.


mbl.is Lúkasarmálið fer senn fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta dæmi er gott kennsluefni fyrir bloggara og aðra sem viðra skoðanir opinberlega. Að vera varkár og athuga málin vandlega áður en þeir grípa til stóru orðanna. Þekki að minnsta kosti einn mann sem ég hef talið vera góðan og grandvarann sem hljóp á sig í þessu máli. Honum leið eflaust ekki vel þegar sannleikurinn kom í ljós.

Húnbogi Valsson 18.10.2009 kl. 08:31

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ég styð piltinn hundrað prósent.  Þetta er kennslubókardæmi þar sem menn standa á kassa og ausa skömmum og fúkyrðum yfir menn.   Vissulega geta menn orðið á og haft menn fyrir rangri sök, en þeir eiga að vera menn til þess að biðjast afsökunar.  Þeir sem það ekki gera, eru mannleysur sem mér er til efst að ættu að hafa málfrelsi, eins og það eru mikilvæg réttindi í frjálsu ríki.  

Ég dáist að piltinum að ganga þetta mál til enda, og vona að dómararnir taki rétt á þessu máli.

Kristinn Sigurjónsson, 18.10.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er auðvitað mikilvægt að pilturinn fái mannorð sitt hreinsað af öllu  þessu kjaftæði og hótunum , sem yfir hann dundu á sínum tíma.  Það getur öllum orðið á og ég hef lent í slíku.  En þá biðst maður afsökunar á slíku.  Eins og ég gerði í sambandi við eldsvoða í Vestmannaeyjum.

Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Á eftir eru þá menn að meiru.

Kristinn Sigurjónsson, 18.10.2009 kl. 13:33

5 identicon

Vandamálið er, að sumir trúðu bullinu. Fólk er of auðtrúa og finnst mér það vera nokkuð áberandi vandamál í málum sem eru í umræðunni og fréttunum núna.

Húnbogi Valsson 18.10.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband