Könnun Viðskiptablaðsins

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri, var nefndur oftast þegar spurt var um það í könnun, sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið hver ætti að leiða Íslendinga út úr efnahagskreppunni. Næstflestir nefndu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og í þriðja sæti kom Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Þessi könnun er rugl.  Af tæplega 1000 sem spurðir voru svöruðu 630 manns og af þessum 630 manns sögðu flesti eða 25 telja Davíð hæfastan.  Reikna þeir sem stóðu að þessari könnun að 25 manns tali fyrir alla íslensku þjóðina.  Davíð Oddsson er hættur í stjórnmálum og kemur vonandi aldrei nálægt þeim aftur á meðan ég lifi.


mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúleg fölsun og staðreyndabull.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Er ekki verið að tala um 25% o.s.f.v Jakob?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.10.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú Sigurbjörg það er verið að tala um 25% af 630 manns, en það er sama að þetta er mjög lítill fjöldi miða við alla íslenska kjósendur.

Jakob Falur Kristinsson, 29.10.2009 kl. 10:08

4 Smámynd: Bjarni Benedikt Gunnarsson

Ég veit ekki hvort þið þekkið það, en það er nú þannig að yfirgnæfandi meirihluti kannana sem framkæmdur er hefur færri en 1000 viðmælendur, og svörun uppá 65% er mjög algeng, semsagt ca 650manns. Og það er talsvert mikið rannsakað, að svarhópur stærri en 600 manns gefur nokkuð raunsanna mynd af þeirri heild sem verið er að kanna, sé hópurinn rétt valinn með tilliti til þjóðfélagshópa. Ef hann er það, skiptir ekki máli hvort að heildin er 2000 manns eða 20 milljónir, 600 manna úrtak gefur góða mynd.

Ef þessi niðurstaða fer í taugarnar á ykkur, þá það, en þá vænti ég þess að þið séuð jafn efins um niðurstöður annara kannana þessa fyrirtækis.

Bjarni Benedikt Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 11:00

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvaða aðili hefur rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að einmitt þetta atriði 1.000 manns með svarhlutfall 65% væri hinn stóri sannleikur.

Jakob Falur Kristinsson, 31.10.2009 kl. 08:39

6 Smámynd: Landfari

Það er "Ótrúleg fölsun og staðreyndabull" hjá þér að segja að aðeins 25 manns úr þessari könnun hafi nefnt Davíð. 25% af 650 er ekki 25. Það ættir þú með þína menntun að vita og ekki reyna að bera svona bull á borð fyrir aðra, jafnvel þó þú viljir helst trúa því sjálfur.

Eins og bent hefur verið á hér að ofan þá eru flestar skoðanakannanir gerðar svona og ég hef ekki séð þig gagnrýna framkvæmd þeirra hingað til, sennilega af því þér hefur fallið niðurstaðan betur í geð. Þó þú og fleiri séuð ósammála niðurstöðunni í þessari könnun þá er hún engu að síður staðreynd.

Hún er líka samhljóða annari könnun þar sem fólk var beðið um að nefna einhvern sem sameiningartán þjóðarinnar. Þar varð Davíð efstur ásamt Vigdísi þó langflestir gætu engan nefnt. Forsetinn var með innan við 1 % í þeirri könun en bæði Dabbi og Vigga með meira fjórfalt fylgi miðað við hann.

Landfari, 8.11.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband