Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hrefnuveiðar

Nú birta sérfræðingar hjá Hafrannsóknastofnun niðurstöður um talningu á fjölda hrefnu.  Þar kemur fram að við Ísland eru um 60.000 hrefnur sem éta um 140.000 tonn af þorski eða 10 þúsund tonnum meira en útgefið aflamark er á þessu ári í þorski, sem þýðir að hver hrefna er að éta um 2,5 tonn af þorski á ári.  Ef tekið er allt Norður-Atlandshafið er fjöldin áætlaður 184.000 hrefnur og talið að sá fjöldi éti árlega um 2 milljónir tonna af sjávarfangi á ári.  Í þessum er ekki tekið með allt það sem hvalurinn étur af fæðu sem annars stæðu okkar fisktegundum til boða.

Hvað lengi ætlum við að horfa á þessar skepnur éti okkur út á gaddinn.  Þótt leyfðar hafi verið veiðar á hrefnu, eru þær svo smáar í sniðum að þær skipta varla máli.  Ef við erum í raun að meina það að við viljum byggja okkar upp okkar fiskistofna verðum við að taka á þessu vandamáli og stórauka veiðar á hrefnu og öðrum hvalategundum og ekki vera að velta fyrir okkur hvort hægt sé að selja afurðirnar, það skipti ekki máli.  Við gætum alla veganna gefið hungruðu fólki í Afríku kjötið af þessum skepnum.  Ríkið ætti að styrkja þessar hvalveiðar myndarlega í þeim tilgangi að vernda okkar fiskistofna.  Eins og staðan er í dag skipta okkar þorskveiðar engu máli því bara hrefnan étur meira af þorski en við veiðum.  Skjóta á allar þessar hvalategundir bara til að fækka þeim og hætta öllu kjaftæði um markaði fyrir hvalkjöt, þessar skepnur eru að ræna okkar dýrmætustu auðlind og hvað á að gera við þjófa og ræningja?  Auðvitað að stoppa þá af og í þessu tilfelli eru engin fangelsisúrræði til, heldu verður hreinlega að slátra þessum skepnum og það sem fyrst.  Ætlum við að horfa aðgerðarlaust á að hrefnur við Ísland éti meira af þorski árlega en við íslendingar teljum óhætt að veiða.  Og hvað skyldu svo þessar skepnur vera lengi að útrýma öllum þorskstofninum ef ekkert verður að gert?


Tíu litlir negrastrákar

Nú er allt að verða vitlaust út af endurútgáfu á þessari bók, sem lengi vel var vinsæl barnabók en hefur nú verið endurútgefin þar sem hún hefur ekki verið fáanleg um langt skeið.  Nú á þessi bók að vera stórhættuleg börnum og margir foreldrar hafa óskað eftir því að hún verði ekki lesin fyrir börn sín á leikskólum landsins.  Sumir vilja ganga svo langt að banna þessa bók.  Mér er með öllu óskiljanlegt hvað er athugavert við þessa bók núna.  Ég átti þessa bók sem barn og las hana oft án þess að bíða skaða af eða verða einhver kynþáttahatari.  Þetta er falleg saga um tíu litla negrastráka og fallega myndskreytt af listamanninum Mugg.  Auðvitað eru myndirnar í bókinni af svörtum strákum, væri ekki svolítið skrýtið ef myndirnar um negrastrákana væru af hvítum strákum.  Hvað er hættulegt við það að börn viti að allt fólk er ekki allt eins á litinn?  Flest allt fólk frá Afríku er svart og á þeim tíma sem sagan er skrifuð var svart fólk kallað negrar og er svo enn í dag.  Það eru ekki til hvítir negrar og þess vegna eru myndirnar í bókinni af svörtum strákum.  Hvað með söguna af Rauðhettu, þar sem úlfurinn át ömmuna er það falleg saga? Eða sagan um Mjallhvít og dvergana er ekki þar verið að gera lítið úr lávöxnu fólki?  Fleira mætti týna til og finna út úr hinum ýmsu barnabókum eitthvað sem gæti sært viðkvæmar sálir.  Við eru að ganga alltof langt í þessari viðkvæmni og sjálfskipaðir sérfræðingar telja sig hafa allan rétt á að segja hvað börn okkar mega lesa og hvað ekki.  Við eigum ekki að hlusta á þetta kjaftæði og halda áfram að lesa tíu litlu negrastrákanna fyrir börnin, þau verða ekki rasistar af því.  Það er þá eitthvað mikið að uppeldi barna hjá foreldrum sem ekki þora að lesa þessa fallegu sögu fyrir börn sín.  Svo að lokum eru ekki okkar ástsælu Íslendingasögur fullar af drápum og viðbjóði, ætti ekki að setja þær líka á bókarbrennuna miklu þegar við hreinsum til í okkar bókmenntum og menningu?

Umdeild Biblía

Það eru nú meiri lætin vegna útkomu hinnar nýju Biblíu.

Hvað varðar hina nýju biblíu og þýðingu hennar vil ég bara segja það, að ég hefði aldrei trúað því að til væru jafn margir bókstafstrúarmenn á Íslandi og nú virðist vera að koma í ljós.  Í Kastljósþætti fyrir stuttu ræddu þeir um þessa nýju biblíu, Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti og Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur.  Geir fann allt að þessari nýju biblíu og fullyrt að þetta væri í raun ekki þýðing, heldur væri um breytta Biblíu að ræða, horfið væri á mörgum stöðum frá hinum upprunalega frumtexta, sem á sínum tíma hefði verið höggvin í stein og ekki mætti breyta, en Hjörtur Magni var á þeirri skoðun að nú væri búið að færa margt til hins betra og auðveldara væri fyrir venjulegt fólk að lesa hana og skilja.  Ég er ekki mjög biblíufróður maður en hef eigi að síður mínar skoðanir og trú og hef nú þegar keypt mér þessa nýju biblíu.  Ég hef löngum vitað að séra Geir Waage væri alger sérvitringur, fordómafullur og löngu þekktur sem slíkur innan kirkjunnar og varð þess vegna ekki mjög hissa á hans skoðun sem fram komu í Kastljósþættinum.  En allt í einu bætist Geir liðsauki úr óvæntri átt og það frá manni sem ég hef talið vera fremur víðsýnan, en þar á ég við Illuga Jökulsson, rithöfund og blaðamann, en hann skrifar grein í blaðið 24 Stundir í gær sem hann kallar "Að breyta bók"  Í þessari grein er Illugi nánast að taka undir hvert orð Geirs Waage og veltir þar upp mörgum spurningum og svarar þeim síðan sjálfur.  Ekki skil ég hvað Illuga gengur til með þessum skrifum sínu og spyr vilja þeir félagar Geir Waage og Illugi að allt sé óbreytt og að við guðþjónustur í dag notuðu prestar ekki Biblíuna heldur frumtextann sem höggvin var í stein á sínum tíma og færi þá allar guðþjónustur fram á frummáli Biblíunnar, sem eru hebreska og gríska eða til einföldunar að notast við hina latnesku þýðingu frá árinu 400 og hafa þá allar Guðþjónustur á latínu?  Ætli Geir Waage yrði ekki fljótt þreyttur ef hann yrði að burðast með grjót við hverja guðþjónustu, því það verður hann að gera ef ekki má nota annað en frumtextann sem höggvin var í stein á sínum tíma.  Hvað varðar Illuga þá segir hann í inngangsorðum í sinni grein að hann hafi ekki komist til að skoða hina nýju útgáfu af Biblíunni af neinu viti en svo hrifinn virðist hann af málflutningi Geirs Waage að hann telur sig fullfæran um að gagnrýna þetta nýja verk.  Ég held að Illugi ætti að skoða þessa nýju Biblíu áður en hann skrifar meira um hana, ég er hræddur um að Illugi væri ekki ánægður að fá dóma á sín eigin ritstörf frá einhverjum sem aldrei hefði lesið hans  verk, aðeins heyrt einhverja vera að tala um þau. 

Síðasta útgáfan af biblíunni kom út 1912 og var þá mjög umdeild og af sumum kölluð "Heiðna biblían."  Að þessu sinni eru hinar svokölluðu apókrýfu bækur hafðar með en þær hafa ekki birts í íslenskum biblíuþýðingum frá því árið 1859.  Apókrúfu bækurnar urðu flestar til á síðustu tveimur öldum fyrir Krists burð og eru náskyldar yngri ritum Gamla testamentisins.  Elst íslensku biblíutextar, sem þekktir eru, eru varveittar í handritum frá 12. öld og segja má að frá þeim tíma hafi að mestu ríkt óslitin hefð í íslensku biblíumáli.

Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskáldssonar kom út í apríl 1540.  Þetta er elsta bók prentuð á íslensku sem hefur varðveist.  Biblían öll kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1584.  Hún er kennd við Guðbrand Þorláksson, biskup á Hólum, og er eitt mesta afrek í bókaútgáfu á Íslandi.  Hún var 17. prentun Biblíunnar í öllum heiminum, talið eftir þjóðtungum.  Árið 1728 kom önnur þýðing Biblíunnar sem Steinn biskup Jónsson annaðist.  Það varð ekki fyrr en með 5. útgáfunni árið 1813 sem Biblían varð almenningseign á Íslandi.  Allar útgáfurnar voru byggðar á útgáfu Guðbrands og Steins þótt ýmsar breytingar væru gerðar.

Með stofnun Hins íslenska biblíufélags 10. júlí 1815 urðu straumhvörf í útgáfu Biblíunnar á íslensku.  Hvatamaður að stofnun félagsins var skoskur maður, Ebenezer Hendriksson.  Með tilkomu Hins íslenska biblíufélags var farið að vinna að nýrri þýðingu Biblíunnar úr frummálunum, hebresku og grísku.  Hún kom út árið 1841 og var prentuð í Viðey.  Styttri tími leið þar til fjórða þýðing biblíunnar kom út árið 1866, prentuð í Lundúnum.  Árið 1908 gaf Biblíufélagið út nýja heildarþýðingu sem, vegna gagnrýni sem hún fékk, var endurbætt um 1912.  Þetta er sú Biblía sem notuð hefur verið fram til þessa dags, þó með þeirri breytingu að í útgáfunni frá 1981 birtist ný þýðing á guðspjöllunum og Postulasögunni, auk þess sem smávægilegar breytingar voru gerðar á öðrum ritum.

Í nokkrar aldir var Biblía Vesturlanda fyrst og fremst latneska Biblían.  Guðþjónustur fóru fram á latínu og lesið var úr Biblíunni á latínu.  Um 400 gekk Híerónímus frá endurskoðun gömlu latnesku þýðinganna með hliðsjón af frumtextanum.  Þýðing hans er enn notuð í rómversk-kaþólsku kirkjunni og þekkt undir nafninu Vúlgata.  Siðarbótarmaðurinn Marteinn Lúther þýddi Nýja testamentið úr frummálinu á þýsku 1522 og Gamla testamentið nokkru síðar.  Um 1600 hafði Biblían verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu og víðar.  Það má teljast þrekvirki að íslensk Biblía skyldi koma út á prenti aðeins um fimmtíu árum eftir að Lúther þýddi Biblíuna á þýsku.  Áhrif 16. aldar þýðinganna gætti í síðari biblíuþýðingum íslenskum og þeirra sér enn merki í nýju þýðingunni.

Biblían hefur algjöra sérstöðu í heimi bókmenntanna.  Engin bók hefur náð meiri útbreiðslu en hún og haft víðtæk áhrif á trú, sögu og menningu fjölmargra þjóða víða um heim.  Biblían er trúarbók um tveggja milljarða manna.  Skáld og rithöfundar, myndlistarmenn og tónlistarmenn, hafa sótt til hennar hugmyndir og túlkað boðskap hennar með list sinni og gera enn í dag.  Íslendingar og íslensk menning er þar engin undantekning.

Biblían er eitt rit í þeirri merkingu að hún er oftast bundin í eina bók milli tveggja spjalda.  Hinsvegar eru í henni mörg sjálfstæð rit sem hafa orðið til á löngum tíma af margvíslegu tilefni.  Á grísku merkir orðið BIBLÍA sama og BÆKUR.  Á latínu varð þetta síðan eintöluorð og þaðan höfum við orðið BIBLÍA sem merkir BÓK.  Yngsta rit Biblíunnar var skrifað um 100 e.Kr. og elstu ljóðin eru talin 1200-1300 árum eldri.  Biblían skiptist í tvo hluta, Gamla testamentið (ásamt apókrýfu bókunum) og Nýja testamentið.  Orðið testament merkir sáttmáli og mætti því kalla þessa tvo hluta Gamla sáttmála og Nýja sáttmála.

Gamla testamentið er safn helgirita Gyðinga.  Það var einnig heilög ritning Jesú og hinna fyrstu kristnu manna og er hluti af heilagri ritningu kirkjunnar á okkar dögum.  Nýja testamentið er safn rita sem kristin kirkja hefur bætt við helgisafn Gyðinga.  Saman mynda bæði testamentin helgiritasafn kristinna manna.

Geir Waage segist ekki ætla að nota þessa nýju útgáfu af Biblíunni við sitt helgihald heldur nota hina eldri sem hlýtur að vera sú sem var gefin út 1912 og kölluð "Heiðna Biblían".  Miðað við það sem ég hef ritað hér að ofan hafa margir komið að þýðingu Biblíunnar í gegnum aldirnar og hver gefur Geir Waage og Illuga Jökulssyni, þann rétt að geta fullyrt hver er hinn eini og sanni texti í hinu mesta helgiriti kristinna manna?  Ég sem kristinn maður tel mig hafa fullt leyfi til að ákveða sjálfur hvaða útgáfu af Biblíunni, ég kýs að lesa og þarf hvorki leiðbeiningar frá mínum gamla skólabróður séra Geir Waage eða Illuga Jökulssyni.  Þeir geta glímt við það erfiða verkefni að túlka texta sem höggvin var í stein á sínum tíma, mín vegna.

 

Síðast kvöldmáltíðin

Síðasta kvöldmáltíðin 

Mynd af málverkinu Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci hefur verið sett á netið í 16 milljarða pixla upplausn. Er það 1600 sinnum meiri upplausn en mynd úr venjulegri stafrænni myndavél. Með þessu móti geta sérfræðingar rannsakað myndina nákvæmlega og séð smáatriði, sem ekki eru sjáanleg á venjulegum myndum.

Nú gæti fari að fjara undan auglýsingu Símans, þeirra mynd stenst ekki samanburð við þessa.

 


mbl.is Síðasta kvöldmáltíðin á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinn sveinn

 

Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio var ennþá hreinn sveinn þegar hann var 17 ára gamall, og hafði miklar áhyggjur af því. Þetta segir ástralski leikarinn Russell Crowe sem lék á móti DiCaprio í kvikmyndinni The Quick and the Dead árið 1995.

Aumingja maðurinn, en hann hefur þó klárað að bæta úr því síðar svo eftir væri tekið, annars er mér nákvæmlega sama hvenær og hvenær ekki, þessi leikari var hreinn sveinn. 


mbl.is Var hreinn sveinn 17 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykur og sót

Þótt tekist hafi að ráða niðurlögum margra þeirra elda sem geysað hafa í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum þá valda þeir enn vandræðum. Um 23.000 heimili eru enn í hættu vegna fimm stórra elda sem loga í þremur sýslum en auk þess er andrúmsloft mjög mengað víða í fjöllum San Bernardino í Orange- og Riverside sýslum og í Sanbernardino dalnum.

Það þarf nú enga sérfræðinga við læknamiðstöð við Kaliforníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum til að finna það út að reykur og sót getur skaðað heilsu fólks.  Þetta veit nær hvert mannsbarn hér á Íslandi.  Kannski trúa bandaríkjamenn engu nema það komi frá einhverjum sérfræðingum frá háskóla.  Þetta er í sjálfu sér ekki mjög skrýtið, því stórhluti af bandarísku þjóðinni er ekki læs og verður að láta mata sig á öllum upplýsingum og gáfnafarið sést nú best á því að George W Bush skuli hafa verið kosinn forseti landsins.


mbl.is Reykur og sót hafa slæm áhrif á heilsu íbúa í S-Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garðarbær

Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) hafa keypt heila götu í Garðabæ, Mosagötu, og ætla að byggja þar 77 íbúðir. Um er að ræða allar íbúðarlóðir við götuna sem liggur miðsvæðis í Urriðaholti. Búið er að skipuleggja byggð við götuna og verða þar byggð lítil og lágreist fjölbýlishús og raðhús með alls 77 íbúðum.

Er allt byggingaræðið orðið svona mikið að ekki dugar lengur að kaupa ákveðnar lóðir, heldu eru nú keyptar heilar götur.  Verður ekki næsta skref að kaupa bara heilt hverfi eða jafnvel bæjarfélag.  Hvað getur þetta eiginlega gengið lengi að aðalatvinnuvegur íslendinga er að verða sá að byggja hús og meiri hús. 


mbl.is Keyptu heila götu í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líftrygging

„Ég þekki mörg dæmi þess að einstaklingi hafi verið neitað um líftryggingu af þeirri ástæðu einni að hafa einhvern tímann á lífsleiðinni greinst með geðröskun," segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Hvað er eiginlega að hjá þessum tryggingafélögum?  Vilja þeir ekki aukin viðskipti? Þótt fólk hafi einhver tíma greinst með geðröskun á ævinni eru miklar líkur á að fólk hafi fengið lækningu á þeim sjúkdómi.  Þetta er ekki sjúkdómur sem er algengur sem orsök andláts og ekki ættust tryggingarfélögin að óttast slíkt.  Hvað verður næst? Fá þeir ekki að líftryggja sig sem hafa t.d. fót- eða handleggsbrotnað eða eru með höfuðverk?  Hvar endar svona vitleysa þegar hún byrjar á annað borð?


mbl.is Neitað um líftryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt hús

Orkuveita Reykjavíkur (OR) er með það til skoðunar að kaupa hús og lóð Osta- og smjörsölunnar sem er staðsett við hlið höfuðstöðva OR. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir málið hafa verið kynnt fyrir fyrri stjórn fyrirtækisins, sem nú sé hætt, og að hún hafi tekið jákvætt í hugmyndina.

Til hver vantar Orkuveitunni nýtt hús, er hin mikla nýbygging þeirra orðin of lítil eða hvað?  Þótt margt eigi eftir að laga hjá Orkuveitu Reykjavíkur eru kaup á nýju húsi ekki lausnin.  Er kannski hluti af REI samningnum þess eðlis að REI fái allt hús OR undir sína starfsemi?  Það skyldi þó ekki eiga eftir að koma í ljós að þegar menn voru á fullu að moka eignum frá OR til REI að þá hafi húsið farið óvart með?


mbl.is OR vill tryggja sig til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun

Skattgreiðendur borga tvöföld forsetalaun í hvert skipti sem forseti Íslands fer til útlanda. Ástæðan er sú að handhafar forsetavalds njóta samanlagt sömu launa og forseti lýðveldisins þegar þeir fara með forsetavaldið, samkvæmt lögum um laun forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur verið erlendis 98 daga það sem af er árinu.

Er ekki allt í lagi með þessa menn?  Ég veit að þótt þeir gegni störfum forseta í fjarveru hans, sem handhafar fostetavalds, þá halda þeir á sama tíma óskertum sínum launum.  Er þetta því nokkurs konar bónus á eigin laun, sem ekki eru neitt í lægri kantinum.  Þótt þetta sé gert samkvæmt lögum um forseta Íslands ætti að breyta þeim lögum.  Það ætti enginn hjá ríkinu að fá greitt fyrir einhver aukaverk og líka má benda á að laun þessara manna eru við það miðuð að þeir kunni stundum að gegna starfi forseta Íslands.  Þetta er falleg kveðja sem launafólk fær frá stjórnvöldum nú þegar viðræður um nýja kjarasamninga eru að hefjast og fólk er að berjast við að fá hærri laun en kr. 150.000,- á mánuði, sem margir hafa í dag.  Það eina sem handhafar forsetavalds þurfa að gera í fjarveru forseta Íslands, er að undirrita lög sem samþykkt hafa verið á Alþingi og fá greitt nokkur hundruð þúsund fyrir það eitt að skrifa nafn sitt á einhver skjöl er hneyksli og til skammar.  Auk þessa njóta þessir aðilar allra þeirra hlunninda, sem forseti Íslands hefur.  Hver man ekki eftir öllum vínkaupunum sem forseti Hæstaréttar gerði á sínum tíma í skjóli þess að hann var þá einn af handhöfum forsetavalds.


mbl.is Tvöföld forsetalaun í 100 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband