Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Skaði

Mynd 445723 Slökkviliðið á Egilsstöðum var kallað að parhúsíbúð í bænum um hálf tólfleytið í gærkvöldi þar sem var mikill reykur inni. Þegar að var gáð reyndist húsráðandi ekki heima, en sviðakjammi sem hann hafði gleymt í potti á eldavélinni var illa

Ekki munu hafa orðið teljandi skemmdir í íbúðinni, að sögn lögreglu á Egilsstöðum, en slökkviliðið reykræsti hana. Nágranni hafði orðið var við er reykskynjari í íbúðinni fór í gang og kallaði þá á slökkviliðið.

Húsráðandi hafði brugðið sér af bæ um kvöldmatarleytið en láðst að slökkva undir sviðunum. Því fór sem fór.viðbrunninn.

Það má segja að þarna hafi góður biti farið í hundskjaft, eins og segir í málshættinum.  En vonandi á bóndinn meira af sviðum svo hægt verði að gera aðra tilraun.


mbl.is Sviðakjamminn brann við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótvægisaðgerðir

Mynd 410513  Sjávarútvegsráðuneytið er búið að ráðstafa 645 milljónum króna til ýmissa verkefna í sjávarútvegi tengdum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta. Þetta kom fram í ræðu Einars Kr. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra á fundi með Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.

 

Af því er 570 milljónir til komnar vegna mótvægisaðgerðanna og sú tala eigi eftir að hækka. Þar af eru 250 milljónir vegna niðurfellingar á veiðigjaldi á þorski á þessu fiskveiðiári en ómögulegt er að segja til um hver upphæðin verður á næsta fiskveiðiári þar sem þetta er tengt afkomu greinarinnar. Hundrað og fimmtíu milljónir króna alls á þremur árum eru til eflingar á togararalli Hafrannsóknastofnunarinnar og 120 milljónir króna skiptust jafnt á milli sex rannsóknastofnana og -setra vítt og breitt um landið.

Vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að efla samkeppnissjóði, hækka framlög til AVS-sjóðsins í fjárlögum 2008 um 50 milljónir króna. Því til viðbótar var ákveðið að verja öðrum 50 milljónum til AVS og nemur þetta því samtals 100 milljónum króna. Auk þessa ákvað ég að hækka framlag til samkeppnisrannsókna Verkefnasjóðs sjávarútvegsins úr 25 milljónum króna í 50 milljónir króna á ári. Auknu rannsóknafé skal fyrst og fremst beint til þorskrannsókna, að sögn Einars Kr.

Að sögn Einars Kr. er togararall Hafrannsóknastofnunarinnar eflt sérstaklega. Búið sé að skipa starfshóp hagsmunaaðila til að fara yfir hvernig það verði best gert. Í starfshópnum eru: Páll Halldórsson og Birgir Sigurjónsson frá FFSÍ, Guðmundur Kristjánsson og Kristján Vilhelmsson frá LÍÚ, Arthúr Bogason frá LS og frá Hafrannsóknastofnun Björn Ævar Steinarsson, Höskuldur Björnsson, Þorsteinn Sigurðsson og Jón Sólmundsson sem leiðir starf hópsins.

Þetta er allt gott og blessað en dugar varla til, víða á landsbyggðinni eru til staðir þar sem atvinnuleysi hefur verið viðvarandi í nokkur ár og á sumum stöðum duga ekki neitt nema sértækar aðgerðir.  Eins eru þó nokkuð mörg fyrirtæki sem fá allan sinn fisk á fiskmörkuðum og augljóst er að framboð þar snarminnkar við þennan niðurskurð.  Einnig finnst mér undarlegt að á sínum tíma var sett á loðnuveiðibann og þess vegna voru nótaskipin verkefnalaus og þeim til aðstoðar var þeim úthlutað sérstökum aukakvóta í botnfiski og rækju.  Nú hefur dæmið snúist við nótaskipin hafa næg verefni allt árið um hring en þau skip sem stunda botnfiskveiðar verða að taka löng sumarstopp.  En samt halda nótaskipin þessum kvótum og þar sem þau geta ekki veitt hann er hann leigður öðrum.  Væri nú ekki ráðlegt að færa þennan kvóta aftur til botnfiskveiðiskipanna svo þau gætu stundað lengra úthald.


mbl.is Búið að ráðstafa 645 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipið Axel

Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dregg Shipping og Ari... Að öllum líkindum verður hafist handa við að afferma flutningaskipið Axel um hádegisbil í dag. Skipið, sem steytti á skeri við Hornafjarðarás á þriðjudagsmorgun, kom til hafnar á Akureyri í nótt og fulltrúar tryggingafyrirtækja eru nú um borð að meta skemmdir á farmi.

Skipið verður tekið upp í þurrkví Slippsins á Akureyri á morgun eða laugardag, það ræðst af því hve fljótt tekst að afferma það að sögn Bjarna Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Dregg shipping sem gerir skipið út. Farmurinn er frosinn fiskur, bæði í lest og í gámum á dekki.

Það er eitthvað undarlegt við útgerð þessa skips og áhöfn þess.  Fyrst strandar skipið við Hornafjörð en losnar sjálft af strandstað síðan er því fylgt af varðskipi til Fáskrúðsfjarðar þar sem tjón er metið og ákveðið að sigla síðan til Akureyrar í viðgerð.  En þá kemur upp að yfirvélstjóri skipsins neitar að dæla sjó úr lest þess og ræðir jafnvel um að réttast væri að sökkva því.  Þessi afstaða vélstjórans getur ekki flokkast undir annað en uppreisn, sem þung viðurlög eru við.  Nú veit ég ekki hverra þjóðar áhöfn skipsins er eða undir hvaða fána það siglir.  Kannski er það skráð einhverstaðar þar sem engin viðurlög eru við uppreisn um borð og þótt að um slíkt gildi alþjóðalög er ekki víst að allar þjóðir séu búnar að staðfesta þau.  Eins er óljóst hvort farmur skipsins hefur verið tryggður.

Ég held að þessi atburður ætti að minna okkur íslendinga á nauðsyn þess að okkar fragtskip sigli undir íslenskum fána og með íslenskri áhöfn ef við ætlum að hafa okkar flutninga í öruggu lagi.  Að vísu er erfiðara hjá íslenskum útgerðum að hafa skip sín skráð hér en t.d. í Færeyjum, en það er hlutur sem stjórnvöld geta auðveldlega breytt ef vilji væri fyrir hendi.  Ef þessi þróun heldur áfram óbreytt verðum við algerlega háð erlendum aðilum með alla flutninga til og frá landinu og það getur aldrei verið gott fyrir þjóð sem býr á eyju.  Í dag eru að vísu nokkuð margir íslenskir yfirmenn á íslenskum skipum sem skráð eru erlendis, en þetta eru allt orðnir fullorðnir menn sem brátt fara að draga sig í hlé.  Í dag er enginn sem menntar sig til þessara starfa vegna þess að atvinnumöguleikarnir eru litlir, auk þess að íslenskur skipstjóri á íslensku skipi sem skráð er t.d. í Færeyjum greiðir þangað alla sína skatta og verður réttlaus í okkar almenna tryggingarkerfi ofl.

Þessu verður að breyta.


mbl.is Byrjað að afferma Axel í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt viðbrögð

Ég hef áður skrifað sögur um hinn mæta mann Guðmund Þ. Ásgeirsson, sem lengi bjó á Bíldudal og gekk alltaf undir nafninu "Dubbi"og ætla ég að bæta hér einni við;

Á sínum tíma var nokkuð algengt að Reykjavíkurborg samdi við lítil sveitarfélög á landsbyggðinni um að taka við fólki sem gekk undir nafninu "Vandræðafólk"vegna þess að þetta fólk gat ekki búið innan um venjulegt fólk í félagslegum íbúðum vegna eilífra vandræða.  Þetta skapaði þessum litlu sveitarfélögum talsverða peninga, því Reykjavíkurborg greiddi fyrir að taka við þessu fólki auk þess sem borgin lagði fram fé til framfærslu.  Ekki þýddi að láta þetta fólk hafa peningana beint, því þá var öllu eytt í vín og vitleysu.  Ein slík fjölskylda kom til Bíldudals og voru það ung hjón með tvö lítil börn.  Fulltrúa barnaverndar var falið að sjá um öll innkaup fyrir fólkið því ekki var hægt að treysta þeim fyrir peningum.  Börnin fór síðan í skólann á staðnum og allt virtist í besta lagi en ekki stunduðu foreldrarnir neina vinnu.  En fljótlega fóru kennarar skólans að taka eftir að börnin fóru að mæta í skólann öll blá og marinn, auk þess að þau hættu að koma með nesti í skólann eins og önnur börn og voru greinilega vannærð.  Við viðtöl við kennara sögðust börnin að þau hefðu dottið eitthvað og voru greinilega hrædd og vildu ekkert segja.  Var þá boðaður fundur í barnaverndarnefnd og foreldrar boðaðir á fundinn, en áður hafði sá fulltrúi sem sá um innkaupin fyrir fjölskylduna, kannað hjá verslunum hvort foreldrarnir kæmu þangað og kom þá í ljós að þar voru þau tíðir gesti og alltaf að skila mat og fá endurgreitt í peningum sem þau notuðu síðan til áfengiskaupa.  Foreldrarnir mættu á fundinn en þrættu bæði fyrir að leggja hendur á börnin en neyddust til að viðurkenna að þau hefðu vissulega skilað mat eftir það þeim hafði verið sýnt bréf frá versluninni sem staðfesti það.  Nú lofuðu þau að allt skyldi verða betra og þetta kæmi aldrei fyrir aftur.  En þrátt fyrir þetta sótti fljótlega í sama farið og kennarar létu barnaverndarnefnd vita og hún fundaði á ný með foreldrum.  Þegar kennarar létu síðan barnaverndarnefnd vita í þriðja sinn gafst nefndin upp og samþykkt var að fá Reykjavíkurborg til að taka við þessu fólki aftur.

Dubbi, sem bjó rétt hjá þessu fólki frétti af öllum þessum vandræðagangi og barnaverndarnefnd hefði gefist upp og vissi að það eitt, að senda fólkið aftur í burtu leysti ekki vandamálið, heldur yrði bara níðst á aumingja börnunum á öðrum stað.  Hann tók sig þá til og fór og heimsótti hjónin, kynnti sig og var ekkert nema kurteisin og sagðist nú bara vera kominn sem góður nágranni til að bjóða þau velkomin og ef þau vantaði eitthvað gætu þau alltaf leitað til sín með aðstoð.  Hann sagði síðan hressilega;"Hvernig er það eiginlega á þessu heimili er manni ekki einu sinni boðið upp á kaffi?".  Jú,jú, sagði konan sestu bara við eldhúsborðið meðan ég laga kaffið, sem hún síðan gerði. Dubbi settist við borðið og bað manninn að setjast á móti sér til að spjalla saman á meðan beðið væri eftir kaffinu og gerði maðurinn það.  Hann byrjaði á því að spyrja Dubba, hvort hann gæti lánað þeim pening, en þá rak Dubbi upp sinn fræga tröllahlátur og át upp eftir manninum, ha lána ykkur pening?  Er ekki hægt að fá að vera góður vinur ykkar og bjóða aðstoð nema þurfa að borga ykkur fyrir?  Voruð þið alin upp af eintómum hálfvitum?  Nei vinur ég á ekki neinn pening en ef þú veist það ekki þá er besta leiðin til að fá pening sú að stunda einhverja vinnu og ef þið viljið skal ég hringja strax í hann Kobba vin minn og hann getur örugglega útvegað ykkur næga vinnu og það strax á morgun.  Nei, nei, svaraði manngreyið, okkur vantar enga vinnu því í raun erum við sjúklingar.  Í því kom konan með kaffið og hellti í könnur fyrir þá báða og spurði Dubba hvort hann vildi mjólk út í kaffið?  Nei sagði Dubbi það er best svona, bara svart og nógu heitt.  Síðan horfði Dubbi lengi grafalvarlegur á manninn og sagði síðan mjög hugsi, já svo þið eruð sjúklingar, það er ekki gott og ekki get ég nú gert neitt í því en kannski get ég gert eitthvað til að hjálpa ykkur.  Svo allt í einu tekur Dubbi kaffikönnuna sem hann var að drekka úr og skvetti öllu framan í manninn sem veinaði af sársauka því hann hafði brennst talsvert og loks stundi hann upp hvað ertu að gera maður, ertu algerlega brjálaður?  Þá hló Dubbi aftur sínum tröllahlátri og sagði , já ég er kolbrjálaður.  Síðan lyfti hann sínum stóra hnefa og lamdi af öllu afli í eldhúsborðið og svo fast var  höggið að borðið brotnaði í tvennt.  Síðan óð hann að manninum of þreif í hálsmálið hjá honum og lyfti honum upp með annarri hendi og sagði; "Þið eruð engir helvítis sjúklingar, þið eru ekkert nema andskotans aumingjar og vonandi  skilur þú núna hvernig börnunum þínum líður þegar þið eruð að berja þau."  Síðan henti hann manninum út í horn og sagði við konuna og þú ert sko ekkert skárri og ef ég frétti af því aftur að börnin ykkar sem eru blásaklaus og varnarlaus, koma aftur í skólann blá og marinn, þá kem ég aftur og slít af ykkur hendurnar.  Það er margoft búið að ræða við ykkur en þið virðist ekkert skilja nema sársaukann og hann get ég veitt ykkur án greiðslu.  Síðan rauk hann á dyr og skellti svo harkalega á eftir sér að rúðan í útidyrunum brotnaði.  Eftir þetta atvik fóru börnin að mæta í skólann með sitt nesti eins og önnur börn og aldrei sá neitt á þeim.  Um vorið yfirgáfu svo þessi hjón Bíldudal en alltaf reyndu þau forðast að koma nálægt húsi Dubba eða honum sjálfum.


Hver andsk. er nú þetta

Sæmdarglæpir eru ofbeldisverk gegn konum sem verður að uppræta. Þetta segir félagi í samtökum kvenna af erlendum uppruna í Svíþjóð sem sjálf hefur orðið fórnarlamb sæmdarglæps, en hún flutti erindi um þetta í Norræna húsinu í dag.

Allur andskotinn er nú til "Sæmdarglæpur"hvað er það eiginlega er ekki nóg til af glæpum á Ísland svo við þurfum ekki að flytja inn einhverja kellingu frá Svíþjóð til að reyna að auðga okkar glæpaflóru. 


mbl.is Ekki á að líða sæmdarglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur varað erlend ríki við því að ógna stöðugleika Rússlands. Sagði forstinn að hann muni ekki líða nokkrum erlendum aðilum að ógna þeim stöðugleika sem honum hafi tekist að koma á í landinu. Við höfum gert allt til að verja Rússland gegn innri óróa og halda því á braut framþróunar,” sagði Pútín á fundi með erlendum sendiherrum í landinu. „Ég neyðist því til að endurtaka það sem ég hef áður sagt. Við munum ekki leyfa að þessari þróun verði snúið við fyrir tilstuðlan utanaðkomandi afla.

Mikið hlýtur þetta að gleðja þá félaga Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor.  En þeir eru enn með Rússagrýluna í hausnum og sakna kalda stríðsins eins og móðir saknar týndu barni.


mbl.is Rússland varar erlend ríki við afskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolungarvík

Kristina Logos er enn í Bolungarvíkurhöfn.  Togurunum Geysi RE-82 og Páli á Bakka ÍS-505 var siglt út úr Bolungarvíkurhöfn í gær áleiðis til Reykjavíkur þar sem þeir fara í niðurrif. Mikil ánægja ríkir í Bolungarvík vegna þessa, enda losnar um pláss við höfnina og ekki þarf lengur að óttast þau áhrif sem tæring skipanna getur haft í för með sér.

Já það er alltaf ánægjulegt þegar hreinsað er til í höfnum landsins, þar sem skip hafa legið árum saman og grotnað niður.  Þótt viss söknuður sé hjá mér að sjá þarna á eftir mínu gamla góða skipi Geysir RE-82 en hann átti ég ásamt fleirum í mörg ár og gerði út með góðum árangri en þá hét skipið Geysir BA-140 og réri með línu frá Bíldudal en var á úthafsrækju á sumrin.  Fyrsti skipstjórinn á þessu skipi hjá minni útgerð var hinn mikli aflamaður Ársæll Egilsson frá Tálknafirði en seinna tók við bróðir minn Guðmundur Kristinsson og var skipstjóri allt þar til skipið var selt.  Þetta skip skilaði ófáum krónum í peningakassa míns fyrirtækis.


mbl.is Fækkar á langlegudeild skipanna í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert fór Geri?

Kryddpíurnar: Victoria Beckham, Melanie Chisholm, Gerri...  Kryddpíurnar hafa greint frá því að þær hafi verið niðurbrotnar er Geri Halliwell yfirgaf hljómsveitina og að þær séu enn að vinna í því að fyrirgefa henni.

Aumingja manneskjurnar og í hverju skyldi nú öll vinnan liggja, sem þær segjast vera í, til að fyrirgefa Geri Halliwell.  Vonandi tekst það fljótt svo ég geti hætt að gráta, því auðvitað er ég líka niðurbrotinn vegna þessa áfalls.  Maður þolir nú ýmislegt en ekki allt.  Og fá þetta svona rétt fyrir jólin er bara hræðilegt.  Blessuð sé minning hennar. 


mbl.is Niðurbrotnar er Geri fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spil

Næst þegar fangar í fangelsum í San Diego í Bandaríkjunum grípa í spil geta þeir átt von á því að andlit morðingja eða fórnarlambs blasi við þeim.
Um er að ræða ný spil sem dreift verður í sjö fangelsi á San Diego svæðinu, samkvæmt frétt  San Diego Union-Tribune í dag. Á spilunum eru tekin fyrir 52 óleyst morðmál. Á einhverjum spilanna er mynd af fórnarlambi glæpsins ásamt lýsingu á morðinu en á öðrum verða myndir af morðingjum sem eru á flótta. Vonast er til þess að fangar sem viti eitthvað um morðin láti í té upplýsingar sem geta leitt til þess að málin leysist.

Þetta er Bandaríkjamönnum líkt að halda að hægt sé að leysa morðmál með því að láta fanga spila á spil sem eru með myndum af frægum morðingjum.  Bara að þetta snúist ekki við og afleiðingarnar verði þær að fangarnir fái nýjar hugmyndir um hvernig best sé að standa að morði.  Mér finnst þetta vera einhverskonar Bush-speki á bak við þessa hugmynd.  En það ætti að verðlauna þann sem lét sér detta þetta í hug vegna þess hve vitlaus hugmyndin er, og sennilega gerast þær ekki vitlausari.


mbl.is Spilað með morðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannlæknir

Tannlæknir nokkur hér á Suðurnesjum hefur orðið uppvís að svíkja út um 200 milljónir frá Tryggingarstofnun ríkisins.  Það hefur komið fram að starfsmenn TR höfðu grunað manninn í 14 ár án þess að nokkuð væri gert í málinu og það sem meira er að á þessum 14 árum var hann varaður við tvisvar af TR um að hann lægi undir grun um svik.  Auðvitað hélt maðurinn áfram þegar að á 14 árum er aðeins tvisvar hvíslað að honum að hann væri hugsanlega að gera eitthvað rangt.  Mér finnst að það eigi ekki að dæma þennan mann og ekki krefjast endurgreiðslu.  TR á að bera af því allan skaða, því auðvitað er þetta að stórum hluta sök TR með því að draga það í 14 ár að gera eitthvað í þessu máli og jafnvel vara hann við tvisvar.  Það er stundum sagt að þögn sé sama og samþykki og sjálfsagt hefur tannlæknirinn staðið í þeirri trú að þetta væri allt í lagi.  Eða höfðu kannski einhverjir hjá TR hagnað af þessu líka, það skyldi þó aldrei vera ástæðan fyrir öllum þessum seinagangi í málinu?  Ef svo er ekki þá er þessi maður snillingur í að spila á hið stórgallaða kerfi TR.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband