Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Íhaldssemi er til að viðhalda

forréttindum,

sem þegar eru við lýði.

(Thorsten Veblen)


Aka of hratt

Mynd 299095 Sjötíu og fimm voru staðnir að hraðakstri í Suðurhólum í Reykjavík á þriðjudag en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt, að Álftahólum. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 262 ökutæki þessa akstursleið og því óku 29% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða.

Þetta er óhugnanlega hátt hlutfall af þeim sem ekki virða hraðatakmörk.  Halda ökumenn að 30 km. hámarkshraði í íbúðargötum sé bara settur upp á grín.  Það mætti halda það.


mbl.is Hraðakstur í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðvörun

Annar í sumri í höfuðborginni Vegagerðin varar við því að snarpar vindhviður séu nú við Ingólfsfjall. Víða er slæm færð á vegum á Vestfjörðum, Vestur- og Norðurlandi.

Vegagerðin stendur sig vel í að upplýsa vegfarendur um færð og akstursskilyrði á vegum landsins og þess vega er óskiljanlegt að margir skulu lenda í vandræðum vegna veðurs.  Er fólk orðið svona kærulaust eða telur það að Vegagerðin sé ekki að segja satt.  Alltof margir ana af stað þrátt fyrir viðvaranir. 

Það er ekkert nema heimska.


mbl.is Snarpar vindhviður við Ingólfsfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningabíll fauk út af

Mynd 496530 Flutningabíll valt undir Ingólfsfjalli um klukkan korter yfir tíu í morgun. Ökumaður bílsins var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabíl til skoðunar í Reykjavík.

Hvernig er eiginlega með ökumenn þessara bíla, hlusta þeir aldrei á veðurspár.  Það dettur engum sjómanni það í hug að fara á sjó án þess að hlusta vel á allar veðurspár og það sama ætti að vera einnig með ökumenn stórra bíla.


mbl.is Flutningabíll fauk út af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slegin

Siv Friðleifsdóttir segir atburðarásina í Icesave deilunni vera mun ævintýralegri en hún hafi ímyndað sér. Hún sagðist vera slegin eftir að hafa séð trúnaðargögn sem kynnt voru á fundi Utanríkismálanefndar í morgun og skorar á forsætisráðherra að gera þau opinber.

Ef þetta er eitthvað í líkingu sem Siv er að segja, þá er óskiljanlegt afhverju þetta er ekki birt nú fyrir kosningar.


mbl.is Siv segir atburði ævintýralega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekinn

Korabelnikov hefur stjórnað GRU leyniþjónustu Rússlands í 12 ár. Forseti Rússlands, Dmitry Medvedev hefur rekið frá störfum yfirmann leyniþjónustu hersins, GRU, samkvæmt fréttatilkynningu frá Kremlin. Leyniþjónusta hersins er stærsta og öflugasta leyniþjónusta Rússlands, með sex sinnum fleiri fulltrúa á sínum snærum í útlöndum en utanríkisleyniþjónustan sem tók við af KGB.

Hvers vegna skyldi þessi maður hafa fallið í ónáð hjá Pútín, eins og flestir vita er forseti Rússlands aðeins leppur Pútíns þar til Pútín má bjóðas sig fram aftur til forseta samkvæmt rússneskum lögum.


mbl.is Yfirmaður leyniþjónustu Rússa rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrýma fátækt

Endurskoðun barnalaga, rýmri heimildir sýslumanna og aukinn réttur forsjárlausra foreldra voru meðal þeirra tillagna sem nefnd félags- og tryggingarmálaráðherra um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum kynnti í morgun.

Þetta er allt gott og góðra gjalda vert en mér finnst vanta inn í þetta mál að fyrir tannlækningar barna og skólamáltíðir í barnaskólum þurfi ekki að greiða.


mbl.is Vilja útrýma fátækt barnafjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla-Hraun

Frá Litla Hrauni. Fanga á Litla Hrauni, sem afplánar nú 18 mánaða fangelsisdóm, verður ekki gerð sérstök refsing vegna brota á fíkniefnalöggjöf samkvæmt dómi héraðsdóms Suðurlands. Fangaverðir fundu 4,46 grömm af hassi við leit í klefa fangans.

Í ljósi þessa er ekkert skrýtið að fangelsi landsins, séu yfirfull af eiturlyfjum.


mbl.is Ekki refsað fyrir að geyma fíkniefni í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slysatrygging

Mynd 484080 Sjómenn eiga að njóta slysatryggingaverndar almannatrygginga á ferðum sínum á vegum útgerða frá heimilum sínum. Þetta er niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hraðfrystistöðvar Þórshafnar gegn Tryggingastofnun ríkisins. Dómurinn var kveðinn upp í lok mars en samkvæmt honum ber TR að greiða útgerðinni tæpar þrjár milljónir króna vegna launa og lækniskostnaðar sjómanns sem slasaðist á leið til skips.

Alltaf er Tryggingastofnun að reyna að komast hjá því að greiða það sem henni ber samkvæmt lögum.  Ég hef þurft að eiga mikil samskipti við þessa stofnun vegna minna veikinda og það liggur við að maður geti ekki farið þarna inn, nema í fylgd lögfræðings.  Þar á ég við höfuðstöðvarnar í Reykjavík og þar fær maður á tilfinninguna að margt af því fólki sem þar vinnur líti á fjármuni Tryggingastofnunar, sem sitt eigið fé. Ef maður er ekki sáttur við þá afgreiðslu sem maður fær og vill fá að tala við einhvern yfirmann þá er það stranglega bannað.  Fólkið sem starfar á jarðhæðinni er notað til að vernda sína yfirmenn á næstu hæð fyrir ofan.  Þegar ég bjó á Bíldudal var starfandi í Tryggingarumboðinu á Patreksfirði eldri kona sem lítð virtist vita um þessa stofnun yfirleitt og henni tókst að klúðra svo minni fyrstu tekjuáætlun minni að ég lenti í stór skuld við TR eftir fyrsta árið.  Hins vegar eftir að ég flutti hingað í Sandgerði hef ég þurft að eiga samskipti við umboð TR í Keflavík og þar er allt annar andi og starfsfólk þar á hrós skilið fyrir sín störf.  Þar er manni leiðbent og virkilega unnið fyrir mann og sóttur allur sá réttur sem maður á og forstöðukonunni þar tókst að fá fellt niður stóran hluta af minni skuld við TR, sem kellingin á Patreksfirði hafði komið mér í.  Þegar ég lenti í hinu alvarlega slysi á sjóð í september 2003 brotnuðu nokkrar tennur og þegar ég var á Reykjalundi þurfti ég og þarf enn að nota talsvert af lyfjum.  Eitt af þessum lyfjum virkaði þannig að það myndaði sýru í munninum og eftir að maður hefur tekið það inn verður að skola munnin með flúor.  Þetta vissi ég ekki þá því aldrei sá ég unmbúðir lyfjanna var bara skammtað í box fyrir hverja viku.  En það gleymdist að láta mig vita af þessu.  Þetta hafði þau áhrif að glerungur tannanna molnaði niður og eyðilögðust allar mínar tennur.  Þegar ég haustið 2005 ákvað að láta gera við tennurnar og hafði lesið um að ég ætti að fá 75% endurgreitt af öllum kostnaði.  Þegar ég síðan fór með reikningana til TR til að fá endurgreittvar miðað við einhverja aðra gjaldskrá en tannlækningar nota svo endurgreiðslan varð ekki nema um tæp 50%, þrátt fyrir að tannlæknirinn hafði skrifar TR og sagt að þetta tengdist þessu slysi.  Ég óskaði efti að fá að ræða við tryggingayfirlæknir varðandi tannviðgerðir en fékk þvert nei.  Þá tók ég mig til og pantaði í gegnum síma viðtal við þann mann, sem ég fékk.  Þar fékk ég góðar móttökur og viðurkenningu á að þetta væri tengt þessu slysi.  Hann sagði mér að hann hefði aðstöðu á stofu í Mjódd og sagði mér að mæta þangað á ákveðnum tíma.  Ég mætti til hans þar í nokkra tíma og hann fjarlægði það sem ónýtt var og gerði við að mestu og þurfti ég ekkert að greiða.  Síðan útvegaði hann mér síðan tíma hjá tannlæknir í Keflavík sem lauk viðgerðinni mér að kosnaðarlaus.  Er ég því með allar mínar tennur heilar og mæti reglulega í skoðun hjá tryggingaryfirlækninum.  Þetta dæmi sýnir að fólkið sem er að afgreiða á jarðhæð TR veit ekkert hvað er rétt í þessum málum.

 
mbl.is Sjómenn slysatryggðir í ferðum til og frá vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið góðverk

Fyrir stuttu síðan ákvað ég að taka þátt í ABC-BARNAHJÁLP.  Þetta geri ég með því að styrkja eitt barn til náms og í mínu tilfelli valdi ég 10 ára dreng á Indlandi, sem heitir Naveen Lagu og býr nún á heimili Litlu Ljósanna sem ABC rekur á Indlandi.  Þegar hann kom þangað fárveikur vegna vannæringar.  Hann hafði þurft að hætta í skóla vegna fátæktar en leitaði á þetta heimili vegna veikinda sinna.  Minn stuðningur felst í því að ég greiði kr. 3.900,- á mánuði og það dugar til að tryggja framtíð þessa drengs og hann getur menntað sig.  Ég hef nú þegar fengið bréf frá drengnum, þar sem hann lýsir hamingju sinni yfir að ókunnur maður á Íslandi ætli að hjálpa sér.  Ég ætla ekki að telja upp öll þau lofsyrði sem ég fékk frá þessum dreng en þau eru þau mestu sem ég hef fengið um ævina.  Ég er öryrki og með takmörkuð fjárráð en samt rúmast þessar 3.900,- krónur vel innan mínnar fjárhagsáætlunar.  Ég verð bara að spara í minni neyslu og fyrst ég get gert þetta er það víst að þúsundir íslendinga geta gert slíkt hið sama.  Ég er með miklar áætlanir fyrir þetta fósturbarn mitt.  Í fyrsta lagi ætla ég að reyna að heimsækja hann til Indlands og vonandi tekst mér að bjóða honum með mér hinga til lands.  Eins mun ég senda honum jólagjafir og afmælisgjafir eins og flest íslensk börn fá og vonandi tekst mér að koma þessum dreng í háskólanám.  En í bréfi sínu segir hann að hans draumur sé að verða læknir til að hjálpa sínum samlöndum.  Ég vil því skora á sem flesta íslendinga að gera það sama og ég það geta flestir séð af 3.900,- krónum á mánuði til að færa þessum börnum lífshamingju á ný og forða þeim frá því að deyja úr hungri og án allra menntunar.

Göngum til liðs við BARNAHJÁLP-ABC.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband