24.1.2010 | 18:57
Jakob Kristinsson er látinn.
Jakob Kristinsson lést á heimili sínu þann 22.jan. Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu bloggvinum sem hafa haft samskipti við hann í bloggsamfélaginu. Blogginu verður lokað fljótlega.
Virðingarfyllst.
Gunnar Jakobsson
Jón Páll Jakobsson
Guðrún Rebekka Jakobsdóttir
Júdit Krista Jakobsdóttir
21.1.2010 | 11:03
Spakmæli dagsins
Davíð hafði lúmskt gaman af því
að sýna aðeins í sér hinar
gömlu pólitísku tennur,
sem eru hvergi nærri
bitlausar enn.
(Staksteinar 20.9.2008)
21.1.2010 | 10:54
Obama
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í gærkvöldi að hann hefði vanrækt að styrkja tengsl sín við bandarísku þjóðina en hann varð fyrir miklu pólitísku áfalli á þriðjudagskvöld þegar repúblikanar unnu sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings af demókrötum í aukakosningum í Massachusetts.
Það er alltaf virðingarvert þegar menn viðurkenna mistök sín, það er alltof algengt að menn berji höfðinu við steininn og neiti að viðurkenna mistök, sama á hverju gengur. Allir geta gert mistök, sama hve hátt settir þeir eru.
Obama viðurkennir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 10:49
Icesave
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir í lesendabréfi sem birtist í hollensku blaði, að Íslendingar muni leggja sig fram við að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum og tryggja að Icesave-málið skaði ekki alþjóðleg tengsl.
Þetta er mikill undirlægjuháttur hjá Jóhönnu að fullyrða að Íslendingar muni gera allt til að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. Hún er með þessu að segja að við munum fallast á allar kröfur þessara þjóða, þrátt fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-frumvarpið hafi ekki farið fram.
Þetta er alger uppgjöf.
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 10:42
Mótmælendur ákærðir
Ákæru ríkissaksóknara gegn níu mótmælendum sem brutust sér leið inn í Alþingishúsið 8. desember 2008 var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Enginn ákærðu tók afstöðu til ákærunnar, en það munu þau gera þegar málið verður tekið fyrir næst, 8. febrúar nk.
Þetta eru mikil mistök að ætla að ákæra 9 mótmælendur í því ástandi, sem nú er hér á landi. Ákæran getur orðið eins og olía á eld nýrra mótmæla, sem verð þá mun öflugri en við höfum áður séð hér á landi.
Mál mótmælenda þingfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 10:38
Norwegian
Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur gefist upp á að bjóða farmiða í innanlandsflugi í Danmörku vegna þess, að margir miðanna eru keyptir undir dulnefnum. Starfsmenn danska flugfélagsins Cimber Sterling urðu um helgina uppvísir að því að kaupa fjölda tilboðsmiða sem síðan voru ekki nýttar og flugvélarnar flugu hálftómar.
Þetta er ekkert annað en skemmdarstarfsemi hjá starfsmönnum Climber Sterling. En hverju breytir það fyrir norska flugfélagið þótt vélarnar hafi flogið hálftómar, þegar hver flugmiði kostaði aðeins eina krónu. Það hlýtur að hafa alltaf verið tap á hverri flugferð, sama hvað farþegar voru margir.
Hætta að selja flugmiða á 1 krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 10:30
Kaninn og RÚV
Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, segist ekki ætla að hætta að leika lögin í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins á Kananum þó svo að Ríkisútvarpið hafi farið fram á það. Einar og Gunnlaugur Helgason útvarpsmaður hringdu í gærmorgun í Sigurð G. Guðjónsson lögmann og spurðu hvort RÚV gæti farið fram á þetta, í ljósi þess að lögin væru á netinu þar sem allir gætu hlustað á þau.
Fyrst að þessi lög eru komin á netið getur RÚV ekki átt neinn einkarétt á að flytja þau. Því geta allar útvarpsstöðvar spilað þessi lög. Ég skil ekki heldur hvers vegna RÚV vill ekki að aðrir en þeir spili þessi lög. Það ætti að vera hagur RÚV að sem flestir hlustuðu á lögin.
Kaninn og RÚV í hár saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 10:24
Látinn laus
Lögregla í Danmörku hefur látið lausan 48 ára gamlan karlmann, sem handtekinn var í byrjun ársins grunaður um að hafa myrt tvítuga stúlku í Herning á Jótlandi. DNA-rannsóknir leiddu í ljós, að maðurinn var saklaus.
Mikið er það gott að þessi Dani hefur verið fundinn saklaus af morðákæru, því alltof mörg dæmi eru um að saklaust fólk sitji í fangelsum árum saman vegna glæps, sem það framdi aldrei.
Hreinsaður af grun um morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 10:20
Kína
Hagvöxtur í Kína var 8,7% árið 2009 og verðbólga fór á flug undir lok ársins, samkvæmt tölum sem kínversk stjórnvöld gáfu út í morgun. Sérfræðingar segja að nú séu merki um ofþenslu í Kínverska hagkerfinu, eftir samdrátt allt árið 2008 og í byrjun árs 2009.
Þrátt fyrir að kommúnistar stjórni í Kína, er þar mikill hagvöxtur og ekki langt í að hagkerfið í Kína verði stærra en það Japanska, sem hefur verið það stærsta í Austurlöndum hingað til.
Hagkerfi Kína bólgnar út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 10:16
Hvað vill félagsmálaráðherra?
Lilja Mósesdóttir, sagði fyrr í vikunni að sennilega yrði að veita enn lengri frest á nauðungarsölum á íbúðum og jafnvel þyrfti að stofna embætti Umboðsmanns skuldara. En þá kemur Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og segir að frekari frestun hafi engan tilgang. Hann fullyrti að best væri nú að fólk gengi frá sínum skuldum og þeir, sem ekki gætu það yrðu að sætta sig við að missa sitt húsnæði á nauðungaruppboði. Þetta eru kaldar kveðjur frá félagsmálaráðherra til þeirra sem eru í miklum vandræðum með sín íbúðalán. Þær lausnir sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á og duga ekki fyrir marga og því munu hundruð íbúða verða seld á nauðungaruppboðum fljótlega eftir 1. mars. En hvað ætlar Íbúðalánasjóður og bankarnir að gera við allar þessar íbúðir? Ekki þýðir að setja þær í sölu því engir kaupendur eru til staðar og ef allar þessar íbúðir færu í sölu yrði algert verðhrun á íbúðarhúsnæði. Þannig að þeir aðilar sem hefðu samið við sína lánveitendur um lækkun á höfuðstól íbúðalána í 110% af markaðsverði yrðu aftur komnir í vandræði. Því verðhrunið setti lánin aftur langt upp fyrir markaðsverð og þá færu enn fleiri íbúðir á uppboð og þetta yrði vítahringur, sem fólk kæmist ekki út úr.
Væri nú ekki nær fyrir Árna Pál Árnason að koma með tillögur um raunhæf úrræði, frekar en hvetja til nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði.
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
19 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands
- Furðufuglar mánaðarins
- Útvega þeim vinnu sem hægt er að framfleyta sér af.
- Flokkur fólksins líkist kennitölu
- Gefið þeim frið.
- Vopnvæðing dollarans er á enda
- Nei
- Í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur er kennari sem þekkir ekki líffræðilegu kynin, eða hún er ,,vókisti
- Ríkisendurskoðun þyrfti að fara í DOGE endurskoðun?
- Trans trompar kristni, íslam stendur báðum ofar