Færsluflokkur: Spaugilegt

Grín

Einu sinni sem oftar messaði séra Baldur Vilhelmsson prófastur í Vatnsfirði.  Í Nauteyrarkirkju á Langadalsströnd í Djúpi.  Nauteyrarkirkja er ein margra kirkna sem prófastur þjónaði í sóknum sínum í Djúpi um nær hálfrar alda skeið.  Með hjálpari við Nauteyrarkirkju er sóknarnefndaformaðurinn Jón Guðlaugsson bóndi á Laugabóli.

Eftir messuna sneri prófastur sér að meðhjálparanum og spurði hvort hann hefði eitthvað kannast við ræðuna.

"Nei átti ég að gera það spurði Jón".

"Það gat verið góði. 

Hún er nefnilega frá páskunum í fyrra",

svarði sér Baldur.


Ekki jarðað í dag

Fyrir mörgum árum var jarðsunginn maður frá Bíldudalskirkju og átti síðan að færa hann til hinstu hvílu í kirkjugarði staðarins.  En þar sem kirkjugarðurinn stendur á malarkambi er erfitt að taka gröf með góðu móti.  Í þetta sinn voru fengnir tveir vanir menn til að taka gröfina, sem þeir gerðu vel, en voru nokkuð lengi vegna þess að alltaf var verið að hrynja möl úr hliðunum niður í gröfina.  Þegar komið var með líkkistuna og verið var að leggja hana á planka sem voru yfir gröfinni og síðan var kistan látin síga varlega niður.  En þá vildi ekki betur til en svo að  önnur hlið grafarinnar féll niður og gröfin hálf fylltist af möl.  Annar þeirra sem hafði tekið gröfina brást reiður við og sá að allt hans erfiði við að taka gröfina var að engu orðið og þá hoppaði hann niður í gröfina og sagði;

"Upp með djöfuls kistuna og það verður ekki jarðað meira hér í dag"


Handfæraveiðar

Fyrir nokkuð mörgum árum fóru tveir gamlir félagar á sjó til handfæraveiða, báðir voru þeir með falskar tennur.  Þeir lentu fljótlega í mikilli veiði og í öllum látunum missti annar þeirra falska efri góminn í hafið.  Félagi hans ákvað að stríða þeim tannlausa og í eitt skiptið þegar hann innbirti stóran þorsk, þá tók hann út úr sér efri góminn og setti upp í kjaftinn á þorskinum.  Hann kallaði síðan til félaga síns og sagði;  "Sjáðu hvað kom upp úr þessum þorski" og veifaði gómnum og rétti síðan hinum tannlausa góminn.  Sá setti góminn upp í sig og eftir smá stund sagði hann; "Þetta passar ekki og þetta eru ekki mínar tennur."  Síðan tók hann góminn og kastaði honum í sjóinn aftur.  Eftir þetta sagði hvorugur orð en luku veiðiferðinni og fóru síðan báðir hálf tannlausir í land.

Hættuleg forvitni

Það mun hafa verið um 1950 sem tveir aldraðir sjómenn á Neskaupsstað stunduðu grásleppuveiðar og lögðu net sín utarlega í Norðfjarðarflóa.  Þegar þeir voru að draga netin í einni veiðiferðinni kom í ljós að tundurdufl hafði flækst í netin, sá sem yngri var eða um 70 ára vildi endilega að þeir færu með duflið í land og opnuðu það til að sjá hvernig það liti út að innan.  Varð það úr að þeir settu enda í duflið eftir að hafa losað það úr netinu og lögðu af stað til Norðfjarðar.  Þegar þangað kom fóru þeir að einum löndunarkrananum fyrir smábáta og ætluðu að hífa duflið upp á pallbíl sem þeir áttu og fara með það í veiðarfærageymslu sína og opna duflið.  Við fyrstu sýn þótti þeim það ekki flókið aðeins þyrfti meitil og hamar til verksins.  Þegar þeir eru að baksa við að útbúa bönd til að hífa duflið, kemur lögreglan brunandi á bryggjuna og harðbannar þeim að hífa duflið upp á bílinn því ef það rækist einhversstaðar í gæti það sprungið.  Nú þyrfti að kalla til sprengjusérfræðing frá Gæslunni til að gera duflið óvirkt.  Þetta þótti nú gömlu mönnunum óþarfa hræðsla hjá lögreglunni og ákváðu að draga duflið yfir Norðfjörð og að eyri sem þar er og þar ætluðu þeir síðan að opna duflið og skoða innihaldið.  Duflið hafði nokkrum sinnum rekist utan í bátinn og ekkert skeð svo þeir töldu að ekkert væri að óttast.  Vonuðust þeir til að inn í duflinu gæti verið einhverjir nýtilegir hlutir.  Talsverð alda var á Norðfjarðarflóa þegar þeir lögðu af stað með duflið og þegar þeir nálguðust fyrirhugaðan áfangastað slitnaði endinn sem bundin var í duflið og þrátt fyrir margar tilraunir til að koma endanum á duflið á ný tókst það ekki og rak duflið því upp í grýtta fjöruna og veltist þar um í stórgrýti.  Eftir smá stund varð þessi rosalega sprenging og svo mikil að hús í Neskaupsstað nötruðu og margar rúður brotnuðu.  Einnig kom lítilsháttar flóðbylgja á bát þeirra félaga og varð þeim þá að orði; "Að sennilega hefði lögreglan haft rétt fyrir sér og þetta hefði verið stórhættulegur andskoti þetta dufl."  Flýttu þeir félaga sér því í land og hugsuðu ekki meira um tundurduflið að sinni.  En samt sat það í þeim talsverð kergja að hafa ekki getað opnað duflið og vonuðu að fá aftur annað dul í netin en ekki varð þeim að þeirri ósk sinni.

Flóttafólk

Palestínsku flóttafjölskyldurnar á Akranesi fengu á miðvikudag kærkomna gjöf frá félaginu Ísland-Palestína og Félagi múslima á Íslandi.

Á meðan þessir flóttafólk fær allt upp í hendurnar er verið að gera húsleit í flóttamannabúðunum í Njaðvík og af því fólki hirt öll vegabréf og allir peningar.  Hvað er eiginlega hér í gangi?  Er það ekki tákn um fyrirhyggju að sumt af þessu flóttafólki hafði með sér peninga til að byrja nýtt líf í nýju landi.

Hvað er síðan með líðan þess fólks á Akranesi sem er að bíða eftir félagslegu húsnæði og horfir á þetta flóttafólk fá allt upp í hendurnar frítt.  Ætli það fólk hafi tekið þátt í gleðilátunum á miðvikudaginn?


mbl.is Flóttafólkið fékk gervihnattadisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamansögur

Englendingar, Skotar og Írar hafa gaman af því að segja sögur um hvern annan og hér kemur ein;

Það var á þeim tíma sem fallöxin var notuð í Frakklandi til að taka af lífi þá sem höfðu gerst brotlegir við lög Frakklands.  Ef fallöxin stóð eitthvað á sér þá voru mönnum gefnar upp sakir.  Í þessu lentu þrír menn frá áðurnefndum þjóðfélagshópum.  Sá sem átti að fara fyrstur undir fallöxina var Englendingurinn og þegar hann var spurður hvort að hann vildi liggja á grúfu eða á bakinu og horfa þar með á hnífsblaðið.  Sá enski sagðist ekkert óttast og vildi liggja á bakinu og horfa á hnífsblaðið en á miðri leið stoppaði blaðið og samkvæmt venju voru honum þá gefnar upp sakir.  Þá var komið að Íranum og hann vildi nú ekki vera minni maður en sá enski og lagðist á bakið og það sama skeði, blaðið stoppaði á miðri leið og honum þá gefnar upp sakir.  Þá var komið að Skotanum og ekki vildi hann verða minni maður en félagar hans og lagðist á bakið og horfði á hnífsblaðið.  Þegar hann var búinn að koma sér fyrir og leit upp þá kallaði hann;

"Bíðið aðeins ég sé núna hvað er að."


Ein saga í viðbót af hreppstjóranum

Þegar við vorum í sumarhúsunum í Þýskalandi ákváðum við að fara og aka upp Rínardalinn til staðarins Rudesheim sem er þekktur fyrir mikinn gleðskap.  Við ókum til borgarinnar Koblence sem stendur við mynni Mósel-árinnar.Þegar við komum þar að fyrstu gatnamótum og ég var á undan, þá uppgötvaði ég að ég væri á rangri akrein, sú sum ég var á lengst til vinstri lá inn í borgina.  En til að komast framhjá borginni urðum við að vera á akrein lengst til hægri og þarna á milli voru fjórar akreinar.  Ég gaf allt í botn og fór yfir á réttu akreinina og Hreppstjórinn kom á eftir vorum við rétt sloppnir þegar græna ljósið kom.  Þá var ekið upp Rínardalinn og víða stoppað.  Það var því komið kvöld þegar við komum til Rudesheim en þar áttum við pantaða gistingu.  Því var ekkert um annað að ræða en koma farangrinum inn á hótelherbergin og fara síðan í gleðskapinn.  Hreppstjórinn var að drepast úr þynnku alla leiðina og spurði oft hvort ekki væri í lagi að fá sér einn bjór.  Ég sagði honum að í Þýskalandi væru þeir mjög strangir og ekki þorandi að fá sér bjór.  Rudesheim er nánast ein gata og full af skemmtistöðum.  Við settumst inn á einn slíkan og drukkum nokkuð stíft, eftir smá stund vildi Hreppstjórinn fara og skoða bæinn.  Hann vildi ekkert á mig hlusta þegar ég var að segja honum að það væri bara þessi eina gata og annað væri ekki að sjá.  Þá rauk hann í fússi upp á hótel og krakkarnir mínir fengu að vera samferða.  Við hjónin sátum þarna fram á nótt og fórum þá á hótelið.  Morguninn eftir þegar maður var að ná úr sér þynnkunni með góðum morgunmat, kom Hreppstjórinn og sagði að þau væru búin að finna braut með kláfum og hann færi yfir allar vínekrurnar.  Hann vildi endilega fá okkur með en ég nennti ekki en krakkarnir og konan fóru.  Þegar þau komu til baka fórum við að taka saman okkar dót og koma því í bílanna og gera upp hótelið.  Síðan var ekið af stað, nú vildi Hreppstjórinn vera á undan og ók ansi greitt og stoppaði lítið og þá mjög stutt í hvert skipti.  Hann var greinilega á hraðferð og um kvöldið vorum við komin aftur í sumarhúsin.  Hreppstjórinn bauð okkur inn og náði í vodkaflösku og skellti á borðið og sagði síðan;  "Jæja þá er þetta ferðalag afgreitt og nú er komið föstudagskvöld og helgin framundan og óhætt að fá sér hraustlega í glas."  Við hjónin vorum orðin dauðþreytt og drukku bar eitt glas hvort og fórum síðan í okkar bústað til að sofa.

Bílaleiga

Eins og ég sagði frá þá vorum við tvenn hjón frá Bíldudal í sumarfrí í Þýskalandi og vorum saman með einn bíl.  Ég kom með þá tillögu að við breyttum þessu og færum til Lux og skiluðum bílnum og leigðum síðan sitthvorn bílinn.  Það var ekki nema um klukkutíma akstur og höfðum við oft farið til Lux til að kaupa íslensku dagblöðin, en þau voru seld hjá afgreiðslu Flugleiða.  Við fórum því og skiluðum bílnum og fengum tvo í staðinn.  Hreppstjórinn var alltaf að flýta sér og vildi bruna sem fyrst til baka.  Það var því ákveðið að aka í gegnum borgina Trier í Móseldalnum og fara beint til Daun og fara þar í verslun og kaupa í matinn.  Hreppstjórinn gaf konu sinni og tveimur dætrum ströng fyrirmæli um að versla bara mat og ekkert annað, þau hefðu engin efni á neinu bruðli.  Eftir smástund heyrði ég hann kalla; "

Kobbi hvar er andskotans vodkahillan?"


Sumarfrí

Ég skrifaði fyrir stuttu um flugferð með Carcolux frá Keflavík til Lúxemborgar.  Með okkur hjónunum voru önnur hjón frá Bíldudal.  Eiginmaðurinn starfaði sem útgerðarstjóri hjá mér og var alltaf kallaður Hreppstjórinn, en því starfi gegndi hann nokkuð lengi en síðan var þessi staða lögð niður.  Þegar við komum út úr flugstöðinni í Lúxemborg bíður okkar rúta merkt þeirri ferðaskrifstofu sem við höfðum keypt ferðina hjá.  Við hlið rútunnar stóð íslensk kona og bauð okkur velkomin, hún var nokkuð þybbin en ekki feit, síðan var ekið til Daun-Eifel og þar beið okkar smurt brauð og kaffi.  Ég og Hreppstjórinn höfðum drukkið nokkuð á leiðinni í rútunni og þegar við sitjum við borðið tekur Hreppstjórinn eftir að ein kona sat rétt hjá og var líka að fá sér brauð.  Hann hafði steingleymt að þessi kona var okkar farastjóri og taldi hana vera þýska, sem ekkert skildi í íslensku og segir allhátt við okkur; "Nei sjáið feitu kerlinguna þarna hún hámar í sig brauðið og virðist ekki vera að hugsa um útlitið."  Þegar við höfðum lokið við að borða og stóðum upp, stóð konan líka upp og gekk til okkar og sagðist á íslensku ætla að láta okkur fá lyklana að sumarhúsunum og myndi fylgja okkur að húsunum enda komið myrkur,  Hún kleip í rassinn á Hreppstjóranum og sagði; "Þú átt sko eftir að finna aðeins fyrir mér á næstu vikum."  Við fórum í bústaðina og fórum að sofa.

Smá hrekkur

Góður vinur minn á Ísafirði Eiríkur Böðvarsson, er mjög gefinn fyrir stríðni og prakkaraskap.  Eitt sinn þegar hann var að reka fyrirtækið Básafell hf. á Ísafirði, var maður sem átti hús beint á móti húsnæði Básafells hf.  Þessi maður var nýbúinn að byggja bílskúr við hús sitt og notaði auðvitað nýjustu tækni þ.e. var með fjarstýringu til að opna og loka bílskúrshurðinni.  Einn starfsmananna Básafells hf. var með samskonar búnað á sínum bílskúr.

Eiríkur fékk nú þennan starfsmann til að ná í fjarstýringuna og langaði til að prufa hvort hún virkaði á bílskúrshurð nágrannans.  Maðurinn sótti fjarstýringuna og Eiríkur fór að prófa við glugga á skrifstofunum, sem var beint á móti bílskúr nágrannans.og hún virkaði fínt.  Þá var sest niður og beðið eftir að maðurinn kæmi heim úr vinnu og kom hann um kl 17,00.  Maðurinn ók að bílskúrnum og opnaði hurðina og ók bílnum inn og þegar hann er kominn út þá lokaði hann hurðinni með fjarstýringu sinni.  En þegar hann er að labba til að fara inn í húsið var Eiríkur tilbúinn með hina fjarstýringuna og opnaði hurðina.  Manninum dauðbrá og fór aftur og lokaði hurðinni en hann var ekki búinn að ganga nema nokkur skref þá opnaði Eiríkur aftur.  Þegar manngreyið ætlaði að fara til að loka lét Eiríkur hurðina lokast og opnast á víxl í nokkra stund.  Þá tók maðurinn upp GSM-síma og hringdi og eftir smástund kom bíll frá fyrirtækinu sem hafði selt honum þennan búnað og viðgerðarmaður snarast út.  Fer til mannsins og eru greinilega miklar umræður í gangi.  Viðgerðarmaðurinn tók þá fjarstýringuna og opnaði og lokaði  nokkrum sinnum.  Skilaði síðan fjarstýringunni, skrifaði reikning og manngreyið borgaði og síðan ók hann í burtu.  Maðurinn prufaði þá sjálfur og allt virtist eðlilegt.  Þegar hann er síðan að fara inn í íbúðarhúsið opnar Eiríkur aftur bílskúrshurðina og nú lét hurðin öllum illum látum.  Maðurinn klóraði sér í höfðinu en fór síðan inn þótt hurðin væri ýmist að opna eða loka.

Þá var gamanið búið hjá Eiríki svo hann hætti og fór heim.  Daginn eftir þegar Eiríkur leggur sínum bíl við Básafell hf.  Þá er nágranninn líka að fara í vinnu.  Eiríkur fór að tala við hann og sagði; "Hvað var eiginlega að ske hjá þér í gær, ég sá að bílskúrshurðin var alltaf að opnast og lokast."  Þá svaraði hinn:  "Þetta var alveg ótrúlegt ég réð ekkert við hurðina og það furðulega var að þegar ég féll viðgerðarmann þá var allt í lagi, en hann var varla farinn þegar lætin byrjuðu aftur"  Þá sagði Eiríkur; "Já ég veit að það eru margir í basli með þetta og þetta er bara ónýtt drasl. og þú ættir að skila þessu"  Síðan fór Eiríkur til vinnu sinnar í Básafelli hf. en varð var við það seinna um daginn að það komu menn og tóku hurðina og í staðinn var sett hurð með venjulegri læsingu.  Þá brosti Eiríkur og vissi að hrekkurinn hefði heppnast.


Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband