Afsögn ríkisstjórnarinnar

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á vef sinn að íslenskir kjósendur standi á milli þess að velja forsetann eða ríkisstjórnina í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ef kjósendur hafni Icesave-lögunum í atkvæðagreiðslunni telji hún einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér.

Þetta er alveg rétt hjá Þórunni að þjóðaratkvæðagreiðslan mun snúast um hvort ríkisstjórnin eigi að ráða eða forsetinn.  Þeir sem greiða því atkvæði að fella þetta frumvarp eru í raun að greiða því atkvæði að forsetinn skuli vera valdamesti maður landsins og forsetaembættið fái í raun pólitískt vald og sé þá orðinn nokkurskonar einræðisherra yfir Íslandi.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Við skulum athuga það að þurfti undirskriftir rúmlega 56.000 kosningarbærra Íslendinga til að forsetinn tæki þessa ákvörðun sem hann tók, sem og persónuleg bréf frá Alþingismönnum. Svo einræði er ekki hægt að tala um hér. Heldur er hann að fara eftir þjóðarvilja þjóðar sinnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það var nú víst eitthvað einkennilega staðið að þessari undirskriftarsöfnun og því er ekki vitað hvað nákvæmlega margir skrifuðu sig á þennan lista. 

En hvað með það, þá lít ég svo á að nú sé forsetinn orðinn valdamesti maður landsins.

Jakob Falur Kristinsson, 6.1.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: GAZZI11

Þetta er arfavitlaust, að reyna að troða því inn í okkur að þetta sé eitthvert val á milli forseta eða þings. Þetta snýst um að þjóðin ráði. Ég er bara mjög sáttur við það að einhver geti tekið valdið frá þessari Alþingisklíku og komið valdinu aftur til almennings.

Forsetinn skynjar það að aldrei hefur Alþingi verið eins illa skipað af sjálftökuliði stjórnmálaklíkurnnar hverra flokka sem það heiti.

Nauðsynlegt er nú í framhaldi af þessu að koma þessu liði í burt og ráða þarna inn fólk sem vinnur með almannahagsmuni.

Samfylkingin er algjörlega búin að klúða þessu tækifæri og sýnt það að hún á ekki heima á Alþingi Íslendinga. 

GAZZI11, 7.1.2010 kl. 17:03

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það hefur nú komið í ljós í skoðanakönnun, að meirihluti kjósenda ætlar að styðja að Icesave-frumvarpið verði samþykkt.  Þú talar um að færa valdið til þjóðarinnar því Alþingi sé illa skipað og það hafi  Forsetinn skynjað, en það fólk, sem nú situr á Alþingi er lýðræðislega kosið af þjóðinni og Forsetinn á ekki að vera að skipta sér af því hverjir sitja á Alþingi og hefur ekkert vald til aðkoma neinum þaðan burt.  Hvað varðar Samfylkinguna, þá hefur hún ekki klúðrað neinum tækifærum í sambandi við almannahagsmuni.  Þvert á móti hefur hún staðið sig vel í að vinna að endurreisn Íslands.  Aftur á móti þurfti Forsetinn nauðsynlega á þessu tækifæri að halda til að fá fólk til að gleyma þátttöku sinni í að hampa þeim mönnum sem settu hér allt í rúst.  Ef vel er gáð á Forsetinn stóran þátt í öllu hruninu, sem hér varð.

Jakob Falur Kristinsson, 8.1.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband