Engin lán

,,Lausn á Icesave-málinu er mikilvæg fyrir Ísland. Við þurfum að bíða eftir frekari meðferð málsins á Íslandi, þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu,” segir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs í norskum fjölmiðlum um lán Noregs til Íslands, í tengslum við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þarna er að tala fjármálaráðherra þess lands, sem Framsókn fullyrti að ætlaði að lána eða gefa okkur tvö þúsund milljarða án nokkurra skilyrða.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, því alltaf hefur verið vitað að öll lánafyrirgreiðsla til Íslands tengdist lausn á Icesave-málsins.  Sumir hafa viljað kalla þetta kúgun og að þær þjóðir sem ætluðu að lána okkur peninga sé að beita okkur kúgun til að greiða Icesave-skuldina.  En þessum þjóðum ber engin skylda til að lána Íslandi fé og hljóta því að ráða því sjálfar hvenær slík lán eru veitt.  Enda er Ísland komið í þá stöðu núna að enginn þjóð getur treyst því að við greiðum til baka það sem okkur er lánað.

Ísland er að einangrast frá öðrum þjóðum.


mbl.is Bíða með að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Icesave var ekki lán sem ísland fékk því er ekki hægt að bera saman lán sem aðrar þjóðir veita okkur og þessari neitun að borga icesave eins og það er sett fram í dag.

Ísland hefur alltaf og þá meina ég ALLTAF borgað sín lán.

A.L.F, 6.1.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að Icesave var ekki lán til Íslands, en hinsvegar bar Ísland fulla ábyrgð á að nægt fé væri til í Tryggingasjóði Innistæðueigenda, ef banki færi á hausinn.

En nú virðist að Norðurlöndin, sem ætluðu að veita okkur lán, setja sem skilyrði að fyrst verði að borga Icesave-skuldina og þau eru ekkert skuldbundin til að veita okkur lán og hljót að ráða því sjálf hvenær þau verða veitt.

Jakob Falur Kristinsson, 6.1.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband