Hvað vill félagsmálaráðherra?

Lilja Mósesdóttir, sagði fyrr í vikunni að sennilega yrði að veita enn lengri frest á nauðungarsölum á íbúðum og jafnvel þyrfti að stofna embætti Umboðsmanns skuldara.   En þá kemur Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og segir að frekari frestun hafi engan tilgang.  Hann fullyrti að best væri nú að fólk gengi frá sínum skuldum og þeir, sem ekki gætu það yrðu að sætta sig við að missa sitt húsnæði á nauðungaruppboði.  Þetta eru kaldar kveðjur frá félagsmálaráðherra til þeirra sem eru í miklum vandræðum með sín íbúðalán.  Þær lausnir sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á og duga ekki fyrir marga og því munu hundruð íbúða verða seld á nauðungaruppboðum fljótlega eftir 1. mars.  En hvað ætlar Íbúðalánasjóður og bankarnir að  gera við allar þessar íbúðir?  Ekki þýðir að setja þær í sölu því engir kaupendur eru til staðar og ef allar þessar íbúðir færu í sölu yrði algert verðhrun á íbúðarhúsnæði.  Þannig að þeir aðilar sem hefðu samið við sína lánveitendur um lækkun á höfuðstól íbúðalána í 110% af markaðsverði yrðu aftur komnir í vandræði.  Því verðhrunið setti lánin aftur langt upp fyrir markaðsverð og þá færu enn fleiri íbúðir á uppboð og þetta yrði vítahringur, sem fólk kæmist ekki út úr.

Væri nú ekki nær fyrir Árna Pál Árnason að koma með tillögur um raunhæf úrræði, frekar en hvetja til nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæll Jakob. Þetta eru ótrúlegir tímar og ótrúlegir stjórnendur.. Ég segi fyrir mig, ég hef orðið fyrir vonbrigðum með fyrstu vinstristjórnina á Íslandi. Ég átti þátt í að skapa hana með atkvæði mínu.

Kveðja vestur.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.1.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband