Framboðsfundur

Mikið var nú sjónvarpsþátturinn á Stöð 2 í gærkvöldi leiðinlegur.  Það munaði litlu að ég slökkti á sjónvarpinu, þessir þættir eru stógallaðir, sífelldar skiptingar frá stjórnendum Ísland í dag yfir til þeirra sem voru að spyrja og öfugt.  Ekki treysti ég mér til að dæma um hver hafi staðið sig best en vegna þess að ég er ekki alveg hlutlaus þá fannst mér Jón Magnússon komast vel frá sínu þegar hann fékk frið til að tala fyrir stjórnendum þáttarins og kom með mjög góðan punkt í umræðuna en það var um áliti Seðlabankastjóra Davíðs Oddsonar á núverandi hagstjórn og misræmi í spám Seðlabankans og fjármálaráðuneytis.  Geir H. Haarde svaraði því til að þetta væri eðlilegt þar sem fjármálaráðuneytið notaðist við ákveðið reiknilíkan.  Ja hérna mikil völd hafa þessi blessuð reiknilíkön, er fjármálaráðuneytið að apa þetta upp eftir Hafró eða öfugt.  Það nær ekki nokkurri átt að demba spurningum yfir fólk og þegar það á svara er oftar en ekki gripið fram í af stjórnendum og sagt stopp, ekki tími fyrir meira.  Hvað lá svona mikið á, af hverju mátti þátturinn ekki vera lengri því ekki var næsti dagskrárliður merkilegur eða "Extr. Makerover". Þegar fólk af fimm framboðum á að sitja fyrir svörum verður ekki mikill tími fyrir hvern og einn því talsverður tími fer í að bera upp spurningarnar auk þess tíma sem stjórendur Ísland í dag gáfu sér.  En mikið vorkenndi ég Geir H. Haarde þegar hann reyndi að kreista fram bros og svaraði alltaf eins "Þetta verður skoðað og þetta verður athugað."  Ekki bætti svo úr skák þegar hinn mikli stjórnmálasérfræðingur Stöðvar 2 mætti til leiks þ.e. Egill Helgason og ætlaði heldur betur að taka stjórmálamennina á beinið eins og það var kynnt, hann var reyndar búinn fyrr í þættinum að lýsa því yfir að núverandi skipting kjördæmanna í Reykjavík Norður og Reykjavík Suður væri svo arfavitlaus að ekkert væri að marka það sem frambjóðendur myndu segja í þættinum.  Svo kom að því að hinn mikli snillingur tók við að spyrja og taldi sig greinilega vera að gera góða hluti.  Hann byrjaði á að spyrja um hvað þessar kosningar væru og fullyrti að þjóðinn væri löngu orðin leið á tali um stóriðju, náttúruvernd, umhverfismál og innflytjendamál og sagðist sjálfur ekkert hafa hugmynd um hvað væri verið að kjósa um nú.  Ekki veit ég hvaða andskotans leyfi hann hefur til að vera með svona fullyrðingar og ekkert fer meira í mínar fínustu taugar en þegar misvitrir menn eru að fullyrða hvaða skoðanir þjóðin hefur á hinu eða þessu máli án þess að það hafi verið nokkuð kannað.  Svo spurði snillingurinn Egill Helgason "Um hvað snúast þessar kosningar og hvað er verið að kjósa um?" og svarið þið nú strax því lítill tími er eftir og aumingja fólkið sem sat fyrir svörum, fór að reyna að þylja upp með sem mestum hraða því, sem upp í hugann kom í fljótu bragði og voru svörin eftir því og nær ómögulegt að átta sig á því hver stefnan væri hjá hverjum flokki.  Ef ég væri í þessu kjördæmi og ekki verið ákveðinn hvað ég ætlaði að kjósa, hefði þessi þáttur ekki hjálpað mér til að gera upp hug minn.  Ekkert var minnst á mennta-eða sjávarútvegsmál og mörg fleiri sem gleymdust í þessum æðubunugangi.   En varðandi spurningu Egils um hvað er verið að kjósa er svarið svo augljóst að hinn venjulegi kjósandi á auðvelt með að svara því.  Svarið er einfaldlega þetta:  "Eiga núverandi stjórnarflokkar að fá umboð til að sitja áfram með óbreyttri stefnu eða á að fella þessa stjórn og stjórnarandstaðan geti myndað hér nýja velferðarstjórn."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér þarf að skipta um ríkisstjórn ekki nokkur vafi um það í mínum huga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég kvitta fyrir mig

Ólafur Ragnarsson, 26.4.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband