Verkalýðsbarátta

Á árunum 1995-1997 starfaði ég sem framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu Trostan ehf. á Bíldudal og sá einnig um bókhaldið.  Þetta fyrirtæki rak frystihús og saltfiskverkum á Bíldudal og rækjuvinnslu á Brjánslæk á Barðaströnd.  Allar afurðir seldum við sjálfir undir merki Trostans ehf.  Þarna störfuðu í allt 60-70 manns.  Sá sem var aðallyftaramaður fyrirtækisins var jafnframt formaður verkalýðsfélagsins á staðnum og var sá maður ekki kosin sem formaður vegna sinnar hæfni heldu fékkst enginn maður í starfið annar en þessi sem var nú ekki talinn stíga í vitið.  Eitt sinn kemur hann alvarlegur á svipinn til að ræða við framkvæmdastjórann sem var jafnframt aðaleigandinn Eiríkur Böðvarsson frá Ísafirði.  Formaðurinn segir við Eirík að það hafi komið til tals að fá gossjálfsala í kaffistofuna og hann sé búinn að ræða við Vífilfell sem muni útvega kassann endurgjaldslaust en hinsvegar þurfi að greiða kókið til að fylla á kassann í fyrsta sinn svo rúlli þetta bara sjálfkrafa.  Hann ætli sjálfur að sjá um rekstur kassans svo allt fari nú ekki í vitleysu.  Eiríkur tekur vel í þessa hugmynd og fær upphæðina hjá manninum og hringir í bankann og lætur millifæra þá upphæð inn á reikning formannsins, sem fór síðan brosandi út.  Svo kom kassinn og kókið rann út og síðan þurfti að fylla kassann aftur.  Þegar kemur að leysa út næstu kók sendingu kemur formaðurinn aftur til Eiríks og segir honum að nú hafi farið illa kókkassinn sé orðinn gjaldþrota og hvort hann geti hjálpað til.  Eiríkur spyr manninn, borgar fólkið ekki kókið? Jú auðvitað svaraði hinn það er ekki hægt að ná úr honum flösku nema setja peninga í hann.  Eiríkur spyr þá aftur hver tekur peningana?  Ég geri það svarar hinn og legg þá alltaf inná bankabók og það getur enginn náð peningunum nema að hafa lykil og ég er með hann.  Þá spyr Eiríkur og hvað er mikið inni á þessari bók núna.  Ekkert svaraði maðurinn og klóraði sér mikið í hausnum.  Eiríkur sem er mikill húmoristi hafði mjög gaman af þessu og vildi endilega halda áfram að ræða þetta merka gjaldþrot og sagði blíðlega við manninn, þú hefur nú bara eytt þessum aurum vinur.  Nei ekki krónu svaraði hinn aldrei tekið neitt, en tautaði svo niður í barm sér, bara stundum þegar ég hef verið tóbakslaus og ekki verið með pening á mér en það er ekki oft bara stundum.  Eiríkur stóð á fætur og klappaði manninum á öxlina og sagði við hann.  Þú hefur alveg rétt fyrir þér og þar sem kókkassinn er orðinn gjaldþrota skaltu bara skila honum sem fyrst og ég gleymi bara peningunum sem ég lét þig hafa í stofnfé.  Kvöddust þeir síðan með handarbandi og verkalýðsformaðurinn fór brosandi út.  Með næstu ferð til Reykjavíkur fór síðan hinn gjaldþrota kókkassi.

Í byrjun mars kemur formaðurinn aftur í heimsókn til Eiríks og tilkynnir honum það að fólkið sé orðið mjög óánægt með að tímakaupið skuli ekki hafi verið hækkað í febrúar.  Eiríkur horfir undrandi á manninn og segir, það var hækkað 1. janúar og á að hækka næst 1. júní samkvæmt samningum þú hlýtur að vita það sjálfur verkalýðsformaðurinn.  Jú sjáðu til sagði hinn nú er hlaupaár og þar af leiðandi vinnum við einum degi lengur því nú voru 29 dagar í febrúar en ekki 28 eins og oftast er og þeir sem voru að kvarta við mig sögðu mér þetta væri alveg ljóst og báðu mig að tala við þig.  Eiríkur var fljótur að fatta hvað var að ske og sagði.  Segðu þeim sem eru að kvarta við þig að koma sjálfir og tala við mig, en það var gott að þú komst ég þurfti nauðsynlega að hitta þig.  Opnar skúffu og tekur upp fullt af bæklingum og réttir honum þetta eru bæklingar yfir nýja lyftara ég vil ekki að þú sért að vinna hér á einhverju gömlu drasli og ég hef ekki vit á hvað hentar okkur best en þú veist það.  Ég ætla að kaupa alla lyftara nýja og taktu þetta með þér heim og skoðaðu vandlega og vertu ekkert að hugsa um verðin þau skipta engu máli.  Komdu svo með þetta til mín eftir2-3 daga og vertu þá búinn að merkja við hvað við eigum að kaupa  Kvöddust þeir með handabandi og verlalýðsformaðurinn gekk brosandi út og ljómaði af hamingju.  Í næsta kaffitíma fór ég inn á kaffistofu og þar sat vinurinn og lék á alls oddi að sýna öllum myndir af nýju lyfturunum.  Þegar ég kem aftur inn á skrifstofu sé ég Eirík hvergi og spyr konuna sem var þarna að vinna hvar hann væri og sagði hún þá að hann hefði hlaupið útí bíl og sagt henni að hann þyrfti að fara til Reykjavíkur að redda peningum og yrði 2-3 vikur í burtu.  Þess skal getið að lyftarakaupin voru gleymd þegar hann kom næst til Bíldudals.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki vandi að sjá Eirík fyrir sér í þessu hlutverki og þetta hefur honum ekki þótt leiðinlegt...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.5.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Hafteinn, þetta var eibmitt sem Eiríkur kunni bestt af öllum og það var gaman og gott að vinna með honum.   Hann er einstaklega góður drengur.

Jakob Falur Kristinsson, 24.5.2007 kl. 10:31

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Frábær karakter Eríkur og að ég tali ekki um Böðvar. Ég á margar góðar minningar frá samstarfi við þá feðga á stórveldisárum Niðursuðuverksmiðjunnar og upphafsárum úthafsrækjuveiða við Ísland....virðist ekkert svo langt í burtu, en er það víst, við erum sennilega bara orðnir gamlir Jakob....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.5.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband