Ákvörðun sjávarútvegsráðherra

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra tilkynnt sl. föstudag um aflakvóta næsta fiskveiðiárs og hefur hlotið mikið lof fyrir frá Geir H. Haarde, mbl. ofl. fyrir mikinn kjark og hugrekki fyrir þessa ákvörðun.  Nú hef ég hlerað úr herbúðum stjórnarsinna að Einar K. hafi verið þvingaður til að taka þessa ákvörðun af samráðherrum sínum.   Þessi ákvörðun var í raun tekinn af Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu sem tilkynntu hana Einari K. og gáfu í skyn að ef hann færi ekki eftir þessu yrði hann hunsaður og þau myndu bara tilkynna þetta sjálf og er því ekki sanngjarnt að skammast út í Einar Kristinn.  Harðast mun Ingibjörg Sólrún hafa gengið fram og látið þau orð falla að stjórnin væri með svo mikinn þingstyrk á bak við sig að ekki skipti máli hvaða skoðun þingmenn hefðu á þessu og enginn hætta á ferðum þótt einhverjir þingmenn hættu að styðja stjórnina.  Athygli hefur vakið að lítið hefur heyrst frá Einari Oddi um þessi mál en hann var farinn að taka undir gagnrýni á kvótakerfið.  Krafðist Ingibjörg Sólrún þess að farið yrði í einu og öllu eftir tillögum Hafró það væru hin einu og sönnu vísindi og vandi sjávarbyggðanna væri ekki sitt mál sem utanríkisráðherra það yrðu aðrir að leysa þann vanda t.d. með fjölgun háskóla og auka menntun.  Nú er það einu sinni svo ef maður les söguna í gegnum aldir að vísindamenn hafa alla tíð ekki verið sammála um hin ýmsu atriði sem þeir hafa verið að glíma við og enginn hefur treyst sér til að koma með hinn einu og sönnu vísindi og er það ekkert skrýtið því hinn eini sannleikur er ekki til og verður aldrei til vegna þess að heimurinn er stöðugt að breytast.  Frægt var í Bandaríkjunum fyrir löngu er kennari nokkur tók upp á því að kenna þróunarkenningu Darvins en það var bannað í því fylki sem skólinn var í og varð af þessu mikið mál þar í landi.  Nú er það svo að engum hefur tekist að sanna eða afsanna kenningar Darvins en kannski geta sérfræðingar Hafró það þeir kunna sérstaklega vel að reikna út alla hluti og margt sem þaðan kemur minnir á persónu í einu skáldverki Laxnes, Sölva Helgason en honum tókst að reikna barn í konu.   En hvað varðar kvótakerfið þá fullyrða skipstjórar víða um land að erfitt geti verið að veiða aðrar tegundir þegar þorskkvótinn er orðinn svona lítill og þeir hafa á undanförnum árum verið á stöðugum flótta undan miklum þorski á miðunum, því alltaf komi þorskur með þegar verið er að veiða ýsu, ufsa ofl. tegundir og hvað gera menn þá.  Nokkuð ljóst er að framboð á leigukvóta í þorski mun minnka verulega ef það verður þá bara nokkuð.   Ef skip á ekki nægan þorskvóti fyrir meðafla hafa sjómenn ekkert annað val en henda honum í hafið aftur og nokkuð ljóst að brottkast mun stóraukast á næsta fiskveiði ári og þar með skekkist reiknigrunnur Hafró enn frekar og skerða verður þorskaflann enn frekar og á nokkrum árum mun þorskkvótinn stöðugt minnka þar til að því kemur að þær verða bannaðar með öllu.  Það kemur líka á óvart að ekki skuli vera gefinn út veiðikvóti á hval og umhverfisráðherra lýsir því yfir að hún sé á móti hvalveiðum sem þýðir að hún neitar að horfast í augu við hvaða áhrif stóraukinn hvalastofn hefur á lífríki sjávar.  Það skiptir engu máli hvort við getum selt kjötið eða ekki ef okkur er alvara með að ætla að byggja upp þorskstofninn, það verður þá að líta á kostnað við hvalveiðar sem fórnarkostnað til að bjarga þorskinum.  Ef við getum ekki selt kjötið af hvalnum getum við þó gefið það til þeirra landa þar sem hungur er landlægt, Ingibjörg Sólrún getur þá farið víða með fríðu föruneyti og fært hungruðu fólki mat.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband