Að vera á staðnum

Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra hefur undanfarna daga verið á ferð um Mið-Austurlönd með fríðu föruneyti og heimsótt þar marga höfðingja.  Mikið hefur þessu verið hampað í fréttum en ansi hefur mér þótt þar vera smá slaksíða á og meira gert úr vandamálum Ísrael en Palestínu og má það kannski alveg vera rétt, ekki veit ég það því ég hef aldrei komið á þetta svæði en samkvæmt orðum Ingibjargar Sólrúnar fær fólk allt aðra sýn á þessi vandamál með því að vera á staðnum.  Það hafa margir heimsfrægir og reyndir stjórnmálamenn heimsótt þessi svæði og reynt að miðla málum en án árangurs.  En Ingibjörg Sólrún sagðist sjá þarna glufu sem væri að opnast til að hægt væri að koma á friði á þessu svæði en tók jafnframt fram að slíkt yrði að gerast fljótt því þessi glufa sem hún fann myndi lokast fljótt.   Ekki ætla ég að draga orð ráðherrans í efa því hún veit betur en ég hvað þarna er að ske því hún var á staðnum en ekki ég.   Það vakti mig til umhugsunar um þessi mál þegar viðtal var við konu frá Palestínu í þættinum Örlagadagurinn á Stöð 2 fyrir nokkru en þessi kona hafði flutt til Íslanda fyrir mörgum árum og hún var að lýsa því hvílík hamingja það hefði verið þegar hún fékk íslenskan ríkisborgararétt og þar af leiðandi vegabréf sem hún hafði aldrei haft áður og hún lýsti því vel hvílík hamingja það væri að tilheyra ákveðinni þjóð.  Ég hrökk við, hvað var konan að segja, hafði hún aldrei átt vegabréf þótt hún væri búsett í Palestínu sem ég hélt að væri sjálfstætt ríki.  En annað kom í ljós við nánari skoðun, að aðeins eitt ríki hefur formlega viðurkennt sjálfstæði Palestínu en það er Noregur.  Ef Ingibjörg Sólrún er að meina eitthvað með því sem hún er að segja ætti hún að beita sér fyrir að Ísland fylgdi fordæmi Noregs og viðurkenndi sjálfstæði Palestínu eins og Jón Baldvin gerði á sínum tíma þegar hann lét Ísland verða fyrsta land í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði eins af Eystrasaltsríkjunum sem hafði geysilega mikil áhrif.  Það læðist að manni sá grunur að heimsókn Ingibjargar Sólrúnar á þetta svæði hafi verið í þeim tilgangi að fá Ísrael til að veita okkur stuðning varðandi umsókn til Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.  Á meðan sjálfstæði Palestínu er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki mun verða erfitt með friðarviðræður, þar sem annar aðilinn er öflugt sjálfstætt ríki meðan hinn aðilinn er nánast herteknar flóttamannabúðir.  En auðvitað hef ég ekki hundsvit á þessum málum þar sem ég hef aldrei verið á staðnum og skil þar afleiðandi ekki eitt né neitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Klukk á þig. Þú er með í leik.  Þú átt að segja frá 8 atriðum sem fáir vita af, og klukka síðan 8 aðila.  Segja frá því hver klukkaði þig og klukka hina síðan á þeirra bloggsíðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband