Skothríð

Á sínum tíma þegar ég var framkvæmdastjóri fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Bíldudal áttu fyrirtækin þrjú íbúðarhús sem notuð voru sem verbúðir fyrir aðkomufólk og eitt húsið sem var á tveimur hæðum var mest notað á tímabili fyrir erlendar stúlkur sem komu til vinnu hjá fyrirtækinu og eins og gefur að skilja var talsvert sótt í þetta hús af ungum mönnum á staðnum og oft mikill gleðskapur og umgengni eftir því.  Fékk þetta hús nafnið KRAFLA vegna mikils óróa sem oft var þarna.  Var algengt að eftir sumar helgar þyrfti að skipta um gler í mörgum gluggum og tók ég þá til þess ráðs að setja plexiplast í stað glers í gluggana.  Nokkrum árum eftir þetta og aðalega sjómenn og beitningamenn sem þarna bjuggu og ég var á leið í vinnu einn morguninn sá ég að búið var að loka aðalgötu þorpsins og er ég leit í átt að KRÖFLU sá ég lögreglubíla en þar sem ekki var lengur hægt að aka í átt að húsinu fór ég beint í vinnuna og var þar tjáð af verkstjóranum að þó nokkrar tafir hefðu orðið á að vinnsla gæti hafist á réttum tíma vegna þess að búið hefði verið að loka götunni og fólki skipað að ganga fjöruna til vinnu því einn starfsmaður sem bjó í KRÖFLU hefði fengið æðiskast og verið að skjóta úr haglabyssu út um glugga og flugvél hefði komið frá Reykjavík snemma um morguninn með víkingarsveit lögreglunnar og væri algert umsátursástand um húsið.  Síðar frétti ég hjá einum starfsmanni sem bjó í næsta húsi við KRÖFLU aqð hann hefði verið að drekka kaffi í eldhúsinu hjá sér þegar þvottahúsdyrnar hjá honum voru brotnar upp og inn ruddust félagar úr víkingasveitinni og brutu síðan rúðu og komu sér fyrir.  Þar sem ég átti sjónauka á skrifstofu minni gat ég séð umrætt hús og sá að viða voru víkingarsveitarmenn að skriða umhverfis húsið.  Ég frétti síðar að reynt hefði verið að skjóta gúmískotum í gegnum glugga húsins þegar byssu manninum sást þar bregða fyrir en þar sem plexiplast var í öllu gluggum komu kúlurnar jafnharðan til baka.  Á neðri hæð húsins hafði herbergi Serbi sem hafði flúið frá hinu stríðhrjáða landi sem eitt sinn var Júgóslavía og vann hann við beitningu og þegar kominn var tími hjá honum að fara í vinnu fór hann út og ætlaði að fara að beita.  En um leið og út var komið glumdi við í gjallarhorni lögreglu þar sem Serbanum var skipað að fara inn aftur því það væri maður með byssu að skjóta á efri hæðinni.  En Serbinn sagðist á sinni bjagaðri íslensku að hann þyrfti nauðsynlega að komast til vinnu í beitninguna og sjálfsagt vanur svona uppákomum í sínu heimalandi og hann gekk upp tröppurnar og bankaði hjá hinum byssuóða manni, sem kom til dyra með haglabyssuna í hönd.  Serbinn tók um hlaup byssunnar og bað manninn að hætta þessari vitleysu því engin hætta væri á ferðum, engir óvinir bara allir vinir sagði hann og brosti.  Þetta gaf víkingasveitinni tíma til að stökkva á byssumanninn og handjárna hann og var síðan flogið með hann til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á geðdeild.  Síðar þegar Serbinn var spurður um hvort hann hefði ekki verið hræddur, sagði hann nei, nei, þetta bara ein byssa og veikur maður, ég segja við hann að ég þurfa að fara að beita, þetta bara lítið vandamál ekki eins og heima og síðan brosti hann sínu blíðasta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð saga Jakob.  En serbin tók sum sé alla gloríuna af sérsveitarmönnunum.    Þeir hafa væntanlega borgar allar skemmdir sem þeir unnu á mannvirkjum þarna ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Að sjálfsögðu urðu þeir að greiða fyrir allar skemmdir eða réttara sagt við skattborgarar þessa lands.

Jakob Falur Kristinsson, 1.8.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband