Að telja fiska

Eftir að ég lenti í alvarlegu slysi á sjó í september 2003 dvaldist ég á Landspítalanum í Fossvogi í 2 vikur áður en ég var sendur á Reykjalund.  Fyrstu dagana var ég algerlega rúmliggjandi en fór síðan að geta farið allra minna ferða í hjólastól.  Ég fór mjög oft fram í setustofu sem þarna var og hitti aðra sjúklinga og spjallaði við þá um hin ýmsu málefni.  Eitt sinn er ég kem þarna fram og þá eru tveir menn að þrasa um ráðgjöf fiskifræðinga, ég blandaði mér í umræðuna og komst strax að því að annar taldi að allt sem frá þessum fræðingum væri 100% rétt og þeim bæri að hlýða skilyrðislaust en hinn var að malda í móinn og taldi að taka ætti meira tillit til skoðana sjómanna.  Ég fór strax að benda þeim aðila sem lofaði fiskifræðingana, á að þetta væri nú ekki svona einfalt sem hann vildi auðvitað ekki samþykkja.  Þannig vildi til að í setustofunni var lítið fiskabúr með þó nokkrum fjölda fiska í, ég bað manninn að fara og telja fiskana í búrinu og sagði hann það vera lítið mál.  Eftir að hann hafði setið lengi við fiskabúrið og reynt að telja kom hann aftur og sagði að þetta væri ekki hægt því fiskarnir væru alltaf á hreyfingu og vonlaust að telja þá.  Ég spurði hann þá hvernig fiskifræðingar gætu þá talið alla fiska í hafinu og jafnvel greint hvað mikið væri af hverri tegund, þá svaraði hann því að þeir hefðu svo góð tæki og mikla tækni.  Ég benti honum þá á að hann hefði ekki síðri tækni sem væru hans augu og heili og gæti auðveldlega séð fiskana og hann svaraði strax að þessir fiskar væru á svo mikilli hreyfingu að þetta væri ekki hægt.  Ég spurði hann þá hvort hann héldi að fiskarnir í sjónum hættu að synda meðan fisfiskifræðingar væru að telja þá.  Hann sagði að þeir hlytu að taka prufur á ákveðnum svæðum og reikna út frá því og þá bað ég hann að fara að fiskabúrinu aftur og telja í einu horninu og reikna út frá því, sem hann gerði og kom svo aftur og sagði, þeir eru um 20-30 stykki.  Í því kom konan sem sá um kaffi ofl. í setustofunni og ég spurði hana hvort hún vissi hvað væru margir fiskar í búrinu.  Hún hélt það nú því hún hefði sjálf sett þá í búrið og sæi um að gefa þeim fóður og upphaflega hefðu verið settir 75 fiskar í búrið, en nokkrir hefðu drepist og hún myndi að þeir hefðu verið 3-4 svo alla veganna væru 70 fiskar í búrinu.  Ég sagði þá við manninn hvort hann gæti ímyndað sér hvað öll land helgihelgi Íslands væri í raun stórt fiskabúr því að stórum hluta næði það 200 sjómílur frá landi og allt niður á 500-600 faðma dýpi.  Það væri þetta fiskibúr sem fiskifræðingar væru alltaf að reikna út og fullyrtu að skekkjumörk væru mjög lítil.  En hann hefði reynt sjálfur að telja í þessu litla búri og fengið út að þetta væru 20-30 fiskar en nú væri staðfest að í búrinu væru alla veganna 70 stykki, þannig að skekkjumörkin hjá honum væru hátt í 50%.  Ég bað þá konuna að setja smá fóður í búrið sem hún gerði og um leið syntu allir fiskarnir í fóðrið og maðurinn horfði undrandi á og spurði afhverju gera þeir þetta?  Þá benti ég honum á að þetta væri alveg eins í hafinu að fiskurinn þar færi þangað sem hann fengi eitthvað að éta.  Þá var þessum blessaða manni nóg boðið og sagði að ég væri ruglaður og brunaði bálreiður í burt í sínum hjólastól.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er nú með því snjallara sem ég hef séð um þessi mál í  langan tíma 

Þórir Kjartansson, 29.9.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.9.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband