Landsbyggðin

Kristinn H. Gunnarsson alþm. skrifar oft athyglisverða og skemmtilega pistla á heimasíðu sinni kristinn.is og í pistli sem hann skrifar 30. september er hann að fjalla um hinar svokölluðu "mótvægisaðgerðir"og þar sem þetta er mjög góður pistill hvet ég alla til að lesa hann en hann opnast þegar smellt er á kristinn.is hér að ofan.  Hann bendir þar á frétt í Morgunblaðinu, sem ég verð nú að viðurkenna að fór alveg fram hjá mér en í þeirri frétt kemur fram að það nýjasta til bjargar landsbyggðinni sé að bjóða öllum atvinnulausum á landsbyggðinni kr. 200 þúsund til búferlaflutninga og í stað þess að færa atvinnu til fólksins á landsbyggðinni á að færa fólkið þangað þar sem atvinnu er að hafa og hvar skyldi það nú vera?  Jú auðvitað á höfuðborgarsvæðinu því samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins vantar 20 þúsund manns inn á höfuðborgarsvæðið, bæði til að fylla í störf og ekki síður til að fylla allar þær íbúðir sem nú er búið að byggja og ekki er til fólk til að búa í.  En er þetta svona einfalt, því þótt fólk fái styrk til að flytja þá er eftir að kaupa sér húsnæði, á kannski að leysa það með styrk líka því flestir á landsbyggðinni búa í einbýlishúsum og þegar öll atvinna er farinn verða allar fasteignir á viðkomandi svæði verðlausar en kannski er þetta leiðin til að hækka verðið með því að leggja heilu landshlutana í eyði t.d. Vestfirði og þá gætu öll þessi hús verið vinsælir sumarbústaðir og þeir sem hafa næga peninga gætu keypt heilu firðina eins og dæmi eru um austur á fjörðum.  Í dag er hæsta fasteignaverð á Vestfjörðum á Hornströndum þar sem allt er komið í eyði.  Kannski var þetta alltaf ætlunin þegar kynntar voru hinar miklu vegaframkvæmdir víða um land svo íbúar á Höfuðborgarsvæðinugætu ekið á góðum vegum á leið sinni í hina nýju sumarhúsabyggðir víða um land og verið í góðu netsambandi.  Fyrr má nú rota en dauðrota og ég segi nú bara hvar endar öll þessi andskotans vitleysa.  Ef við eigum nú að upplifa eina mest hreppaflutninga Íslandssögunnar afhverju að velja höfuðborgarsvæðið, væri ekki best ef byrjað væri á þessu á annað borð að flytja fólkið t.d. til Spánar eða þar sem auðvelt er að lifa og gott veður er.  Svo erum við íslendingar að hlægja að heimsku Dana þegar þeim datt í hug fyrir mörgum öldum að flytja alla íslendinga á Jótlandsheiðar.  Verðum við bara ekki að viðurkenna vanmátt okkar til að geta búið í öllu þessu stóra landi og biðja Danmörk um að taka við okkur aftur, því við kunnum ekki að stjórna okkur sjálf.  Ég vil að lokum ítreka um lestur á pistli Kristins H. Gunnarssonar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Jakob !

Þakka þér fyrir, að koma þessu áfram. Mun lesa grein Kristins, við fyrstu hentugleika.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason 30.9.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Góð grein hjá þér Jakob, og það klikka heldur aldrei greiarnar hjá Kristinn.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.10.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband