Vélvana bátur

Það er ekkert grín að lenda í þessu við Látrabjarg.  Ég hef sjálfur lent í álíka reyndar fyrir sunnan bjargið, en þá varð ég vélstjóri á dragnótarbát sem fékk nótina í skrúfuna og þessi sami björgunarbátur Björg frá Rifi kom og dró okkur til hafnar í Ólafsvík sem gekk ótrúlega vel, þar til komið var inn í höfnina í Ólafsvík og skipstjóri björgunarbátsins ætlaði að láta okkar bát renna upp að ákveðnum bryggjukanti en til þess þurfti að hafa snör handtök við að losa dráttartaugina úr björgunarbátnum og færa aðeins til svo okkar bátur næði að renna meðfram kantinum.  En það var sama hvað skipstjóri björgunarbátsins kallaði og hrópaði á sína menn þeir voru alltof seinir út og ætlaði skipstjórinn að snúa björgunarbátnum og freista þess að stoppa okkar bát en varð of seinn og brunaði því okkar skip á þó nokkri ferð beint á enda hafnargarðsins og skemmdist þó nokkuð.  Þegar við vorum síðan búnir að binda okkar skip kom skipstjóri björgunarbátsins um borð til okkar og sagði að honum þætti leitt að þetta hefði farið svona en því miður hefðu flestir sem voru um borð hjá honum verið lítið á sjó og höfðu verið orðnir nánast lamaðir af sjóveiki á leiðinni yfir Breiðafjörð.  En sem betur fer urðu engin slys á mönnum við þetta atvik, aðeins beyglað stál sem auðveldlega mátti laga taldist þetta nú ekki alvarlegt.  En hvað varðar Látrabjarg þá er lítil hætta á að skip reki þar í land ef veður er gott því þarna er svo sterkur straumur ýmist norður eða suður með Bjarginu.
mbl.is Vélarvana bátur við Bjarg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband