Undanþága til góðs

JarðhitiGeir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hann teldi að Íslendingar eigi að freista þess að fá samþykkt svonefnt íslenskt ákvæði í nýjum samningi um losun gróðurhúsalofttegunda, sem gildi á árunum 2013-2020. Fulltrúar Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins fögnuðu þessari yfirlýsingu en þingmenn VG gagnrýndu hana harðlega.

Geir sagði, að ríkisstjórnin muni eftir sem áður leggja mikla áherslu á að metnaðarfull markmið náist á næstu árum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda enda stæði heiminum ógn af loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Geir var að svara fyrirspurn frá Valgerði Sverrisdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um hver væri stefna ríkisstjórnarinnar hvað varðaði svokallað „íslenskt ákvæði“ í Kyoto-bókuninni um losun gróðurhúsalofttegunda.

Geir sagði, að árið 2001 hefði verið samþykkt sérstök ákvörðun um takmarkaða heimild til losunar koldíoxíðs í litlum hagkerfum í verkefnum sem notuðu endurnýjanlega orku við stóriðju. Þessi heimild snéri ekki að Íslandi sérstaklega þótt hún hefði verið nefnd íslenska ákvæðið.

Geir sagði, að nú væru framundan mikilvægar viðræður um nýjan samning um losun gróðurhúsalofttegunda, sem tæki við þegar Kyoto-bókunin rennur út. Á næsta aðildarríkjafundi Kyoto-bókunarinnar í Bali í desember yrði væntanlega fjallað aðallega um að skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda taki til fleiri ríkja en nú er.

Geir sagði, að ekki hefði verið mótuð stefna innan ríkisstjórnarinnar um málið, enda væri það ótímabært. Hann væri hins vegar þeirrar skoðunar, að Íslendingar eigi að freista þess að fá samþykkt íslenskt ákvæði á grundvelli sérstöðu sinnar til að viðhalda sveigjanleika og takmarka ekki möguleika fyrirfram.

Geir sagði, að starfshópi fjögurra ráðherra hefði verið falið að móta samningsmarkmið Íslands í þessum viðræðum og einnig hefði verið sett á stofn sérstök sérfræðinganefnd, sem ætti að skila tillögum að mögulegum aðgerðum Íslendinga að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2013-2020.

Valgerður Sverrisdóttir sagðist fagna þessari yfirlýsingu Geirs en sagði greinilegt að ekki væri samstaða um þessi mál innan ríkisstjórnarinnar því Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefði nýlega sagt að ekki yrði sóst eftir undanþágu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, lýsti einnig ánægju og sagðist telja að ekki væri um að ræða undanþágu frá þeim markmiðum að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa heldur útfærsla á leiðum að því marki.

Þær Kolbrún Halldórsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmenn VG, lýstu hins vegar algerri andstöðu við yfirlýsingu Geirs. Sagði Guðfríður Lilja, að það yrði Íslendingum til skammar að fá samþykkta slíka undanþágu þar sem þeir væru nú þegar fyrir ofan Evrópumeðaltal í losun gróðurhúsalofttegunda og stefni enn hærra.

Alltaf er sama sagan hjá VG á móti öllu sem getur til framfara talist, til hvers eru þeir að sitja á Alþingi ef þeir ætla ekki að taka þátt í störfum þingsins á annan hátt en að vera á móti öllu.  Ég veit ekki betur en nær allir þingmenn VG mæti til vinnu sinnar á sínum einkabílum.  Af hverju sýna þeir ekki gott fordæmi og nota strædó eða bara reiðhjól.  Nei það eru aðrir sem eiga að gera það.  Þetta er ekkert annað en hræsni og aftur hræsni.


mbl.is Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ágætis endursögn á fréttinni hjá þér. Kannski bara pínulítið tilgangslaus, eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.11.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er ekki tilgangur með öllum fréttum eða hvað?

Jakob Falur Kristinsson, 7.11.2007 kl. 15:12

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er líka svo hrifinn af öllu sem Geir gerir og segir.

Jakob Falur Kristinsson, 7.11.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband