Sama verð allstaðar í sömu búð

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa fallist á tilmæli talsmanns neytenda um að neytendur fái vörustrimil um leið og greiðslukvittun til að tryggja samræmi milli kassaverðs og hilluverðs. Eru þetta fyrstu viðbrögð talsmanns neytenda við fréttum undanfarna daga um misræmi og misfellur í matvöruverslunum, að því er segir á vef talsmanns neytenda.

Þetta er svo sjálfsögð krafa að varla hefði þurft að ræða þetta.  Halda verslunareigendur að neytendur séu alger fífl og hægt sé að komast upp með það að hafa annað verð í hillum en þarf að greiða við kassann.  Einnig er mjög mikill ósiður hjá mörgum verslunum að ef greitt er með greiðslukorti þá þarf fyrst að kvitta fyrir færslunni áður en maður fær strimilinn sem geymir upplýsingar um verð á hverri tegund, er afhent.  Fólk er eiginlega neytt til að ganga fyrst frá greiðslu áður en það getur skoðað hvort verð séu rétt.  


mbl.is Fallist á tilmæli talsmanns neytenda um samræmi hillu- og kassaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hvernig heldu þú að biðraðirnar litu út ef kúnninn fengi fyrst strimilinn og hann skoðaði hann vel og vandlega áður en hann kvittaði fyrir viðskiptunum. Hann kvittar fyrst og skoðar síðan kvittunina og ef hann finnur misræmi þá kvartar hann og fær leiðréttingu ef ástæða er til.

En þar fyrir utan eru allt of margir sem biðja kassafólkið um að henda afritunum og þar með kassakvittuninni án þess að skoða hvort rétt var slegið inn.  

Gísli Sigurðsson, 7.11.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég geri mér alveg grein fyrir því að í verslunum eins og í mörgum stórverslunum væri þetta erfitt.  En t.d. á bensínstöðvum og fleiri slíkum verslunum eru ekki miklar biðraðir.  Það er alveg rétt að því miður eru alltof margir sem biðja um að strimlunum sé hent eð fólk lætur þá í innkaupapokana og skoðar þegar heim er komið, en þá er of seint að kvarta þótt eitthvað hafi verið að.

Jakob Falur Kristinsson, 7.11.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband